Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. október 2014 19:20 Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. Mikil umræða hefur skapast um afhendingu norska hersins á 150 MP5 hríðskotabyssum til ríkislögreglustjóra.Þetta er það sem við vitum um málið:1. Um er að ræða 150 MP5 hríðskotabyssur.2. Byssurnar voru gjöf frá norska hernum.3. Norska lögreglan vildi byssurnar og fékk ekki.4. Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu skotvopnanna.5. Engin umræða fór fram á Alþingi um byssurnar og engum reglum var breytt eftir afhendingu þeirra.6. Engin opinberlega birt reglugerð er til um umgengni lögreglunnar við þessar byssur. Til eru reglur frá 1999 sem ríkislögreglustjóri hefur stuðst við en þær hafa ekki verið birtar.7. Það er mat lögreglustjóra í hvert og eitt sinn hvort beita eigi skotvopnum sem eru í læstum hólfum í lögreglubílum. Útgáfan sem íslenska lögreglan fékk frá Norðmönnum notar 9mm skot en það er sama stærð og notuð er í skammbyssur lögreglunnar. Þær eru af gerðinni Glock 17 og eru til staðar á lögreglustöðvum víða um landið nú þegar. Það hefur sætt nokkurri gagnrýni að svo mikið magn skotvopna af þessari gerð hafi verið afhent ríkislögreglustjóra án nokkurrar umræðu á vettvangi löggjafans. Sérstaklega í ljósi þess að hörð pólitísk umræða skapaðist á Alþingi fyrir nokkrum árum hvort almennir lögreglumenn ættu að bera rafbyssur sem verða að telja lítilfjörleg tæki í samanburði. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinar segir það með ólíkindum að þessi skotvopn frá norska hernum hafi verið afhent án þess að settar hafi verið sérstakar reglur um vopnin og án þess að málið hafi verið rætt í þinginu.Ekki einkamál lögreglunnar „Það er ekki eðlilegt að einstakir yfirmenn í lögreglunni taki ákvörðun um hversu aðgengileg skotvopn eru fyrir almenna lögreglumenn vegna þess að sú ákvörðun hefur áhrif á mjög margt. Eins og öryggi þessara lögreglumanna, og við hverju búast afbrotamenn ef abrotamenn ganga að því sem vísu að það séu skotvopn í lögreglubílum, hvaða áhrif mun það hafa á atferli afbrotamanna? Og hvernig munu þeir hegða sér þegar lögreglubíll kemur aðvífandi, og svo framvegis?,“ segir Árni Páll. „Lögreglan treystir sér alltaf og finnst hún sjálf vera traustsins verð, en það er Alþingi að setja réttan ramma í kringum það. Það er héðan sem hið lýðræðislega umboð kemur og það er hér þar sem þarf að afmarka hversu langt ríkið má ganga í nokkrum sköpuðum hlut. Þetta er á okkar ábyrgð, ekki lögreglunnar, í sjálfu sér þegar allt kemur til alls,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Hún segir það umhugsunarefni að almenningur hefði aldrei verið upplýstur um MP5 hríðskotabyssur lögreglunnar ef frétt hefði ekki birst um málið.Þetta er varla einkamál lögreglunnar, endurnýjun á hríðskotabyssum? „Nei, það er stóra málið. Við þingmenn og almenningur lesum um þessa stefnubreytingu, að lögreglan hafi fengið að gjöf hundruð hríðskotabyssa og ætlunin sé að vera með þær í lokuðum geymslum hjá almennum lögreglumönnum. Þetta er stefnubreyting sem þarf að ræða og það er umhugsunarefni að ef þessi frétt hefði ekki birst í gær þá hefði þingið og almenningur í landinu ekki verið upplýst um þetta,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra né Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi ráðherra dómsmála urðu við ósk fréttastofu um viðtal í dag vegna málsins. Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. Mikil umræða hefur skapast um afhendingu norska hersins á 150 MP5 hríðskotabyssum til ríkislögreglustjóra.Þetta er það sem við vitum um málið:1. Um er að ræða 150 MP5 hríðskotabyssur.2. Byssurnar voru gjöf frá norska hernum.3. Norska lögreglan vildi byssurnar og fékk ekki.4. Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu skotvopnanna.5. Engin umræða fór fram á Alþingi um byssurnar og engum reglum var breytt eftir afhendingu þeirra.6. Engin opinberlega birt reglugerð er til um umgengni lögreglunnar við þessar byssur. Til eru reglur frá 1999 sem ríkislögreglustjóri hefur stuðst við en þær hafa ekki verið birtar.7. Það er mat lögreglustjóra í hvert og eitt sinn hvort beita eigi skotvopnum sem eru í læstum hólfum í lögreglubílum. Útgáfan sem íslenska lögreglan fékk frá Norðmönnum notar 9mm skot en það er sama stærð og notuð er í skammbyssur lögreglunnar. Þær eru af gerðinni Glock 17 og eru til staðar á lögreglustöðvum víða um landið nú þegar. Það hefur sætt nokkurri gagnrýni að svo mikið magn skotvopna af þessari gerð hafi verið afhent ríkislögreglustjóra án nokkurrar umræðu á vettvangi löggjafans. Sérstaklega í ljósi þess að hörð pólitísk umræða skapaðist á Alþingi fyrir nokkrum árum hvort almennir lögreglumenn ættu að bera rafbyssur sem verða að telja lítilfjörleg tæki í samanburði. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinar segir það með ólíkindum að þessi skotvopn frá norska hernum hafi verið afhent án þess að settar hafi verið sérstakar reglur um vopnin og án þess að málið hafi verið rætt í þinginu.Ekki einkamál lögreglunnar „Það er ekki eðlilegt að einstakir yfirmenn í lögreglunni taki ákvörðun um hversu aðgengileg skotvopn eru fyrir almenna lögreglumenn vegna þess að sú ákvörðun hefur áhrif á mjög margt. Eins og öryggi þessara lögreglumanna, og við hverju búast afbrotamenn ef abrotamenn ganga að því sem vísu að það séu skotvopn í lögreglubílum, hvaða áhrif mun það hafa á atferli afbrotamanna? Og hvernig munu þeir hegða sér þegar lögreglubíll kemur aðvífandi, og svo framvegis?,“ segir Árni Páll. „Lögreglan treystir sér alltaf og finnst hún sjálf vera traustsins verð, en það er Alþingi að setja réttan ramma í kringum það. Það er héðan sem hið lýðræðislega umboð kemur og það er hér þar sem þarf að afmarka hversu langt ríkið má ganga í nokkrum sköpuðum hlut. Þetta er á okkar ábyrgð, ekki lögreglunnar, í sjálfu sér þegar allt kemur til alls,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Hún segir það umhugsunarefni að almenningur hefði aldrei verið upplýstur um MP5 hríðskotabyssur lögreglunnar ef frétt hefði ekki birst um málið.Þetta er varla einkamál lögreglunnar, endurnýjun á hríðskotabyssum? „Nei, það er stóra málið. Við þingmenn og almenningur lesum um þessa stefnubreytingu, að lögreglan hafi fengið að gjöf hundruð hríðskotabyssa og ætlunin sé að vera með þær í lokuðum geymslum hjá almennum lögreglumönnum. Þetta er stefnubreyting sem þarf að ræða og það er umhugsunarefni að ef þessi frétt hefði ekki birst í gær þá hefði þingið og almenningur í landinu ekki verið upplýst um þetta,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra né Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi ráðherra dómsmála urðu við ósk fréttastofu um viðtal í dag vegna málsins.
Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32
Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10
Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07
Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00