MP5 sögð öruggari en skammbyssa Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 23. október 2014 07:00 Lögreglumenn landsins hafa verið sendir á námskeið til að læra að fara með MP5-byssur. Fréttablaðið/Pjetur Öll lögregluembættin á landinu hafa sent lögregluþjóna sína á námskeið í notkun MP5-hríðskotabyssa. Námskeiðin hófust á æfingasvæði lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli í september og þeim lauk um miðjan október. Hvert námskeið stóð í tvo daga. Eins og komið hefur fram í fréttum gáfu Norðmenn lögreglunni 150 MP5-hríðskotabyssur sem eru enn sem komið er í umsjá Embættis ríkislögreglustjóra. Í framtíðinni er ætlunin að dreifa þeim til lögregluembætta landsins. Ekkert lögregluembættanna hefur þó enn sem komið er fengið byssurnar til afnota.Ásdís ármannsdóttir„Það hefur ekki verið tekin formleg ákvörðun um að fá MP5-hríðskotabyssur en í ljósi þess að MP5 er mun öruggara og betra vopn, komi til þess að beita þurfi skotvopnum, en Glock-skammbyssur þá er líkleg niðurstaða að embættið fari fram á að fá þær til afnota,“ segir Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Siglufirði, en hún er jafnframt æðsti yfirmaður lögreglunnar á Akureyri og Dalvík. Lögreglan í umdæmi lögreglustjórans á Akureyri er ekki með vopn í bílum sínum og Ásdís segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um að breyta því. „Nýir lögreglubílar munu þó verða útbúnir til slíks eftir því sem þeir verða endurnýjaðir,“ segir hún. Yfirmenn í lögreglunni sem Fréttablaðið hefur rætt við í Reykjavík, Húnavatnssýslum, Suðurnesjum, Árnessýslu og Borgarfirði segja að engin vopn sé að finna í lögreglubílum á vegum embætta þeirra. Ný umdæmaskipan lögreglustjóra og sýslumanna tekur gildi um áramót. Þá stækka lögregluembættin og þeim fækkar. „Þá er líklegt að menn setji ákveðnar reglur í hverju umdæmi um búnað bílanna og hvort vopn verði hluti af búnaðinum. Mér finnst líka líklegt að þegar nýir lögreglustjórar verða komnir til starfa verði tekin ákvörðun um hvort fengnar verði MP5-hríðskotabyssur eða ekki,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. Úlfar Lúðvíksson, sýslumaður á Vestfjörðum, hefur upplýst að lögreglan sé með vopn í bílum sínum en þar hefur ekki verið ákveðið hvort MP5 verði bætt í vopnasafnið. Á Austurlandi er lögreglan stundum með vopn í bílunum og stundum ekki, að sögn Jónasar Vilhelmssonar, yfirlögregluþjóns á Eskifirði.MP5 Byssurnar eru sagðar léttar og þægilegar í notkun.„Við eigum eftir að sjá hvort við höfum not fyrir MP5-byssur. Ákvörðun um það hefur ekki verið tekin,“ segir Jónas. „Því er haldið leyndu að lögreglan hafi eignast 150 nýjar byssur. Lögregla, utanríkisráðherra og innanríkisráðherra hefðu átt að senda frá sér tilkynningu og greina frá því að Norðmenn vilji gefa okkur vopn,“ segir Páll Valur Björnsson, starfandi formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Allsherjarnefnd kom saman á aukafundi í gær til að ræða vopnamál lögreglunnar. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn komu á fund nefndarinnar. Páll Björgvin segir að hefðu upplýsingarnar legið á borðinu frá upphafi hefðu menn getað rætt málið. „Hvers vegna þessi leyndarhyggja?“ spyr Páll Valur. Hann segir að það eina nýja sem hafi komið fram hafi verið aðkoma ráðherranna að málinu án þess að það kæmi fram í hverju hún væri fólgin. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og vildi fá að vita hvenær ráðherra hefði vitað af tilboði Norðmanna, og jafnframt vildi blaðið fá að vita hver aðkoma hennar hefði verið að málinu. Hanna Birna neitaði viðtali eins og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Lögreglan upplýsti að Landhelgisgæslan hefði haft milligöngu í málinu. Þar fást heldur ekki svör. „Landhelgisgæslan hafði að beiðni lögreglunnar, milligöngu um að útvega lögreglunni búnað frá Norðmönnum og var það gert í samráði við þar til bær norsk og íslensk yfirvöld,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.13 til 14 skot á sekúndu Heckler & Koch MP5 er þýsk hríðskotabyssa sem fyrst var tekin í notkun hjá þýska hernum árið 1966. Til eru um 30 tegundir af MP5-byssum, til dæmis MP5 A5, MP5 K, MP5 SD3 og MP5 A4, en upprunalega tegundin er MP5 A1. MP5 sem íslenska lögreglan hefur fengið að gjöf er lýst sem lítilli og léttri byssu sem hafi lítinn slagkraft. Lengdin á MP-byssum er frá 48 upp í 60 sentímetra, misjafnt eftir gerðum. Skotin sem oftast eru notuð í byssuna eru 9×19 mm og komast yfirleitt 15-30 slík í magasínin. Skothraðinn er 400 metrar á sekúndu, eða 13 til 14 skot á sekúndu. Óhlaðin vegur MP-byssa um 2,5 kíló. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Öll lögregluembættin á landinu hafa sent lögregluþjóna sína á námskeið í notkun MP5-hríðskotabyssa. Námskeiðin hófust á æfingasvæði lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli í september og þeim lauk um miðjan október. Hvert námskeið stóð í tvo daga. Eins og komið hefur fram í fréttum gáfu Norðmenn lögreglunni 150 MP5-hríðskotabyssur sem eru enn sem komið er í umsjá Embættis ríkislögreglustjóra. Í framtíðinni er ætlunin að dreifa þeim til lögregluembætta landsins. Ekkert lögregluembættanna hefur þó enn sem komið er fengið byssurnar til afnota.Ásdís ármannsdóttir„Það hefur ekki verið tekin formleg ákvörðun um að fá MP5-hríðskotabyssur en í ljósi þess að MP5 er mun öruggara og betra vopn, komi til þess að beita þurfi skotvopnum, en Glock-skammbyssur þá er líkleg niðurstaða að embættið fari fram á að fá þær til afnota,“ segir Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Siglufirði, en hún er jafnframt æðsti yfirmaður lögreglunnar á Akureyri og Dalvík. Lögreglan í umdæmi lögreglustjórans á Akureyri er ekki með vopn í bílum sínum og Ásdís segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um að breyta því. „Nýir lögreglubílar munu þó verða útbúnir til slíks eftir því sem þeir verða endurnýjaðir,“ segir hún. Yfirmenn í lögreglunni sem Fréttablaðið hefur rætt við í Reykjavík, Húnavatnssýslum, Suðurnesjum, Árnessýslu og Borgarfirði segja að engin vopn sé að finna í lögreglubílum á vegum embætta þeirra. Ný umdæmaskipan lögreglustjóra og sýslumanna tekur gildi um áramót. Þá stækka lögregluembættin og þeim fækkar. „Þá er líklegt að menn setji ákveðnar reglur í hverju umdæmi um búnað bílanna og hvort vopn verði hluti af búnaðinum. Mér finnst líka líklegt að þegar nýir lögreglustjórar verða komnir til starfa verði tekin ákvörðun um hvort fengnar verði MP5-hríðskotabyssur eða ekki,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. Úlfar Lúðvíksson, sýslumaður á Vestfjörðum, hefur upplýst að lögreglan sé með vopn í bílum sínum en þar hefur ekki verið ákveðið hvort MP5 verði bætt í vopnasafnið. Á Austurlandi er lögreglan stundum með vopn í bílunum og stundum ekki, að sögn Jónasar Vilhelmssonar, yfirlögregluþjóns á Eskifirði.MP5 Byssurnar eru sagðar léttar og þægilegar í notkun.„Við eigum eftir að sjá hvort við höfum not fyrir MP5-byssur. Ákvörðun um það hefur ekki verið tekin,“ segir Jónas. „Því er haldið leyndu að lögreglan hafi eignast 150 nýjar byssur. Lögregla, utanríkisráðherra og innanríkisráðherra hefðu átt að senda frá sér tilkynningu og greina frá því að Norðmenn vilji gefa okkur vopn,“ segir Páll Valur Björnsson, starfandi formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Allsherjarnefnd kom saman á aukafundi í gær til að ræða vopnamál lögreglunnar. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn komu á fund nefndarinnar. Páll Björgvin segir að hefðu upplýsingarnar legið á borðinu frá upphafi hefðu menn getað rætt málið. „Hvers vegna þessi leyndarhyggja?“ spyr Páll Valur. Hann segir að það eina nýja sem hafi komið fram hafi verið aðkoma ráðherranna að málinu án þess að það kæmi fram í hverju hún væri fólgin. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og vildi fá að vita hvenær ráðherra hefði vitað af tilboði Norðmanna, og jafnframt vildi blaðið fá að vita hver aðkoma hennar hefði verið að málinu. Hanna Birna neitaði viðtali eins og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Lögreglan upplýsti að Landhelgisgæslan hefði haft milligöngu í málinu. Þar fást heldur ekki svör. „Landhelgisgæslan hafði að beiðni lögreglunnar, milligöngu um að útvega lögreglunni búnað frá Norðmönnum og var það gert í samráði við þar til bær norsk og íslensk yfirvöld,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.13 til 14 skot á sekúndu Heckler & Koch MP5 er þýsk hríðskotabyssa sem fyrst var tekin í notkun hjá þýska hernum árið 1966. Til eru um 30 tegundir af MP5-byssum, til dæmis MP5 A5, MP5 K, MP5 SD3 og MP5 A4, en upprunalega tegundin er MP5 A1. MP5 sem íslenska lögreglan hefur fengið að gjöf er lýst sem lítilli og léttri byssu sem hafi lítinn slagkraft. Lengdin á MP-byssum er frá 48 upp í 60 sentímetra, misjafnt eftir gerðum. Skotin sem oftast eru notuð í byssuna eru 9×19 mm og komast yfirleitt 15-30 slík í magasínin. Skothraðinn er 400 metrar á sekúndu, eða 13 til 14 skot á sekúndu. Óhlaðin vegur MP-byssa um 2,5 kíló.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira