Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. október 2014 19:20 Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. Mikil umræða hefur skapast um afhendingu norska hersins á 150 MP5 hríðskotabyssum til ríkislögreglustjóra.Þetta er það sem við vitum um málið:1. Um er að ræða 150 MP5 hríðskotabyssur.2. Byssurnar voru gjöf frá norska hernum.3. Norska lögreglan vildi byssurnar og fékk ekki.4. Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu skotvopnanna.5. Engin umræða fór fram á Alþingi um byssurnar og engum reglum var breytt eftir afhendingu þeirra.6. Engin opinberlega birt reglugerð er til um umgengni lögreglunnar við þessar byssur. Til eru reglur frá 1999 sem ríkislögreglustjóri hefur stuðst við en þær hafa ekki verið birtar.7. Það er mat lögreglustjóra í hvert og eitt sinn hvort beita eigi skotvopnum sem eru í læstum hólfum í lögreglubílum. Útgáfan sem íslenska lögreglan fékk frá Norðmönnum notar 9mm skot en það er sama stærð og notuð er í skammbyssur lögreglunnar. Þær eru af gerðinni Glock 17 og eru til staðar á lögreglustöðvum víða um landið nú þegar. Það hefur sætt nokkurri gagnrýni að svo mikið magn skotvopna af þessari gerð hafi verið afhent ríkislögreglustjóra án nokkurrar umræðu á vettvangi löggjafans. Sérstaklega í ljósi þess að hörð pólitísk umræða skapaðist á Alþingi fyrir nokkrum árum hvort almennir lögreglumenn ættu að bera rafbyssur sem verða að telja lítilfjörleg tæki í samanburði. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinar segir það með ólíkindum að þessi skotvopn frá norska hernum hafi verið afhent án þess að settar hafi verið sérstakar reglur um vopnin og án þess að málið hafi verið rætt í þinginu.Ekki einkamál lögreglunnar „Það er ekki eðlilegt að einstakir yfirmenn í lögreglunni taki ákvörðun um hversu aðgengileg skotvopn eru fyrir almenna lögreglumenn vegna þess að sú ákvörðun hefur áhrif á mjög margt. Eins og öryggi þessara lögreglumanna, og við hverju búast afbrotamenn ef abrotamenn ganga að því sem vísu að það séu skotvopn í lögreglubílum, hvaða áhrif mun það hafa á atferli afbrotamanna? Og hvernig munu þeir hegða sér þegar lögreglubíll kemur aðvífandi, og svo framvegis?,“ segir Árni Páll. „Lögreglan treystir sér alltaf og finnst hún sjálf vera traustsins verð, en það er Alþingi að setja réttan ramma í kringum það. Það er héðan sem hið lýðræðislega umboð kemur og það er hér þar sem þarf að afmarka hversu langt ríkið má ganga í nokkrum sköpuðum hlut. Þetta er á okkar ábyrgð, ekki lögreglunnar, í sjálfu sér þegar allt kemur til alls,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Hún segir það umhugsunarefni að almenningur hefði aldrei verið upplýstur um MP5 hríðskotabyssur lögreglunnar ef frétt hefði ekki birst um málið.Þetta er varla einkamál lögreglunnar, endurnýjun á hríðskotabyssum? „Nei, það er stóra málið. Við þingmenn og almenningur lesum um þessa stefnubreytingu, að lögreglan hafi fengið að gjöf hundruð hríðskotabyssa og ætlunin sé að vera með þær í lokuðum geymslum hjá almennum lögreglumönnum. Þetta er stefnubreyting sem þarf að ræða og það er umhugsunarefni að ef þessi frétt hefði ekki birst í gær þá hefði þingið og almenningur í landinu ekki verið upplýst um þetta,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra né Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi ráðherra dómsmála urðu við ósk fréttastofu um viðtal í dag vegna málsins. Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. Mikil umræða hefur skapast um afhendingu norska hersins á 150 MP5 hríðskotabyssum til ríkislögreglustjóra.Þetta er það sem við vitum um málið:1. Um er að ræða 150 MP5 hríðskotabyssur.2. Byssurnar voru gjöf frá norska hernum.3. Norska lögreglan vildi byssurnar og fékk ekki.4. Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu skotvopnanna.5. Engin umræða fór fram á Alþingi um byssurnar og engum reglum var breytt eftir afhendingu þeirra.6. Engin opinberlega birt reglugerð er til um umgengni lögreglunnar við þessar byssur. Til eru reglur frá 1999 sem ríkislögreglustjóri hefur stuðst við en þær hafa ekki verið birtar.7. Það er mat lögreglustjóra í hvert og eitt sinn hvort beita eigi skotvopnum sem eru í læstum hólfum í lögreglubílum. Útgáfan sem íslenska lögreglan fékk frá Norðmönnum notar 9mm skot en það er sama stærð og notuð er í skammbyssur lögreglunnar. Þær eru af gerðinni Glock 17 og eru til staðar á lögreglustöðvum víða um landið nú þegar. Það hefur sætt nokkurri gagnrýni að svo mikið magn skotvopna af þessari gerð hafi verið afhent ríkislögreglustjóra án nokkurrar umræðu á vettvangi löggjafans. Sérstaklega í ljósi þess að hörð pólitísk umræða skapaðist á Alþingi fyrir nokkrum árum hvort almennir lögreglumenn ættu að bera rafbyssur sem verða að telja lítilfjörleg tæki í samanburði. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinar segir það með ólíkindum að þessi skotvopn frá norska hernum hafi verið afhent án þess að settar hafi verið sérstakar reglur um vopnin og án þess að málið hafi verið rætt í þinginu.Ekki einkamál lögreglunnar „Það er ekki eðlilegt að einstakir yfirmenn í lögreglunni taki ákvörðun um hversu aðgengileg skotvopn eru fyrir almenna lögreglumenn vegna þess að sú ákvörðun hefur áhrif á mjög margt. Eins og öryggi þessara lögreglumanna, og við hverju búast afbrotamenn ef abrotamenn ganga að því sem vísu að það séu skotvopn í lögreglubílum, hvaða áhrif mun það hafa á atferli afbrotamanna? Og hvernig munu þeir hegða sér þegar lögreglubíll kemur aðvífandi, og svo framvegis?,“ segir Árni Páll. „Lögreglan treystir sér alltaf og finnst hún sjálf vera traustsins verð, en það er Alþingi að setja réttan ramma í kringum það. Það er héðan sem hið lýðræðislega umboð kemur og það er hér þar sem þarf að afmarka hversu langt ríkið má ganga í nokkrum sköpuðum hlut. Þetta er á okkar ábyrgð, ekki lögreglunnar, í sjálfu sér þegar allt kemur til alls,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Hún segir það umhugsunarefni að almenningur hefði aldrei verið upplýstur um MP5 hríðskotabyssur lögreglunnar ef frétt hefði ekki birst um málið.Þetta er varla einkamál lögreglunnar, endurnýjun á hríðskotabyssum? „Nei, það er stóra málið. Við þingmenn og almenningur lesum um þessa stefnubreytingu, að lögreglan hafi fengið að gjöf hundruð hríðskotabyssa og ætlunin sé að vera með þær í lokuðum geymslum hjá almennum lögreglumönnum. Þetta er stefnubreyting sem þarf að ræða og það er umhugsunarefni að ef þessi frétt hefði ekki birst í gær þá hefði þingið og almenningur í landinu ekki verið upplýst um þetta,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra né Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi ráðherra dómsmála urðu við ósk fréttastofu um viðtal í dag vegna málsins.
Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32
Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10
Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07
Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00