Vikan á Vísi: Fermetrar Árna, Hundagröf og Krummi í Mínus 12. október 2014 07:00 Hér má sjá myndir sem tengdust fréttum vikunnar. Óútskýrðir fermetrar í húsi Árna Johnsen í Breiðholti, hundagröf á Akureyri, málaferli ríkisins gegn Krumma í Mínus og flugvél Loftleiða sem var breytt í lúxusvél var meðal þess sem vakti athygli lesenda Vísis í liðinni viku. Auk þess vakti gæslan í kringum Kristinn Jakobsson og aðstoðardómara leiks FH og Stjörnunnar mikla athygli, en ákveðið var að halda þeim inni í herbergi í tvær klukkustundir eftir leik, til að gæta öryggi þeirra.Árni Johnsen og óútskýrðir fermetrar í húsi hans vöktu athygli.Fermetrarnir hans Árna Auglýsing Fasteignamarkaðarsins, sem fer með sölu húss Árna Johnsen, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli í vikunni. Í henni kemur fram að hús Árna sé í raun um 100 fermetrum stærra en kemur fram á fasteignamati, „þar sem hluta neðri hæðar hússins er ekki getið,“ eins og segir í auglýsingunni. Árni Johnsen sagðist ekkert vita um málið og sagðist ekki fylgjast með svona hlutum. „Ég veit ekkert um þetta. Mér skilst að þetta sé algengt,“ var svar hans þegar hann var spurður um hvort þetta stangaðist ekki á við lög.Ármann og hundagröfin hans vöktu athygli.Heilbrigðiseftirlitið og hundagröfin Á sunnudaginn birtist viðtal á Vísi við Ármann Örn Sigursteinsson sem var ósáttur við heilrigðisteftirlit Norðurlands, eftir að honum var sagt að grafa upp hundinn sinn og fjarlægja leiði hans, tveimur vikum eftir að hann gróf hann í jörð í garðinum hjá sér. „Hundurinn minn varð fyrir bíl fyrir tveimur vikum síðan, beint fyrir framan nefið á mér. Þetta var lítill chihuahua hundur sem ég hef átt í fjögur og hálft ár,“ útskýrði Ármann þá og sagði frá því að hann væri barnlaus en sagðist hafa elskað hundinn eins og barnið sitt. Á mánudeginum sagði svo fulltrúi heilbrigðiseftirlitsins að Ármann þyrfti ekki að grafa hundinn upp, nema að aðrir íbúar í fjölbýlishúsinu sem hann býr í, krefðust þess. Fulltrúinn sagði að ekki sé gert ráð fyrir því að fólk grafi dýrin sín í eigin görðum. Hann sagðist þó meðvitaður um að smærri dýr, eins og hamstrar, kettir og jafnvel smáhundar, eins og hundur Ármanns, séu grafnir í húsagörðum. Hann sagðist hafa haft samband við Ármann eftir að hafa átt samtöl við nágranna hans. Nágrannarnir hafi sagt að ekki hafi verið haft samráð við þá áður en leiðinu var komið fyrir í garðinum. Ármann kannast þó ekki við að hafa fengið kvartanir frá nágrönnum sínum.Aðalmeðferð í máli Krumma fór fram í vikunni.Aðalmeðferð í máli Krumma Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Oddi Hrafni Stefáni Björgvinssyni, betur þekktum sem Krumma í Mínus, fór fram í Héraðsdómi Reykjaness á mánudagsmorgun. Söngvarinn er ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni en honum er gert að sök að hafa sparkað í hægri fót lögreglumanns aðfaranótt 12. júní 2013 á heimili Krumma að Snorrabraut. Krummi neitaði sök fyrir dómi. Lögreglumenn bönkuðu upp á hjá Krumma og báðu hann að lækka tónlist sem barst frá íbúð hans. Lögreglumenn kváðust svo hafa fundið kannabislykt innan úr íbúðinni. Krummi bauð lögreglumönnunum inn og sagði fyrir dómi að hann hefði ekkert haft að fela. Þegar lögreglumennirnir komu inn í íbúðina sagði Krummi þá hafa verið með yfirgang og meðal annars veist með dónaskap að vinkonu hans sem nú er kærasta hans. Þeir eru með leiðindatón og spyrja hana á ensku hvort hún sé að skemmta sér, „Are you having a good time?“ Þetta fór fyrir brjóstið á mér og við byrjum að rífast, ég og lögreglumennirnir,“ sagði Krummi fyrir dómi. Söngvarinn viðurkenndi að hafa verið dónalegur við lögreglumennina en sagðist ekki muna nákvæmlega hvað hann sagði. Hann kvaðst þó sjá eftir því hvernig hann lét og sagði að hann hefði átt að sýna lögreglunni virðingu. Aðspurður um ástand sitt um nóttina sagði Krummi að hann hefði verið búinn að drekka 3-4 bjóra og hefði ekki neytt neinna fíkniefna. Krummi sagðist ekki hafa sparkað í lögreglumann, eins og honum er gert að sök. Hann sagðist hafa beðið lögreglumennina að fara. „Áður en ég veit af er ég síðan bara kominn gólfið, þeir skella mér harkalega niður, tóku mjög fast á mér og handjárnuðu mig harkalega.“ Því næst var farið með hann upp á lögreglustöð þar sem hann gisti fangageymslu. Krummi sagðist fyrir dóma halda að lögreglumennirnir þrír hafi kokkað upp sögu um hann hafi sparkað í einn þeirra til þess að réttlæta handtökuna. Ekki liggur fyrir hvenær dómur verður kveðinn upp í máli söngvarans.Kristinn Jakobsson og Kassim Doumbia voru umtalaðir um helgina og fram eftir vikunni.Kristinn Jakobsson inni í herbergi í tvo tíma Úrslitaleikur FH og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla verður lengi í manna minnum fyrir margar sakir. Dómarar leiksins gleyma leiknum líklega seint, sérstaklega í ljósi þess að þeim var haldið í tvær klukkustundir inni í dómaraherberginu í Kaplakrika eftir leikinn. Ástandið var rosalegt eftir leikinn, við héldum dómaranum og aðstoðardómurunum í tvo tíma áður en við leyfðum þeim að yfirgefa Kaplakrika“, segir Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH í samtali við fréttastofu í vikunni. Halda þurfti aftur af Kassim Doumbia, leikmanni FH, eftir leikinn en hann var afar ósáttur við störf dómarans. Þá veittust áhorfendur að dómaratríóinu og brutu flagg annars aðstoðardómarans.Flugvél Loftleiða er nú orðin lúxusvél.Þota Flugleiða verður að lúxusþotu Búrfelli, Boeing 757-200 flugvél Loftleiða, hefur verið breytt úr 183 sæta farþegarvél yfir í 50 sæta lúxusflugvél með sér innfluttum ítölskum sætum sem hægt er að breyta í rúm. Vélin lagði á þriðjudaginn síðastliðinn af stað frá Miami upp í þriggja vikna heimsreisu þar sem komið verður við á átta áfrangastöðum áður en vélin lendir í New York þann 31. október. Flugið er í dýrari kantinum þar sem hver farmiði kostar um 12,5 milljónir króna eða samanlagt um 625 milljónir miðað við 50 farþega. Vélin er leigð til bandarísku ferðaskrifstofunnar Abercrombie and Kent og er löngu uppselt í ferðina. Þetta er ekki fyrsta verkefni Loftleiða þessarar tegundar en félagið hefur tekið að sér slík lúxusverkefni síðustu 12 árin, en aldrei jafn glæsileg og umrætt verkefni. Vísir birti myndasyrpu, þar sem breytingarnar á vélinni sjást bersýnilega. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Óútskýrðir fermetrar í húsi Árna Johnsen í Breiðholti, hundagröf á Akureyri, málaferli ríkisins gegn Krumma í Mínus og flugvél Loftleiða sem var breytt í lúxusvél var meðal þess sem vakti athygli lesenda Vísis í liðinni viku. Auk þess vakti gæslan í kringum Kristinn Jakobsson og aðstoðardómara leiks FH og Stjörnunnar mikla athygli, en ákveðið var að halda þeim inni í herbergi í tvær klukkustundir eftir leik, til að gæta öryggi þeirra.Árni Johnsen og óútskýrðir fermetrar í húsi hans vöktu athygli.Fermetrarnir hans Árna Auglýsing Fasteignamarkaðarsins, sem fer með sölu húss Árna Johnsen, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli í vikunni. Í henni kemur fram að hús Árna sé í raun um 100 fermetrum stærra en kemur fram á fasteignamati, „þar sem hluta neðri hæðar hússins er ekki getið,“ eins og segir í auglýsingunni. Árni Johnsen sagðist ekkert vita um málið og sagðist ekki fylgjast með svona hlutum. „Ég veit ekkert um þetta. Mér skilst að þetta sé algengt,“ var svar hans þegar hann var spurður um hvort þetta stangaðist ekki á við lög.Ármann og hundagröfin hans vöktu athygli.Heilbrigðiseftirlitið og hundagröfin Á sunnudaginn birtist viðtal á Vísi við Ármann Örn Sigursteinsson sem var ósáttur við heilrigðisteftirlit Norðurlands, eftir að honum var sagt að grafa upp hundinn sinn og fjarlægja leiði hans, tveimur vikum eftir að hann gróf hann í jörð í garðinum hjá sér. „Hundurinn minn varð fyrir bíl fyrir tveimur vikum síðan, beint fyrir framan nefið á mér. Þetta var lítill chihuahua hundur sem ég hef átt í fjögur og hálft ár,“ útskýrði Ármann þá og sagði frá því að hann væri barnlaus en sagðist hafa elskað hundinn eins og barnið sitt. Á mánudeginum sagði svo fulltrúi heilbrigðiseftirlitsins að Ármann þyrfti ekki að grafa hundinn upp, nema að aðrir íbúar í fjölbýlishúsinu sem hann býr í, krefðust þess. Fulltrúinn sagði að ekki sé gert ráð fyrir því að fólk grafi dýrin sín í eigin görðum. Hann sagðist þó meðvitaður um að smærri dýr, eins og hamstrar, kettir og jafnvel