Innlent

Bein útsending: Geimfar reynir að lenda á halastjörnu í fyrsta skipti

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/getty
Áhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði bíða nú með öndina í hálsinum en könnunarfarið Philae var í morgun sleppt frá gervitunglinu Rósetta og er ætlunin að lenda á halastjörnu.

Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er reynt og ef vel gengur er von á nýjum upplýsingum um eðli slíkra fyrirbæra, sem halastjörnur eru.

Rósetta mun vonandi lenda á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko.

Hér má fylgjast með beinni útsendingu frá lendingunni en leiðangurinn hefur tekið tíu ár.

Uppfært klukkan 16:10 – Könnunarfarið hefur lent á halastjörnunni og virðist ferðin hafa heppnast vel. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöðunni þegar ljóst varð að Philae hafði lent. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×