Kristinn: Við erum KR - ekki Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2014 19:13 Bjarni, Kristinn og Guðmundur. Vísir/Vilhelm Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, hefur fulla trú á því að Bjarni Guðjónsson sé rétti maðurinn til að taka við keflinu af Rúnari Kristinssyni. Rúnar hætti á dögunum sem þjálfari KR eftir fjögur og hálft ár í starfi þar sem hann skilaði samtals fimm stórum titlum í vesturbæinn. Bjarni var í dag ráðinn þjálfari liðsins aðeins rúmu ári eftir að hann lagði skóna á hilluna, þá sem laikmaður KR. Í sumar starfaði hann sem þjálfari Fram sem féll úr Pepsi-deild karla. „Það er alltaf pressa á öllum þeim sem koma og starfa fyrir KR. Þannig viljum við hafa það,“ sagði Kristinn í samtali við KR. „Við horfum bara á okkur. Við erum KR - ekki Fram, með fullri virðingu fyrir þeim.“ „Við þekkjum Bjarna enda var hann lengi hér sem leikmaður. Við vitum fyrir hvað hann stendur og treystum honum í verkið. Það eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfararáðningum KR og þannig er það sjálfsagt nú.“ Kristinn bendir á að Rúnar hafi verið óreyndur þjálfari þegar KR réði hann á sínum tíma. „Ég man þegar ég fékk símtal frá ákveðnum manni árið 2010. Þá var ég að keyra í Ártúnsbrekkunni og við vorum nýbúnir að tapa fyrir FH, 4-0, í bikarnum. Hann spurði mig hvort við værum kolruglaðir og hvort það hefðu ekki verið mistök að láta Rúnar fá starfið. En hann hefur ekki hringt síðan.“ Guðmundur var síðast aðalþjálfari Breiðabliks eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ólafs Kristjánssonar í nokkur ár. „Ég trúi því að bæði Bjarni og Guðmundur hafi fengið góða reynslu í sumar þegar þeir stigu inn á stóra sviðið. Það er svo okkar sem höldum þessu batteríi gangandi að styðja við þá í þeirra störfum og það ætlum við að gera.“ Í dag var einnig gengið frá ráðningu Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem tekur við 2. flokki karla auk þess að vera þeim Bjarna og Guðmundi innan handar. „Það sem heillar okkur við Óskar er að hann hefur mjög sterkar skoðanir og er fylginn sér. Ég held að hann eigi eftir að koma með góðar víddir inn í samstarf þeirra Bjarna og Guðmundar. Við erum mjög spenntir fyrir því að fá hann.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, hefur fulla trú á því að Bjarni Guðjónsson sé rétti maðurinn til að taka við keflinu af Rúnari Kristinssyni. Rúnar hætti á dögunum sem þjálfari KR eftir fjögur og hálft ár í starfi þar sem hann skilaði samtals fimm stórum titlum í vesturbæinn. Bjarni var í dag ráðinn þjálfari liðsins aðeins rúmu ári eftir að hann lagði skóna á hilluna, þá sem laikmaður KR. Í sumar starfaði hann sem þjálfari Fram sem féll úr Pepsi-deild karla. „Það er alltaf pressa á öllum þeim sem koma og starfa fyrir KR. Þannig viljum við hafa það,“ sagði Kristinn í samtali við KR. „Við horfum bara á okkur. Við erum KR - ekki Fram, með fullri virðingu fyrir þeim.“ „Við þekkjum Bjarna enda var hann lengi hér sem leikmaður. Við vitum fyrir hvað hann stendur og treystum honum í verkið. Það eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfararáðningum KR og þannig er það sjálfsagt nú.“ Kristinn bendir á að Rúnar hafi verið óreyndur þjálfari þegar KR réði hann á sínum tíma. „Ég man þegar ég fékk símtal frá ákveðnum manni árið 2010. Þá var ég að keyra í Ártúnsbrekkunni og við vorum nýbúnir að tapa fyrir FH, 4-0, í bikarnum. Hann spurði mig hvort við værum kolruglaðir og hvort það hefðu ekki verið mistök að láta Rúnar fá starfið. En hann hefur ekki hringt síðan.“ Guðmundur var síðast aðalþjálfari Breiðabliks eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ólafs Kristjánssonar í nokkur ár. „Ég trúi því að bæði Bjarni og Guðmundur hafi fengið góða reynslu í sumar þegar þeir stigu inn á stóra sviðið. Það er svo okkar sem höldum þessu batteríi gangandi að styðja við þá í þeirra störfum og það ætlum við að gera.“ Í dag var einnig gengið frá ráðningu Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem tekur við 2. flokki karla auk þess að vera þeim Bjarna og Guðmundi innan handar. „Það sem heillar okkur við Óskar er að hann hefur mjög sterkar skoðanir og er fylginn sér. Ég held að hann eigi eftir að koma með góðar víddir inn í samstarf þeirra Bjarna og Guðmundar. Við erum mjög spenntir fyrir því að fá hann.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15
Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17