Óútskýrðir 100 fermetrar í húsi Árna Johnsen: „Ég veit ekkert um þetta“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. október 2014 16:46 Árni Johnsen segist ekki vita um þessa auka 100 fermetra sem auglýstir eru í húsinu hans. „Ég veit ekkert um þetta, ég fylgist ekki með svona hlutum,“ segir Árni Johnsen, fyrrum Alþingismaður, um þá staðreynd að hús í hans eigu er skráð um 100 fermetrum minna en það er í raun og veru. Um er að ræða einbýlishús í eigu Árna sem er staðsett í Rituhólum í Breiðholti. Húsið er nú til sölu og í auglýsingu frá Fasteignamarkaðinum, sem sér um sölu hússins, segir: „Húsið er skv. Fasteignaskrá Íslands sagt vera um 350 fermetrar en er í raun um 100 fermetrum stærra þar sem hluta neðri hæðar hússins er ekki getið.“ Þegar blaðamaður hafði samband við Árna sagðist hann lítið vita um málið. Hann var spurður hvort þetta stangaðist ekki á við lög, að skrá eign minni en hún er í raun og veru. „Ég veit ekkert um þetta. Mér skilst að þetta sé algengt,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki vita hvaða hluti hússins væri ekki skráður hjá Fasteignaskrá Íslands.Hér má sjá húsið sem er til sölu.Sparað tugi þúsunda á ári Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða ósamþykkta íbúð á jarðhæð. Þar hefur sonur Árna búið. Íbúðin er 90 fermetrar að stærð, með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og baðherbergi. Í auglýsingu Fasteignamarkaðarins kemur fram að baðherbergið sé nýlega uppgert, bæði svefnherbergin parketlögð og mjög rúmgóð. Með því að vera með ósamþykkta íbúð, sem er ekki inni í fasteignamati hússins, gætu talsverðar fjárhæðir sparast. Til dæmis eru fasteignagjöld af 90 fermetra kjallaraíbúð í vesturbæ Reykjavíkur rúmlega 75 þúsund krónur á ári.Ekki mikið um þetta Ingibjörg Þórðardóttir er formaður Félags fasteignasala. Hún segir þetta almennt séð ekki algengt, að íbúðir eða hús séu skráð minni en þau eru í raun og veru. Það sé þó stundum í húsum þar sem eigninni hefur verið skipt upp í nokkrar íbúðareiningar. „Til dæmis ef við tækjum hús í Þingholtunum sem er í eigu sama einstaklingsins. Upphaflega var húsið skráð sem kannski þrjár íbúðir og þá var sameingarhlutinn ekki inni í þeim fermetrum sem tilheyra hverri íbúð. Þó svo að einn eigandi sé nú að öllu húsinu getur þessi hluti hússins sem er sameign verið utan fasteignamats,“ segir hún og bætir við: „Vissulega eru til fasteignir sem eru stærri en þær eru skráðar. En það er ekki mikið um þetta. Hún segir að sumir eigi ekki að komast upp með að borga ekki af hluta fasteigna sinna á meðan aðrir geri það. „Auðvitað eiga allir að sitja við sama borð,“ segir Ingibjörg og vísar til jafnræðisreglunnar í því samhengi. „Flestir borga samviskusamlega af sínum fasteignum, þó svo að þeir séu að borga af gluggalausu rými sem kannski nýtist illa, það eiga bara allir að vera jafnir hvað þetta varðar.“ Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
„Ég veit ekkert um þetta, ég fylgist ekki með svona hlutum,“ segir Árni Johnsen, fyrrum Alþingismaður, um þá staðreynd að hús í hans eigu er skráð um 100 fermetrum minna en það er í raun og veru. Um er að ræða einbýlishús í eigu Árna sem er staðsett í Rituhólum í Breiðholti. Húsið er nú til sölu og í auglýsingu frá Fasteignamarkaðinum, sem sér um sölu hússins, segir: „Húsið er skv. Fasteignaskrá Íslands sagt vera um 350 fermetrar en er í raun um 100 fermetrum stærra þar sem hluta neðri hæðar hússins er ekki getið.“ Þegar blaðamaður hafði samband við Árna sagðist hann lítið vita um málið. Hann var spurður hvort þetta stangaðist ekki á við lög, að skrá eign minni en hún er í raun og veru. „Ég veit ekkert um þetta. Mér skilst að þetta sé algengt,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki vita hvaða hluti hússins væri ekki skráður hjá Fasteignaskrá Íslands.Hér má sjá húsið sem er til sölu.Sparað tugi þúsunda á ári Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða ósamþykkta íbúð á jarðhæð. Þar hefur sonur Árna búið. Íbúðin er 90 fermetrar að stærð, með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og baðherbergi. Í auglýsingu Fasteignamarkaðarins kemur fram að baðherbergið sé nýlega uppgert, bæði svefnherbergin parketlögð og mjög rúmgóð. Með því að vera með ósamþykkta íbúð, sem er ekki inni í fasteignamati hússins, gætu talsverðar fjárhæðir sparast. Til dæmis eru fasteignagjöld af 90 fermetra kjallaraíbúð í vesturbæ Reykjavíkur rúmlega 75 þúsund krónur á ári.Ekki mikið um þetta Ingibjörg Þórðardóttir er formaður Félags fasteignasala. Hún segir þetta almennt séð ekki algengt, að íbúðir eða hús séu skráð minni en þau eru í raun og veru. Það sé þó stundum í húsum þar sem eigninni hefur verið skipt upp í nokkrar íbúðareiningar. „Til dæmis ef við tækjum hús í Þingholtunum sem er í eigu sama einstaklingsins. Upphaflega var húsið skráð sem kannski þrjár íbúðir og þá var sameingarhlutinn ekki inni í þeim fermetrum sem tilheyra hverri íbúð. Þó svo að einn eigandi sé nú að öllu húsinu getur þessi hluti hússins sem er sameign verið utan fasteignamats,“ segir hún og bætir við: „Vissulega eru til fasteignir sem eru stærri en þær eru skráðar. En það er ekki mikið um þetta. Hún segir að sumir eigi ekki að komast upp með að borga ekki af hluta fasteigna sinna á meðan aðrir geri það. „Auðvitað eiga allir að sitja við sama borð,“ segir Ingibjörg og vísar til jafnræðisreglunnar í því samhengi. „Flestir borga samviskusamlega af sínum fasteignum, þó svo að þeir séu að borga af gluggalausu rými sem kannski nýtist illa, það eiga bara allir að vera jafnir hvað þetta varðar.“
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira