Innlent

Sjáðu tíu ára ferðalag geimfarsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/the verge
Myndir hafa borist frá könnunarfarinu Philae og ræða vísindamenn nú næstu skref en geimfarið lenti í gær á halastjörnunni 67P/Churyumov–Gerasimenko.

Um er að ræða fyrsta skiptið í sögunni sem geimfar lendir á halastjörnu. Fyrstu upplýsingar bentu til að farið hafi þrívegis reynt að lenda á halastjörnunni án árangurs, en skutlum farsins mistókst að festa farið á yfirborðinu.

Ferðalag geimfarsins Rosetta hefur nú tekið tíu ár, en vísindamenn vonast til að farið geti veitt innsýn í upphaf sólkerfis okkar.

Vefmiðillinn The Verge hefur nú birt fjöldann allan af myndum sem sýnir ferðalagið á myndrænan hátt. Fyrsta myndin er tólf ára gömul og er hún frá undirbúningi verkefnisins.

Síðan má fylgjast með ferlinu og er nýjasta myndin frá geimfarinu á halastjörnunni.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir af ferðalagi Rosetta. 

Vísir/the verge
Vísir/the verge
Vísir/the verge
Vísir/the verge

Tengdar fréttir

Reyna að lenda á halastjörnunni

Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×