Lögreglan ætlar ekki að borga fyrir vopnin Haraldur Guðmundsson skrifar 24. október 2014 07:00 Samningur um kaupin var undirritaður 17. desember í fyrra. Vísir/GVA Landhelgisgæslan segist ekki hafa greitt fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi stofnuninni í desember í fyrra og gerir ekki ráð fyrir að svo verði. Embættis- og ráðamenn hafa fullyrt að byssurnar hafi verið gjöf til Embættis ríkislögreglustjóra þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi undirritað kaupsamning um að kaupa byssurnar fyrir jafnvirði 11,5 milljóna króna. „Ekki hafa farið fram greiðslur vegna umrædds búnaðar né hefur verið eftir þeim leitað og hefur Landhelgisgæslan ekki haft ástæðu til að ætla að öðruvísi verði farið með þetta mál en önnur samstarfsmál á þessum vettvangi,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningu Embættis ríkislögreglustjóra um málið segir að starfsmenn þess hafi fyrst heyrt af umræddum samningi síðastliðinn miðvikudag. Aldrei hafi staðið til að kaupa vopnin og að ekki standi til að taka við þeim fari svo að lögreglan þurfi að bera af því kostnað. Dag Rist Aamoth, upplýsingafulltrúi norska hersins, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að kaupsamningur hefði verið gerður. Aamoth segir byssurnar hafa verið fluttar með tómum skothylkjum hingað til lands stuttu eftir áramót. „Hið eina sem ég get staðfest er að þetta er upphæðin sem talað var um í samningnum,“ segir Aamoth. Landhelgisgæslan greiddi 625 þúsund norskar krónur, jafnvirði 11,5 milljóna íslenskra króna, fyrir byssurnar. Hver byssa kostaði því 46 þúsund krónur sem er samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nálægt meðalverði fyrir notaðar MP5-byssur. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra kemur fram að embættið búist við að fá 150 byssur. Samningurinn hljóðar, eins og áður segir, upp á 250 byssur. „Vopnin eru hjá Landhelgisgæslunni og hefur ríkislögreglustjóri hvorki tekið við þeim né samþykkt kaup á þeim.“ Dag Rist Aamoth sagðist ekki hafa upplýsingar um hversu gamlar byssurnar eru eða hvernig þær voru fluttar hingað til lands. Hann sagði skotvopn ekki hafa fylgt með í kaupunum en vildi ekki gefa upp hver hefði skrifað undir samninginn fyrir hönd Landhelgisgæslunnar. Ekki náðist í Jón F. Bjartmarz eða Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Landhelgisgæslan segist ekki hafa greitt fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi stofnuninni í desember í fyrra og gerir ekki ráð fyrir að svo verði. Embættis- og ráðamenn hafa fullyrt að byssurnar hafi verið gjöf til Embættis ríkislögreglustjóra þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi undirritað kaupsamning um að kaupa byssurnar fyrir jafnvirði 11,5 milljóna króna. „Ekki hafa farið fram greiðslur vegna umrædds búnaðar né hefur verið eftir þeim leitað og hefur Landhelgisgæslan ekki haft ástæðu til að ætla að öðruvísi verði farið með þetta mál en önnur samstarfsmál á þessum vettvangi,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningu Embættis ríkislögreglustjóra um málið segir að starfsmenn þess hafi fyrst heyrt af umræddum samningi síðastliðinn miðvikudag. Aldrei hafi staðið til að kaupa vopnin og að ekki standi til að taka við þeim fari svo að lögreglan þurfi að bera af því kostnað. Dag Rist Aamoth, upplýsingafulltrúi norska hersins, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að kaupsamningur hefði verið gerður. Aamoth segir byssurnar hafa verið fluttar með tómum skothylkjum hingað til lands stuttu eftir áramót. „Hið eina sem ég get staðfest er að þetta er upphæðin sem talað var um í samningnum,“ segir Aamoth. Landhelgisgæslan greiddi 625 þúsund norskar krónur, jafnvirði 11,5 milljóna íslenskra króna, fyrir byssurnar. Hver byssa kostaði því 46 þúsund krónur sem er samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nálægt meðalverði fyrir notaðar MP5-byssur. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra kemur fram að embættið búist við að fá 150 byssur. Samningurinn hljóðar, eins og áður segir, upp á 250 byssur. „Vopnin eru hjá Landhelgisgæslunni og hefur ríkislögreglustjóri hvorki tekið við þeim né samþykkt kaup á þeim.“ Dag Rist Aamoth sagðist ekki hafa upplýsingar um hversu gamlar byssurnar eru eða hvernig þær voru fluttar hingað til lands. Hann sagði skotvopn ekki hafa fylgt með í kaupunum en vildi ekki gefa upp hver hefði skrifað undir samninginn fyrir hönd Landhelgisgæslunnar. Ekki náðist í Jón F. Bjartmarz eða Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira