Kristinn: Við erum KR - ekki Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2014 19:13 Bjarni, Kristinn og Guðmundur. Vísir/Vilhelm Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, hefur fulla trú á því að Bjarni Guðjónsson sé rétti maðurinn til að taka við keflinu af Rúnari Kristinssyni. Rúnar hætti á dögunum sem þjálfari KR eftir fjögur og hálft ár í starfi þar sem hann skilaði samtals fimm stórum titlum í vesturbæinn. Bjarni var í dag ráðinn þjálfari liðsins aðeins rúmu ári eftir að hann lagði skóna á hilluna, þá sem laikmaður KR. Í sumar starfaði hann sem þjálfari Fram sem féll úr Pepsi-deild karla. „Það er alltaf pressa á öllum þeim sem koma og starfa fyrir KR. Þannig viljum við hafa það,“ sagði Kristinn í samtali við KR. „Við horfum bara á okkur. Við erum KR - ekki Fram, með fullri virðingu fyrir þeim.“ „Við þekkjum Bjarna enda var hann lengi hér sem leikmaður. Við vitum fyrir hvað hann stendur og treystum honum í verkið. Það eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfararáðningum KR og þannig er það sjálfsagt nú.“ Kristinn bendir á að Rúnar hafi verið óreyndur þjálfari þegar KR réði hann á sínum tíma. „Ég man þegar ég fékk símtal frá ákveðnum manni árið 2010. Þá var ég að keyra í Ártúnsbrekkunni og við vorum nýbúnir að tapa fyrir FH, 4-0, í bikarnum. Hann spurði mig hvort við værum kolruglaðir og hvort það hefðu ekki verið mistök að láta Rúnar fá starfið. En hann hefur ekki hringt síðan.“ Guðmundur var síðast aðalþjálfari Breiðabliks eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ólafs Kristjánssonar í nokkur ár. „Ég trúi því að bæði Bjarni og Guðmundur hafi fengið góða reynslu í sumar þegar þeir stigu inn á stóra sviðið. Það er svo okkar sem höldum þessu batteríi gangandi að styðja við þá í þeirra störfum og það ætlum við að gera.“ Í dag var einnig gengið frá ráðningu Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem tekur við 2. flokki karla auk þess að vera þeim Bjarna og Guðmundi innan handar. „Það sem heillar okkur við Óskar er að hann hefur mjög sterkar skoðanir og er fylginn sér. Ég held að hann eigi eftir að koma með góðar víddir inn í samstarf þeirra Bjarna og Guðmundar. Við erum mjög spenntir fyrir því að fá hann.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, hefur fulla trú á því að Bjarni Guðjónsson sé rétti maðurinn til að taka við keflinu af Rúnari Kristinssyni. Rúnar hætti á dögunum sem þjálfari KR eftir fjögur og hálft ár í starfi þar sem hann skilaði samtals fimm stórum titlum í vesturbæinn. Bjarni var í dag ráðinn þjálfari liðsins aðeins rúmu ári eftir að hann lagði skóna á hilluna, þá sem laikmaður KR. Í sumar starfaði hann sem þjálfari Fram sem féll úr Pepsi-deild karla. „Það er alltaf pressa á öllum þeim sem koma og starfa fyrir KR. Þannig viljum við hafa það,“ sagði Kristinn í samtali við KR. „Við horfum bara á okkur. Við erum KR - ekki Fram, með fullri virðingu fyrir þeim.“ „Við þekkjum Bjarna enda var hann lengi hér sem leikmaður. Við vitum fyrir hvað hann stendur og treystum honum í verkið. Það eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfararáðningum KR og þannig er það sjálfsagt nú.“ Kristinn bendir á að Rúnar hafi verið óreyndur þjálfari þegar KR réði hann á sínum tíma. „Ég man þegar ég fékk símtal frá ákveðnum manni árið 2010. Þá var ég að keyra í Ártúnsbrekkunni og við vorum nýbúnir að tapa fyrir FH, 4-0, í bikarnum. Hann spurði mig hvort við værum kolruglaðir og hvort það hefðu ekki verið mistök að láta Rúnar fá starfið. En hann hefur ekki hringt síðan.“ Guðmundur var síðast aðalþjálfari Breiðabliks eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ólafs Kristjánssonar í nokkur ár. „Ég trúi því að bæði Bjarni og Guðmundur hafi fengið góða reynslu í sumar þegar þeir stigu inn á stóra sviðið. Það er svo okkar sem höldum þessu batteríi gangandi að styðja við þá í þeirra störfum og það ætlum við að gera.“ Í dag var einnig gengið frá ráðningu Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem tekur við 2. flokki karla auk þess að vera þeim Bjarna og Guðmundi innan handar. „Það sem heillar okkur við Óskar er að hann hefur mjög sterkar skoðanir og er fylginn sér. Ég held að hann eigi eftir að koma með góðar víddir inn í samstarf þeirra Bjarna og Guðmundar. Við erum mjög spenntir fyrir því að fá hann.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15
Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17