Fótbolti

Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Valli
Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn.

Tólfan, stuðningsmannasamtök íslenska landsliðsins, verður sjálfsögðu með sitt fólk á vellinum til að halda upp stemmningunni eins og í síðustu landsleikjum.

„Hundruð Íslendinga eru að koma víðsvegar að úr Evrópu á leikinn á sunnudaginn og það er mjög mikilvægt að íslenska hólfið sé samstíga til að við eigum möguleika á að láta heyra í okkur," segir í fréttatilkynningu frá Tólfunni þar sem stuðningsmannasveitin vill passa upp á það að allir Íslendingar kunni lögin.  Hér fyrir neðan má sjá textana við söngva Tölfunnar og nú er bara að fara að æfa sig og læra þó alla utanbókar.

„Stuðningsmenn Plzen eru rosalega kraftmiklir og er þetta stærsta og erfiðasta verkefni íslenskra stuðningsmanna en það verður tekið af krafti," segir ennfremur í póstinum frá Tólfunni.

Ísland hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum með markatölunni 8-0 og er þetta besta byrjun Íslands fyrr og síðan í undankeppni stórmóts.

Leikurinn við Tékkland verður á sunnudaginn kemur klukkan 19.45 að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir

Moyes eða Mel næsti þjálfari Alfreðs

Samkvæmt Jokin Aperribay, forseta spænska úrvalsdeildarliðsins Real Sociedad, eru David Moyes og Pepe Mel líklegastir til að taka við liðinu, en ákvörðun um þjálfaramál Sociedad verður tekin í dag.

Lagerbäck fékk knús á Austurvelli

"Hann gæti orðið borgarstjóri í Reykjavík ef hann vildi," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu um samstarfsmann sinn, Lars Lagerbäck, í viðtali við sænska ríkissjónvarpið.

Indriða fagnað eins og hetju

Indriða Sigurðssyni var vel fagnað fyrir leik Bodø/Glimt og Viking um helgina enda er Indriði hetja hjá Bodø/Glimt eftir að hafa bjargað lífi leikmanns liðsins fyrr á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×