Óútskýrðir 100 fermetrar í húsi Árna Johnsen: „Ég veit ekkert um þetta“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. október 2014 16:46 Árni Johnsen segist ekki vita um þessa auka 100 fermetra sem auglýstir eru í húsinu hans. „Ég veit ekkert um þetta, ég fylgist ekki með svona hlutum,“ segir Árni Johnsen, fyrrum Alþingismaður, um þá staðreynd að hús í hans eigu er skráð um 100 fermetrum minna en það er í raun og veru. Um er að ræða einbýlishús í eigu Árna sem er staðsett í Rituhólum í Breiðholti. Húsið er nú til sölu og í auglýsingu frá Fasteignamarkaðinum, sem sér um sölu hússins, segir: „Húsið er skv. Fasteignaskrá Íslands sagt vera um 350 fermetrar en er í raun um 100 fermetrum stærra þar sem hluta neðri hæðar hússins er ekki getið.“ Þegar blaðamaður hafði samband við Árna sagðist hann lítið vita um málið. Hann var spurður hvort þetta stangaðist ekki á við lög, að skrá eign minni en hún er í raun og veru. „Ég veit ekkert um þetta. Mér skilst að þetta sé algengt,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki vita hvaða hluti hússins væri ekki skráður hjá Fasteignaskrá Íslands.Hér má sjá húsið sem er til sölu.Sparað tugi þúsunda á ári Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða ósamþykkta íbúð á jarðhæð. Þar hefur sonur Árna búið. Íbúðin er 90 fermetrar að stærð, með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og baðherbergi. Í auglýsingu Fasteignamarkaðarins kemur fram að baðherbergið sé nýlega uppgert, bæði svefnherbergin parketlögð og mjög rúmgóð. Með því að vera með ósamþykkta íbúð, sem er ekki inni í fasteignamati hússins, gætu talsverðar fjárhæðir sparast. Til dæmis eru fasteignagjöld af 90 fermetra kjallaraíbúð í vesturbæ Reykjavíkur rúmlega 75 þúsund krónur á ári.Ekki mikið um þetta Ingibjörg Þórðardóttir er formaður Félags fasteignasala. Hún segir þetta almennt séð ekki algengt, að íbúðir eða hús séu skráð minni en þau eru í raun og veru. Það sé þó stundum í húsum þar sem eigninni hefur verið skipt upp í nokkrar íbúðareiningar. „Til dæmis ef við tækjum hús í Þingholtunum sem er í eigu sama einstaklingsins. Upphaflega var húsið skráð sem kannski þrjár íbúðir og þá var sameingarhlutinn ekki inni í þeim fermetrum sem tilheyra hverri íbúð. Þó svo að einn eigandi sé nú að öllu húsinu getur þessi hluti hússins sem er sameign verið utan fasteignamats,“ segir hún og bætir við: „Vissulega eru til fasteignir sem eru stærri en þær eru skráðar. En það er ekki mikið um þetta. Hún segir að sumir eigi ekki að komast upp með að borga ekki af hluta fasteigna sinna á meðan aðrir geri það. „Auðvitað eiga allir að sitja við sama borð,“ segir Ingibjörg og vísar til jafnræðisreglunnar í því samhengi. „Flestir borga samviskusamlega af sínum fasteignum, þó svo að þeir séu að borga af gluggalausu rými sem kannski nýtist illa, það eiga bara allir að vera jafnir hvað þetta varðar.“ Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
„Ég veit ekkert um þetta, ég fylgist ekki með svona hlutum,“ segir Árni Johnsen, fyrrum Alþingismaður, um þá staðreynd að hús í hans eigu er skráð um 100 fermetrum minna en það er í raun og veru. Um er að ræða einbýlishús í eigu Árna sem er staðsett í Rituhólum í Breiðholti. Húsið er nú til sölu og í auglýsingu frá Fasteignamarkaðinum, sem sér um sölu hússins, segir: „Húsið er skv. Fasteignaskrá Íslands sagt vera um 350 fermetrar en er í raun um 100 fermetrum stærra þar sem hluta neðri hæðar hússins er ekki getið.“ Þegar blaðamaður hafði samband við Árna sagðist hann lítið vita um málið. Hann var spurður hvort þetta stangaðist ekki á við lög, að skrá eign minni en hún er í raun og veru. „Ég veit ekkert um þetta. Mér skilst að þetta sé algengt,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki vita hvaða hluti hússins væri ekki skráður hjá Fasteignaskrá Íslands.Hér má sjá húsið sem er til sölu.Sparað tugi þúsunda á ári Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða ósamþykkta íbúð á jarðhæð. Þar hefur sonur Árna búið. Íbúðin er 90 fermetrar að stærð, með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og baðherbergi. Í auglýsingu Fasteignamarkaðarins kemur fram að baðherbergið sé nýlega uppgert, bæði svefnherbergin parketlögð og mjög rúmgóð. Með því að vera með ósamþykkta íbúð, sem er ekki inni í fasteignamati hússins, gætu talsverðar fjárhæðir sparast. Til dæmis eru fasteignagjöld af 90 fermetra kjallaraíbúð í vesturbæ Reykjavíkur rúmlega 75 þúsund krónur á ári.Ekki mikið um þetta Ingibjörg Þórðardóttir er formaður Félags fasteignasala. Hún segir þetta almennt séð ekki algengt, að íbúðir eða hús séu skráð minni en þau eru í raun og veru. Það sé þó stundum í húsum þar sem eigninni hefur verið skipt upp í nokkrar íbúðareiningar. „Til dæmis ef við tækjum hús í Þingholtunum sem er í eigu sama einstaklingsins. Upphaflega var húsið skráð sem kannski þrjár íbúðir og þá var sameingarhlutinn ekki inni í þeim fermetrum sem tilheyra hverri íbúð. Þó svo að einn eigandi sé nú að öllu húsinu getur þessi hluti hússins sem er sameign verið utan fasteignamats,“ segir hún og bætir við: „Vissulega eru til fasteignir sem eru stærri en þær eru skráðar. En það er ekki mikið um þetta. Hún segir að sumir eigi ekki að komast upp með að borga ekki af hluta fasteigna sinna á meðan aðrir geri það. „Auðvitað eiga allir að sitja við sama borð,“ segir Ingibjörg og vísar til jafnræðisreglunnar í því samhengi. „Flestir borga samviskusamlega af sínum fasteignum, þó svo að þeir séu að borga af gluggalausu rými sem kannski nýtist illa, það eiga bara allir að vera jafnir hvað þetta varðar.“
Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent