Aðstoðarmaður ráðherra segist ekki hafa logið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. október 2014 13:14 Jóhannes segir ummæli sín hafi verið byggð á upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Vísir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, hafnar því að hafa logið þegar hann sagði að hríðskotabyssur sem ríkislögreglustjóri hefur fengið hafi verið gjöf frá Norðmönnum. Upplýsingafulltrúi norska hersins hefur hinsvegar staðfest að um viðskipti hafi verið að ræða. Byssurnar hafi kostað 11,2 milljónir króna, eða um 46 þúsund krónur stykkið. „Það er rétt að árétta að ég hef engu logið um þetta vélbyssumál, þó ýmsir vilji nú halda því fram. Að ljúga er að greina vísvitandi rangt frá,“ skrifar aðstoðarmaðurinn á Facebook en hann hefur verið harðlega gagnrýndir í kjölfar upplýsinga sem RÚV hafði eftir norska hernum í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu hann á netinu í gær. Jóhannes segir að allt sem hann hafi sagt um málið hafi verið byggt á þeim upplýsingum sem ráðuneytið hafi fengið frá ríkislögreglustjóra. Þá segir hann þær hafi verið staðfestar með yfirlýsingum embættisins í fjölmiðlum síðustu daga. Málið er þó langt í frá skýrt. Í morgun sagði Dag Aamoth, ofursti og upplýsingafulltrúi norska hersins, í samtali við fréttastofu RÚV að erfitt væri fyrir herinn að láta bókhaldið stemma öðruvísi en greiðsla færi fram. „Verðið fyrir þessar 250 byssur var 625 þúsund norskar krónur,“ sagði hann. Viðskiptin áttu sér stað á milli hersins og íslensku Landhelgisgæslunnar, ekki lögreglunnar. Alþingi Tengdar fréttir Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. 22. október 2014 19:20 Landhelgisgæslan keypti hríðskotabyssurnar Upplýsingafulltrúi norska hersins segir að Landhelgisgæslan hafi keypt byssurnar. 23. október 2014 18:21 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12 Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53 Léttvægar hríðskotabyssur Ég hef miklar áhyggjur af okkur Íslendingum þessa dagana. Fólk virðist ekki hafa neinn skilning á nauðsyn valdstjórnarinnar til þess að vopnavæðast. 23. október 2014 07:00 Lögreglan ætlar ekki að borga fyrir vopnin Samkvæmt kaupsamningi Landhelgisgæslunnar og norska hersins átti að greiða jafnvirði 11,5 milljóna króna fyrir 250 hríðskotabyssur. Ríkislögreglustjóri á von á að fá 150 byssur án endurgjalds. Gæslan segist ekki hafa greitt fyrir byssurnar. 24. október 2014 07:00 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 MP5 sögð öruggari en skammbyssa Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær. 23. október 2014 07:00 Segja að aldrei hafi farið fram neinar greiðslur fyrir byssurnar Landhelgisgæslan hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að fram kom í fjölmiðlum í dag að hún hefði í raun keypt 250 byssur frá Norðmönnum. 23. október 2014 21:10 „Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur“ "Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 22. október 2014 10:34 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, hafnar því að hafa logið þegar hann sagði að hríðskotabyssur sem ríkislögreglustjóri hefur fengið hafi verið gjöf frá Norðmönnum. Upplýsingafulltrúi norska hersins hefur hinsvegar staðfest að um viðskipti hafi verið að ræða. Byssurnar hafi kostað 11,2 milljónir króna, eða um 46 þúsund krónur stykkið. „Það er rétt að árétta að ég hef engu logið um þetta vélbyssumál, þó ýmsir vilji nú halda því fram. Að ljúga er að greina vísvitandi rangt frá,“ skrifar aðstoðarmaðurinn á Facebook en hann hefur verið harðlega gagnrýndir í kjölfar upplýsinga sem RÚV hafði eftir norska hernum í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu hann á netinu í gær. Jóhannes segir að allt sem hann hafi sagt um málið hafi verið byggt á þeim upplýsingum sem ráðuneytið hafi fengið frá ríkislögreglustjóra. Þá segir hann þær hafi verið staðfestar með yfirlýsingum embættisins í fjölmiðlum síðustu daga. Málið er þó langt í frá skýrt. Í morgun sagði Dag Aamoth, ofursti og upplýsingafulltrúi norska hersins, í samtali við fréttastofu RÚV að erfitt væri fyrir herinn að láta bókhaldið stemma öðruvísi en greiðsla færi fram. „Verðið fyrir þessar 250 byssur var 625 þúsund norskar krónur,“ sagði hann. Viðskiptin áttu sér stað á milli hersins og íslensku Landhelgisgæslunnar, ekki lögreglunnar.
Alþingi Tengdar fréttir Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. 22. október 2014 19:20 Landhelgisgæslan keypti hríðskotabyssurnar Upplýsingafulltrúi norska hersins segir að Landhelgisgæslan hafi keypt byssurnar. 23. október 2014 18:21 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12 Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53 Léttvægar hríðskotabyssur Ég hef miklar áhyggjur af okkur Íslendingum þessa dagana. Fólk virðist ekki hafa neinn skilning á nauðsyn valdstjórnarinnar til þess að vopnavæðast. 23. október 2014 07:00 Lögreglan ætlar ekki að borga fyrir vopnin Samkvæmt kaupsamningi Landhelgisgæslunnar og norska hersins átti að greiða jafnvirði 11,5 milljóna króna fyrir 250 hríðskotabyssur. Ríkislögreglustjóri á von á að fá 150 byssur án endurgjalds. Gæslan segist ekki hafa greitt fyrir byssurnar. 24. október 2014 07:00 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 MP5 sögð öruggari en skammbyssa Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær. 23. október 2014 07:00 Segja að aldrei hafi farið fram neinar greiðslur fyrir byssurnar Landhelgisgæslan hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að fram kom í fjölmiðlum í dag að hún hefði í raun keypt 250 byssur frá Norðmönnum. 23. október 2014 21:10 „Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur“ "Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 22. október 2014 10:34 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. 22. október 2014 19:20
Landhelgisgæslan keypti hríðskotabyssurnar Upplýsingafulltrúi norska hersins segir að Landhelgisgæslan hafi keypt byssurnar. 23. október 2014 18:21
Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10
Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12
Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53
Léttvægar hríðskotabyssur Ég hef miklar áhyggjur af okkur Íslendingum þessa dagana. Fólk virðist ekki hafa neinn skilning á nauðsyn valdstjórnarinnar til þess að vopnavæðast. 23. október 2014 07:00
Lögreglan ætlar ekki að borga fyrir vopnin Samkvæmt kaupsamningi Landhelgisgæslunnar og norska hersins átti að greiða jafnvirði 11,5 milljóna króna fyrir 250 hríðskotabyssur. Ríkislögreglustjóri á von á að fá 150 byssur án endurgjalds. Gæslan segist ekki hafa greitt fyrir byssurnar. 24. október 2014 07:00
Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07
Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00
MP5 sögð öruggari en skammbyssa Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær. 23. október 2014 07:00
Segja að aldrei hafi farið fram neinar greiðslur fyrir byssurnar Landhelgisgæslan hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að fram kom í fjölmiðlum í dag að hún hefði í raun keypt 250 byssur frá Norðmönnum. 23. október 2014 21:10
„Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur“ "Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 22. október 2014 10:34