Óútskýrðir 100 fermetrar í húsi Árna Johnsen: „Ég veit ekkert um þetta“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. október 2014 16:46 Árni Johnsen segist ekki vita um þessa auka 100 fermetra sem auglýstir eru í húsinu hans. „Ég veit ekkert um þetta, ég fylgist ekki með svona hlutum,“ segir Árni Johnsen, fyrrum Alþingismaður, um þá staðreynd að hús í hans eigu er skráð um 100 fermetrum minna en það er í raun og veru. Um er að ræða einbýlishús í eigu Árna sem er staðsett í Rituhólum í Breiðholti. Húsið er nú til sölu og í auglýsingu frá Fasteignamarkaðinum, sem sér um sölu hússins, segir: „Húsið er skv. Fasteignaskrá Íslands sagt vera um 350 fermetrar en er í raun um 100 fermetrum stærra þar sem hluta neðri hæðar hússins er ekki getið.“ Þegar blaðamaður hafði samband við Árna sagðist hann lítið vita um málið. Hann var spurður hvort þetta stangaðist ekki á við lög, að skrá eign minni en hún er í raun og veru. „Ég veit ekkert um þetta. Mér skilst að þetta sé algengt,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki vita hvaða hluti hússins væri ekki skráður hjá Fasteignaskrá Íslands.Hér má sjá húsið sem er til sölu.Sparað tugi þúsunda á ári Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða ósamþykkta íbúð á jarðhæð. Þar hefur sonur Árna búið. Íbúðin er 90 fermetrar að stærð, með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og baðherbergi. Í auglýsingu Fasteignamarkaðarins kemur fram að baðherbergið sé nýlega uppgert, bæði svefnherbergin parketlögð og mjög rúmgóð. Með því að vera með ósamþykkta íbúð, sem er ekki inni í fasteignamati hússins, gætu talsverðar fjárhæðir sparast. Til dæmis eru fasteignagjöld af 90 fermetra kjallaraíbúð í vesturbæ Reykjavíkur rúmlega 75 þúsund krónur á ári.Ekki mikið um þetta Ingibjörg Þórðardóttir er formaður Félags fasteignasala. Hún segir þetta almennt séð ekki algengt, að íbúðir eða hús séu skráð minni en þau eru í raun og veru. Það sé þó stundum í húsum þar sem eigninni hefur verið skipt upp í nokkrar íbúðareiningar. „Til dæmis ef við tækjum hús í Þingholtunum sem er í eigu sama einstaklingsins. Upphaflega var húsið skráð sem kannski þrjár íbúðir og þá var sameingarhlutinn ekki inni í þeim fermetrum sem tilheyra hverri íbúð. Þó svo að einn eigandi sé nú að öllu húsinu getur þessi hluti hússins sem er sameign verið utan fasteignamats,“ segir hún og bætir við: „Vissulega eru til fasteignir sem eru stærri en þær eru skráðar. En það er ekki mikið um þetta. Hún segir að sumir eigi ekki að komast upp með að borga ekki af hluta fasteigna sinna á meðan aðrir geri það. „Auðvitað eiga allir að sitja við sama borð,“ segir Ingibjörg og vísar til jafnræðisreglunnar í því samhengi. „Flestir borga samviskusamlega af sínum fasteignum, þó svo að þeir séu að borga af gluggalausu rými sem kannski nýtist illa, það eiga bara allir að vera jafnir hvað þetta varðar.“ Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Ég veit ekkert um þetta, ég fylgist ekki með svona hlutum,“ segir Árni Johnsen, fyrrum Alþingismaður, um þá staðreynd að hús í hans eigu er skráð um 100 fermetrum minna en það er í raun og veru. Um er að ræða einbýlishús í eigu Árna sem er staðsett í Rituhólum í Breiðholti. Húsið er nú til sölu og í auglýsingu frá Fasteignamarkaðinum, sem sér um sölu hússins, segir: „Húsið er skv. Fasteignaskrá Íslands sagt vera um 350 fermetrar en er í raun um 100 fermetrum stærra þar sem hluta neðri hæðar hússins er ekki getið.“ Þegar blaðamaður hafði samband við Árna sagðist hann lítið vita um málið. Hann var spurður hvort þetta stangaðist ekki á við lög, að skrá eign minni en hún er í raun og veru. „Ég veit ekkert um þetta. Mér skilst að þetta sé algengt,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki vita hvaða hluti hússins væri ekki skráður hjá Fasteignaskrá Íslands.Hér má sjá húsið sem er til sölu.Sparað tugi þúsunda á ári Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða ósamþykkta íbúð á jarðhæð. Þar hefur sonur Árna búið. Íbúðin er 90 fermetrar að stærð, með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og baðherbergi. Í auglýsingu Fasteignamarkaðarins kemur fram að baðherbergið sé nýlega uppgert, bæði svefnherbergin parketlögð og mjög rúmgóð. Með því að vera með ósamþykkta íbúð, sem er ekki inni í fasteignamati hússins, gætu talsverðar fjárhæðir sparast. Til dæmis eru fasteignagjöld af 90 fermetra kjallaraíbúð í vesturbæ Reykjavíkur rúmlega 75 þúsund krónur á ári.Ekki mikið um þetta Ingibjörg Þórðardóttir er formaður Félags fasteignasala. Hún segir þetta almennt séð ekki algengt, að íbúðir eða hús séu skráð minni en þau eru í raun og veru. Það sé þó stundum í húsum þar sem eigninni hefur verið skipt upp í nokkrar íbúðareiningar. „Til dæmis ef við tækjum hús í Þingholtunum sem er í eigu sama einstaklingsins. Upphaflega var húsið skráð sem kannski þrjár íbúðir og þá var sameingarhlutinn ekki inni í þeim fermetrum sem tilheyra hverri íbúð. Þó svo að einn eigandi sé nú að öllu húsinu getur þessi hluti hússins sem er sameign verið utan fasteignamats,“ segir hún og bætir við: „Vissulega eru til fasteignir sem eru stærri en þær eru skráðar. En það er ekki mikið um þetta. Hún segir að sumir eigi ekki að komast upp með að borga ekki af hluta fasteigna sinna á meðan aðrir geri það. „Auðvitað eiga allir að sitja við sama borð,“ segir Ingibjörg og vísar til jafnræðisreglunnar í því samhengi. „Flestir borga samviskusamlega af sínum fasteignum, þó svo að þeir séu að borga af gluggalausu rými sem kannski nýtist illa, það eiga bara allir að vera jafnir hvað þetta varðar.“
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira