Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks, heur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við liðið, en þetta kemur fram á heimasíðu Blika.
„Ástæður þess að Finnur Orri spilar ekki með okkur næsta sumar eru fyrst og fremst knattspyrnulegar,“ segir í fréttinni á heimasíðu Kópavogsliðsins.
Finnur Orri hefur átt í viðræðum við stórlið FH og KR undanfarna daga, en bæði hafa mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir.
Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall hefur Finnur Orri spilað með Breiðabliki undanfarin sjö tímabil, en hann kom inn í liðið 17 ára gamall 2008.
Hann á að baki 163 leiki fyrir Breiðablik í efstu deild og í bikar, en hann var í Íslandsmeistaraliði Blika 2010.
