Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2014 19:07 Norska lögreglan gaf þeirri íslensku 150 hríðskotabyssur á síðasta ári sem ætlaðar eru til nota almennu lögreglunnar og leysa af hólmi vopn sem sum eru allt frá því á stríðsárunum. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir það undir einstökum lögreglustjórum hvort vopnin séu höfð í lögreglubílum en þau séu það ekki á höfuðborgarsvæðinu.DV greinir frá því í dag að lögreglan hafi keypt 200 MP5 vélbyssur og nokkuð magn af Glock skammbyssum og til standi að þessi vopn verði í öllum lögreglubílum landsins. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir þetta ekki rétt. „Það stendur ekki til og það er háð ákvörðun lögreglustjóranna sjálfra hvort þeir telji þörf á því,“ segir Jón.Hvað eru þetta margar byssur og hvaðan koma þær og þurfti lögreglan að greiða mikið fyrir þær?„Nei, það vildi svo til að við fengum þær frá Noregi sem gjöf. Það hitti þannig á að viðkomandi aðilar voru að afleggja notkun á þessari tegund af vopnum og skipta yfir í aðra tegund,“ segir Jón. Norðmenn hafi gefið íslensku lögreglunni 150 hríðskotabyssur og hafi 35 þeirra verið teknar í notkun við þjálfun. Það sé því ekki rétt að lögregla hafi notað viðbótarfjármagn til uppbyggingar lögreglunnar í kaup á vopnum. Síðast hafi verið keyptar skammbyssur árið 2012 og enginn vilji til að lögreglumenn verði almennt vopanðir.Megum við búast við því t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu að lögregla hafi þessi vopn í bílunum?„Nú er rétt að taka fram að lögreglan hefur alla tíð haft aðgang að vopnum. Þau hafa hins vegar að jafnaði verið staðsett á lögreglustöðvum. Þau hafa í raun alltaf verið til þess að lögreglan geti vopnast þegar um það er að ræða að þörf er á umfangsmiklu öryggisgæsluverkefni, t.d eins og á NATO fundinum 2002. Og eins til þess að geta vopnast þegar um byssumál er að ræða. Það er ekki forsvaranlegt að senda óvopnaða lögreglumenn á móti mönnum vopnuðum skotvopnum,“ segir Jón. Enginn vilji sé hins vegar til að lögreglumenn verði almennt vopnaðir. „Nú er það alveg skýr stefna og vilji yfirmanna lögreglu og lögreglumanna að lögreglan gangi ekki um vopnuð dagsdaglega. Það eru engar raddir um að hún ætti að gera það,“ segir Jón. Vegna fjarlægða séu skammbyssur í lögreglubílum sumstaðar á landsbyggðinni og þá í læstum hólfum og ekki megi grípa til þeirra nema með leyfi yfirmanna. „Sérsveitin er náttúrlega búin að vera með vopn í útkallsbílunum allt frá árinu 1992. En það eru nokkur ár síðan nokkur lögreglulið úti á landi færðu skammbyssur af lögreglustöðvum út í bíla. Þá er það sérstaklega þar sem vegalengdir eru miklar en það eru ekki öll lögreglulið,“ segir Jón og þannig sé það ekki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Sigmundur á Facebook: „Sumir ættu að venja sig af því að skjóta fyrst og spyrja svo“ Forsætisráðherra sagður gera lítið úr umræðu um nýjar hríðskotabyssur lögreglu með ummælum á Facebook. 21. október 2014 19:07 Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12 Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53 Stefnubreyting ef vopna á lögregluna Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að ákveða að hafa vopn í öllum lögreglubílum. 21. október 2014 12:52 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjá meira
