„Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. október 2014 10:34 Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Eins og komið hefur fram fékk embætti ríkislögreglustjóra 150 MP5 hríðskotabyssur afhentar frá Norðmönnum án þess að nokkur umræða hafi farið fram um það í þinginu og án þess að sett hafi verið reglugerð af dómsmálaráðherra um umgengni við skotvopnin. Vopnin fóru til lögregluembættanna og er það ákvörðun lögreglustjóra í umrætt sinn hvort beita eigi vopnunum. Þá hefur nokkrum lögreglubílum verið breytt til að koma fyrir sérstöku læstu hólfi fyrir skotvopnin. Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði í Kastljósi í gær að landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um að íslenska lögreglan fékk vopninn frá Norðmönnum.Norski herinn afhenti vopnin „Eina sem ég get sagt er að við eigum ekki kjarnorkuvopn. Við munum ekki tjá okkur um vopn Landhelgisgæslunnar nema að fyrirskipan ráðherra eða samkvæmt úrskurði um upplýsingamál,“ segir Georg Lárusson. Kjarninn greindi frá því í morgun að það hafi verið norski herinn sem afhenti vopnin en ekki norska lögreglan. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang frá því í júlí síðastliðnum var jafnframt greint frá því að norska lögreglan hafi vitað af MP5 byssunum á lager hjá norska hernum og óskað eftir þeim, en ekki fengið.Jón Bjartmarz fullyrðir að Landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um afhendingu þessara MP5 riffla. Hvernig gekk það fyrir sig? „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þessi vopn sem lögreglan hefur undir höndum eru til komin en ég get kynnt mér það. Á þessari stundu hef ég ekki nægar upplýsingar til að segja þér neitt um málið. Við erum í miklu og nánu samstarfi við lögregluna. Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur eða eign okkar. Það er útilokað að starfsmenn hafi afhent lögreglunni byssurnar án minnar vitneskju,“ segir Georg. Svo virðist sem Jón Bjartmarz hafi verið áhugasamur um aukið aðgengi lögreglumanna að skotvopnum um nokkra hríð. Hinn 4. desember 2012 sagði hann tímabært að ræða þann möguleika að lögreglumenn ættu aðgang að vopnum í lögreglubílum, líkt og er í Noregi. Þessi ummæli lét hann falla á fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
„Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Eins og komið hefur fram fékk embætti ríkislögreglustjóra 150 MP5 hríðskotabyssur afhentar frá Norðmönnum án þess að nokkur umræða hafi farið fram um það í þinginu og án þess að sett hafi verið reglugerð af dómsmálaráðherra um umgengni við skotvopnin. Vopnin fóru til lögregluembættanna og er það ákvörðun lögreglustjóra í umrætt sinn hvort beita eigi vopnunum. Þá hefur nokkrum lögreglubílum verið breytt til að koma fyrir sérstöku læstu hólfi fyrir skotvopnin. Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði í Kastljósi í gær að landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um að íslenska lögreglan fékk vopninn frá Norðmönnum.Norski herinn afhenti vopnin „Eina sem ég get sagt er að við eigum ekki kjarnorkuvopn. Við munum ekki tjá okkur um vopn Landhelgisgæslunnar nema að fyrirskipan ráðherra eða samkvæmt úrskurði um upplýsingamál,“ segir Georg Lárusson. Kjarninn greindi frá því í morgun að það hafi verið norski herinn sem afhenti vopnin en ekki norska lögreglan. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang frá því í júlí síðastliðnum var jafnframt greint frá því að norska lögreglan hafi vitað af MP5 byssunum á lager hjá norska hernum og óskað eftir þeim, en ekki fengið.Jón Bjartmarz fullyrðir að Landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um afhendingu þessara MP5 riffla. Hvernig gekk það fyrir sig? „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þessi vopn sem lögreglan hefur undir höndum eru til komin en ég get kynnt mér það. Á þessari stundu hef ég ekki nægar upplýsingar til að segja þér neitt um málið. Við erum í miklu og nánu samstarfi við lögregluna. Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur eða eign okkar. Það er útilokað að starfsmenn hafi afhent lögreglunni byssurnar án minnar vitneskju,“ segir Georg. Svo virðist sem Jón Bjartmarz hafi verið áhugasamur um aukið aðgengi lögreglumanna að skotvopnum um nokkra hríð. Hinn 4. desember 2012 sagði hann tímabært að ræða þann möguleika að lögreglumenn ættu aðgang að vopnum í lögreglubílum, líkt og er í Noregi. Þessi ummæli lét hann falla á fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál.
Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32
Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10
Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07
Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00