„Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. október 2014 10:34 Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Eins og komið hefur fram fékk embætti ríkislögreglustjóra 150 MP5 hríðskotabyssur afhentar frá Norðmönnum án þess að nokkur umræða hafi farið fram um það í þinginu og án þess að sett hafi verið reglugerð af dómsmálaráðherra um umgengni við skotvopnin. Vopnin fóru til lögregluembættanna og er það ákvörðun lögreglustjóra í umrætt sinn hvort beita eigi vopnunum. Þá hefur nokkrum lögreglubílum verið breytt til að koma fyrir sérstöku læstu hólfi fyrir skotvopnin. Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði í Kastljósi í gær að landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um að íslenska lögreglan fékk vopninn frá Norðmönnum.Norski herinn afhenti vopnin „Eina sem ég get sagt er að við eigum ekki kjarnorkuvopn. Við munum ekki tjá okkur um vopn Landhelgisgæslunnar nema að fyrirskipan ráðherra eða samkvæmt úrskurði um upplýsingamál,“ segir Georg Lárusson. Kjarninn greindi frá því í morgun að það hafi verið norski herinn sem afhenti vopnin en ekki norska lögreglan. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang frá því í júlí síðastliðnum var jafnframt greint frá því að norska lögreglan hafi vitað af MP5 byssunum á lager hjá norska hernum og óskað eftir þeim, en ekki fengið.Jón Bjartmarz fullyrðir að Landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um afhendingu þessara MP5 riffla. Hvernig gekk það fyrir sig? „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þessi vopn sem lögreglan hefur undir höndum eru til komin en ég get kynnt mér það. Á þessari stundu hef ég ekki nægar upplýsingar til að segja þér neitt um málið. Við erum í miklu og nánu samstarfi við lögregluna. Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur eða eign okkar. Það er útilokað að starfsmenn hafi afhent lögreglunni byssurnar án minnar vitneskju,“ segir Georg. Svo virðist sem Jón Bjartmarz hafi verið áhugasamur um aukið aðgengi lögreglumanna að skotvopnum um nokkra hríð. Hinn 4. desember 2012 sagði hann tímabært að ræða þann möguleika að lögreglumenn ættu aðgang að vopnum í lögreglubílum, líkt og er í Noregi. Þessi ummæli lét hann falla á fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
„Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Eins og komið hefur fram fékk embætti ríkislögreglustjóra 150 MP5 hríðskotabyssur afhentar frá Norðmönnum án þess að nokkur umræða hafi farið fram um það í þinginu og án þess að sett hafi verið reglugerð af dómsmálaráðherra um umgengni við skotvopnin. Vopnin fóru til lögregluembættanna og er það ákvörðun lögreglustjóra í umrætt sinn hvort beita eigi vopnunum. Þá hefur nokkrum lögreglubílum verið breytt til að koma fyrir sérstöku læstu hólfi fyrir skotvopnin. Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði í Kastljósi í gær að landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um að íslenska lögreglan fékk vopninn frá Norðmönnum.Norski herinn afhenti vopnin „Eina sem ég get sagt er að við eigum ekki kjarnorkuvopn. Við munum ekki tjá okkur um vopn Landhelgisgæslunnar nema að fyrirskipan ráðherra eða samkvæmt úrskurði um upplýsingamál,“ segir Georg Lárusson. Kjarninn greindi frá því í morgun að það hafi verið norski herinn sem afhenti vopnin en ekki norska lögreglan. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang frá því í júlí síðastliðnum var jafnframt greint frá því að norska lögreglan hafi vitað af MP5 byssunum á lager hjá norska hernum og óskað eftir þeim, en ekki fengið.Jón Bjartmarz fullyrðir að Landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um afhendingu þessara MP5 riffla. Hvernig gekk það fyrir sig? „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þessi vopn sem lögreglan hefur undir höndum eru til komin en ég get kynnt mér það. Á þessari stundu hef ég ekki nægar upplýsingar til að segja þér neitt um málið. Við erum í miklu og nánu samstarfi við lögregluna. Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur eða eign okkar. Það er útilokað að starfsmenn hafi afhent lögreglunni byssurnar án minnar vitneskju,“ segir Georg. Svo virðist sem Jón Bjartmarz hafi verið áhugasamur um aukið aðgengi lögreglumanna að skotvopnum um nokkra hríð. Hinn 4. desember 2012 sagði hann tímabært að ræða þann möguleika að lögreglumenn ættu aðgang að vopnum í lögreglubílum, líkt og er í Noregi. Þessi ummæli lét hann falla á fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál.
Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32
Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10
Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07
Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00