Norska lögreglan gaf þeirri íslensku 150 hríðskotabyssur á síðasta ári sem ætlaðar eru til nota almennu lögreglunnar og leysa af hólmi vopn sem sum eru allt frá því á stríðsárunum. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir það undir einstökum lögreglustjórum hvort vopnin séu höfð í lögreglubílum en þau séu það ekki á höfuðborgarsvæðinu.DV greinir frá því í dag að lögreglan hafi keypt 200 MP5 vélbyssur og nokkuð magn af Glock skammbyssum og til standi að þessi vopn verði í öllum lögreglubílum landsins. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir þetta ekki rétt. „Það stendur ekki til og það er háð ákvörðun lögreglustjóranna sjálfra hvort þeir telji þörf á því,“ segir Jón.Hvað eru þetta margar byssur og hvaðan koma þær og þurfti lögreglan að greiða mikið fyrir þær?„Nei, það vildi svo til að við fengum þær frá Noregi sem gjöf. Það hitti þannig á að viðkomandi aðilar voru að afleggja notkun á þessari tegund af vopnum og skipta yfir í aðra tegund,“ segir Jón. Norðmenn hafi gefið íslensku lögreglunni 150 hríðskotabyssur og hafi 35 þeirra verið teknar í notkun við þjálfun. Það sé því ekki rétt að lögregla hafi notað viðbótarfjármagn til uppbyggingar lögreglunnar í kaup á vopnum. Síðast hafi verið keyptar skammbyssur árið 2012 og enginn vilji til að lögreglumenn verði almennt vopanðir.Megum við búast við því t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu að lögregla hafi þessi vopn í bílunum?„Nú er rétt að taka fram að lögreglan hefur alla tíð haft aðgang að vopnum. Þau hafa hins vegar að jafnaði verið staðsett á lögreglustöðvum. Þau hafa í raun alltaf verið til þess að lögreglan geti vopnast þegar um það er að ræða að þörf er á umfangsmiklu öryggisgæsluverkefni, t.d eins og á NATO fundinum 2002. Og eins til þess að geta vopnast þegar um byssumál er að ræða. Það er ekki forsvaranlegt að senda óvopnaða lögreglumenn á móti mönnum vopnuðum skotvopnum,“ segir Jón. Enginn vilji sé hins vegar til að lögreglumenn verði almennt vopnaðir. „Nú er það alveg skýr stefna og vilji yfirmanna lögreglu og lögreglumanna að lögreglan gangi ekki um vopnuð dagsdaglega. Það eru engar raddir um að hún ætti að gera það,“ segir Jón. Vegna fjarlægða séu skammbyssur í lögreglubílum sumstaðar á landsbyggðinni og þá í læstum hólfum og ekki megi grípa til þeirra nema með leyfi yfirmanna. „Sérsveitin er náttúrlega búin að vera með vopn í útkallsbílunum allt frá árinu 1992. En það eru nokkur ár síðan nokkur lögreglulið úti á landi færðu skammbyssur af lögreglustöðvum út í bíla. Þá er það sérstaklega þar sem vegalengdir eru miklar en það eru ekki öll lögreglulið,“ segir Jón og þannig sé það ekki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Sigmundur á Facebook: „Sumir ættu að venja sig af því að skjóta fyrst og spyrja svo“ Forsætisráðherra sagður gera lítið úr umræðu um nýjar hríðskotabyssur lögreglu með ummælum á Facebook. 21. október 2014 19:07 Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12 Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53 Stefnubreyting ef vopna á lögregluna Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að ákveða að hafa vopn í öllum lögreglubílum. 21. október 2014 12:52 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjá meira
Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32
Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10
Sigmundur á Facebook: „Sumir ættu að venja sig af því að skjóta fyrst og spyrja svo“ Forsætisráðherra sagður gera lítið úr umræðu um nýjar hríðskotabyssur lögreglu með ummælum á Facebook. 21. október 2014 19:07
Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki verið að eyða peningum í skotvopn. 21. október 2014 15:12
Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar Ekki þarf að bera undir ráðherra eða alþingi hvort hríðskotabyssur séu geymdar í lögreglubílum. 21. október 2014 14:53
Stefnubreyting ef vopna á lögregluna Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að ákveða að hafa vopn í öllum lögreglubílum. 21. október 2014 12:52