„Stórt skref í geimkönnunarsögu mannkynsins“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2014 16:44 vísir/aðsend/getty Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði biðu með öndina í hálsinum þegar könnunarfarið Philae lenti á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko nú síðdegis. Geimfarið lenti rúmlega fjögur og tíu ára leiðangur fékk draumaenda. „Ég fékk smá gleðikökk í hálsinn þegar ég sá að leiðangurinn hafði heppnast,“ segir Sævar Helgi Bragason, áhugamaður um stjörnufræði, og einn fjölmargra sem fylgdust spenntir með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er reynt og er von á nýjum upplýsingum um eðli slíkra fyrirbæra, sem halastjörnur eru. „Ég er bara eins og allir sem hafa áhuga á þessu alveg óskaplega glaður með það að þetta hafi tekist. Ég er búinn að fylgjast með þessu frá því að geimfarinu var skotið á loft fyrir tíu árum og í raun lengur, alveg frá því að ákveðið var að ráðast í þetta verkefni.“ Sævar segir að biðin hafi verið löng en sem betur fer varð þetta að veruleika. „Það sem við vitum núna er að geimfarið lenti örugglega á yfirborðinu. Næstu klukkutímana fer í hönd tími þar sem fyrstu upplýsingum verður safnað saman. Við eigum eftir að sjá myndir frá halastjörnunni og sjá hvernig landslagið er allt í kring.“ Næsta skref verður að gera rannsóknir af vettvangi. „Nú verður farið í það að efnagreina efni á svæðinu og framkvæma alla þær rannsóknir sem hægt er. Þetta verður því mikil vinna fyrir teymið næstu tvo til fimm dagana.“ Sævar segir að geimfarið geti verið með fulla raforku á halastjörnunni í fimm daga í það minnsta. „Ef allt gekk fullkomlega upp standa vonir til að geimfarið geti verið í samskiptum við okkur á jörðinni fram í mars.“ Hann segir að þessi áfangi sé stórt skref í geimkönnunarsögu mannkynsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem við lendum á hnetti í sólkerfinu, sem er hvorki reikistjarna né tungl. Þetta er í fyrsta skipti sem lent er á halastjörnu og þær eru elstu hnettirnir í sólkerfinu. Þetta er mjög merkilegur sögulegur áfangi og stórkostlegt að þetta hafi tekist. Því það var svo margt sem gat farið úrskeiðis.“ Sævar segir að rannsóknir frá halastjörnunni geti svarað mörgum spurningum. „Það sem menn vonast eftir er að rannsóknir geti veitt okkur einhver svör, t.d. eins og hvernig vatn kom til jarðarinnar. Hugsanlega hefur það komið með halastjörnum. Á halastjörnum eru einnig lífræn efni og það getur vel verið að halastjörnur séu nokkurskonar fræ fyrir lífið á jörðinni.“ Tengdar fréttir Reyna að lenda á halastjörnunni Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu. 12. nóvember 2014 08:10 Beðið í ofvæni eftir því hvort lending á halastjörnunni takist Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 13:19 Bein útsending: Geimfar reynir að lenda á halastjörnu í fyrsta skipti Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 15:15 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði biðu með öndina í hálsinum þegar könnunarfarið Philae lenti á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko nú síðdegis. Geimfarið lenti rúmlega fjögur og tíu ára leiðangur fékk draumaenda. „Ég fékk smá gleðikökk í hálsinn þegar ég sá að leiðangurinn hafði heppnast,“ segir Sævar Helgi Bragason, áhugamaður um stjörnufræði, og einn fjölmargra sem fylgdust spenntir með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er reynt og er von á nýjum upplýsingum um eðli slíkra fyrirbæra, sem halastjörnur eru. „Ég er bara eins og allir sem hafa áhuga á þessu alveg óskaplega glaður með það að þetta hafi tekist. Ég er búinn að fylgjast með þessu frá því að geimfarinu var skotið á loft fyrir tíu árum og í raun lengur, alveg frá því að ákveðið var að ráðast í þetta verkefni.“ Sævar segir að biðin hafi verið löng en sem betur fer varð þetta að veruleika. „Það sem við vitum núna er að geimfarið lenti örugglega á yfirborðinu. Næstu klukkutímana fer í hönd tími þar sem fyrstu upplýsingum verður safnað saman. Við eigum eftir að sjá myndir frá halastjörnunni og sjá hvernig landslagið er allt í kring.“ Næsta skref verður að gera rannsóknir af vettvangi. „Nú verður farið í það að efnagreina efni á svæðinu og framkvæma alla þær rannsóknir sem hægt er. Þetta verður því mikil vinna fyrir teymið næstu tvo til fimm dagana.“ Sævar segir að geimfarið geti verið með fulla raforku á halastjörnunni í fimm daga í það minnsta. „Ef allt gekk fullkomlega upp standa vonir til að geimfarið geti verið í samskiptum við okkur á jörðinni fram í mars.“ Hann segir að þessi áfangi sé stórt skref í geimkönnunarsögu mannkynsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem við lendum á hnetti í sólkerfinu, sem er hvorki reikistjarna né tungl. Þetta er í fyrsta skipti sem lent er á halastjörnu og þær eru elstu hnettirnir í sólkerfinu. Þetta er mjög merkilegur sögulegur áfangi og stórkostlegt að þetta hafi tekist. Því það var svo margt sem gat farið úrskeiðis.“ Sævar segir að rannsóknir frá halastjörnunni geti svarað mörgum spurningum. „Það sem menn vonast eftir er að rannsóknir geti veitt okkur einhver svör, t.d. eins og hvernig vatn kom til jarðarinnar. Hugsanlega hefur það komið með halastjörnum. Á halastjörnum eru einnig lífræn efni og það getur vel verið að halastjörnur séu nokkurskonar fræ fyrir lífið á jörðinni.“
Tengdar fréttir Reyna að lenda á halastjörnunni Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu. 12. nóvember 2014 08:10 Beðið í ofvæni eftir því hvort lending á halastjörnunni takist Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 13:19 Bein útsending: Geimfar reynir að lenda á halastjörnu í fyrsta skipti Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 15:15 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Reyna að lenda á halastjörnunni Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu. 12. nóvember 2014 08:10
Beðið í ofvæni eftir því hvort lending á halastjörnunni takist Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 13:19
Bein útsending: Geimfar reynir að lenda á halastjörnu í fyrsta skipti Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu. 12. nóvember 2014 15:15