smáhundar, eins og hundur Ármanns, séu grafnir í húsagörðum. Hann sagðist hafa haft samband við Ármann eftir að hafa átt samtöl við nágranna hans. Nágrannarnir hafi sagt að ekki hafi verið haft samráð við þá áður en leiðinu var komið fyrir í garðinum. Ármann kannast þó ekki við að hafa fengið kvartanir frá nágrönnum sínum.Aðalmeðferð í máli Krumma fór fram í vikunni.Aðalmeðferð í máli Krumma Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Oddi Hrafni Stefáni Björgvinssyni, betur þekktum sem Krumma í Mínus, fór fram í Héraðsdómi Reykjaness á mánudagsmorgun. Söngvarinn er ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni en honum er gert að sök að hafa sparkað í hægri fót lögreglumanns aðfaranótt 12. júní 2013 á heimili Krumma að Snorrabraut. Krummi neitaði sök fyrir dómi. Lögreglumenn bönkuðu upp á hjá Krumma og báðu hann að lækka tónlist sem barst frá íbúð hans. Lögreglumenn kváðust svo hafa fundið kannabislykt innan úr íbúðinni. Krummi bauð lögreglumönnunum inn og sagði fyrir dómi að hann hefði ekkert haft að fela. Þegar lögreglumennirnir komu inn í íbúðina sagði Krummi þá hafa verið með yfirgang og meðal annars veist með dónaskap að vinkonu hans sem nú er kærasta hans. Þeir eru með leiðindatón og spyrja hana á ensku hvort hún sé að skemmta sér, „Are you having a good time?“ Þetta fór fyrir brjóstið á mér og við byrjum að rífast, ég og lögreglumennirnir,“ sagði Krummi fyrir dómi. Söngvarinn viðurkenndi að hafa verið dónalegur við lögreglumennina en sagðist ekki muna nákvæmlega hvað hann sagði. Hann kvaðst þó sjá eftir því hvernig hann lét og sagði að hann hefði átt að sýna lögreglunni virðingu. Aðspurður um ástand sitt um nóttina sagði Krummi að hann hefði verið búinn að drekka 3-4 bjóra og hefði ekki neytt neinna fíkniefna. Krummi sagðist ekki hafa sparkað í lögreglumann, eins og honum er gert að sök. Hann sagðist hafa beðið lögreglumennina að fara. „Áður en ég veit af er ég síðan bara kominn gólfið, þeir skella mér harkalega niður, tóku mjög fast á mér og handjárnuðu mig harkalega.“ Því næst var farið með hann upp á lögreglustöð þar sem hann gisti fangageymslu. Krummi sagðist fyrir dóma halda að lögreglumennirnir þrír hafi kokkað upp sögu um hann hafi sparkað í einn þeirra til þess að réttlæta handtökuna. Ekki liggur fyrir hvenær dómur verður kveðinn upp í máli söngvarans.Kristinn Jakobsson og Kassim Doumbia voru umtalaðir um helgina og fram eftir vikunni.Kristinn Jakobsson inni í herbergi í tvo tíma Úrslitaleikur FH og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla verður lengi í manna minnum fyrir margar sakir. Dómarar leiksins gleyma leiknum líklega seint, sérstaklega í ljósi þess að þeim var haldið í tvær klukkustundir inni í dómaraherberginu í Kaplakrika eftir leikinn. Ástandið var rosalegt eftir leikinn, við héldum dómaranum og aðstoðardómurunum í tvo tíma áður en við leyfðum þeim að yfirgefa Kaplakrika“, segir Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH í samtali við fréttastofu í vikunni. Halda þurfti aftur af Kassim Doumbia, leikmanni FH, eftir leikinn en hann var afar ósáttur við störf dómarans. Þá veittust áhorfendur að dómaratríóinu og brutu flagg annars aðstoðardómarans.Flugvél Loftleiða er nú orðin lúxusvél.Þota Flugleiða verður að lúxusþotu Búrfelli, Boeing 757-200 flugvél Loftleiða, hefur verið breytt úr 183 sæta farþegarvél yfir í 50 sæta lúxusflugvél með sér innfluttum ítölskum sætum sem hægt er að breyta í rúm. Vélin lagði á þriðjudaginn síðastliðinn af stað frá Miami upp í þriggja vikna heimsreisu þar sem komið verður við á átta áfrangastöðum áður en vélin lendir í New York þann 31. október. Flugið er í dýrari kantinum þar sem hver farmiði kostar um 12,5 milljónir króna eða samanlagt um 625 milljónir miðað við 50 farþega. Vélin er leigð til bandarísku ferðaskrifstofunnar Abercrombie and Kent og er löngu uppselt í ferðina. Þetta er ekki fyrsta verkefni Loftleiða þessarar tegundar en félagið hefur tekið að sér slík lúxusverkefni síðustu 12 árin, en aldrei jafn glæsileg og umrætt verkefni. Vísir birti myndasyrpu, þar sem breytingarnar á vélinni sjást bersýnilega.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira