Innlent

Landhelgisgæslan keypti hríðskotabyssurnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.
Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.
Samkvæmt upplýsingafulltrúa norska hersins keypti Landhelgisgæslan 250 MP5 hríðskotabyssur af hernum í lok síðasta árs. Það eru hundrað fleiri byssur en talað hefur verið um hingað til. Byssurnar kostuðu 11,5 milljónir króna. RÚV greinir frá.

Samningur vegna kaupanna var undirritaður 17. desember í fyrra en upplýsingafulltrúinn vill ekki tjá sig frekar um málið. Hann segir ekkert um þá fullyrðingu stjórnvalda sem komið hefur fram að byssurnar hafi fengist gefins frá norska hernum.


Tengdar fréttir

Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum

Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu.

Aukið við vopnabúnað lögreglunnar

Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu.

Stefnubreyting ef vopna á lögregluna

Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að ákveða að hafa vopn í öllum lögreglubílum.

Byssubrand(ar)ar ríkisstjórnarinnar

Meðlimir ríkisstjórnarinnar og dyggir stuðningsmenn vilja gera lítið úr umræðunni um vélbyssuvæðingu lögreglunnar með gamansemina að vopni.

MP5 sögð öruggari en skammbyssa

Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.