Erlent

Geimfarið náði að senda gögnin

Geimfarið sem lenti á halastjörnunni sem fengið hefur nafnið P67 rétt náði að senda annan skammt af upplýsingum til jarðar í morgun áður en sambandið rofnaði, tímabundið í hið minnsta. Rafhlöður geimfarsins ganga fyrir sólarljósi og þar sem myrkur umlykur halastjörnuna er ekki von á fleiri sendingum í bráð.

Þrátt fyrir þetta eru vísindamenn sem standa að leiðangrinum í skýjunum með þær upplýsingar sem hafa þegar borist. Allt hafi gengið að óskum og nú þegar sé hafin vinna við að vinna úr gögnunum.




Tengdar fréttir

Reyna að lenda á halastjörnunni

Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×