Krummi segir lögreglu hafa kokkað saman sögu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2014 14:47 Krummi er ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni en hann neitaði sök fyrir dómi í dag. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Oddi Hrafni Stefáni Björgvinssyni, betur þekktum sem Krumma í Mínus, fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Söngvarinn er ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni en honum er gert að sök að hafa sparkað í hægri fót lögreglumanns aðfaranótt 12. júní 2013 á heimili Krumma að Snorrabraut. Krummi neitaði sök fyrir dómi í dag. Málsatvik eru á þann veg að lögreglu barst kvörtun frá nágranna vegna hárrar tónlistar sem barst frá íbúð Krumma. Á vettvang komu þrír lögreglumenn, bönkuðu þeir upp á og kom húsráðandi til dyra. Tónlistin var þá enn hátt stillt og var Krummi beðinn um að lækka í henni. Lögreglumenn kváðust svo finna kannabislykt innan úr íbúðinni. Krummi bauð lögreglumönnunum þá inn þar sem hann hafði ekkert að fela, eins og hann sagði fyrir dómi í dag. Krummi bar fyrir dómi að þegar inn í íbúðina var komið hafi lögreglumennirnir verið dónalegir og með yfirgang. Þeir hafi meðal annars veist með dónaskap að vinkonu hans sem var með honum í íbúðinni en konan er í dag kærastan hans. „Þeir kíkja aðeins inn og eru að litast um,“ sagði Krummi aðspurður um málsatvik. „Þeir sjá að vinkona mín er þarna inni og um leið og þeir koma inn eru þeir ókurteisir. Þeir eru með leiðindatón og spyrja hana á ensku hvort hún sé að skemmta sér, „Are you having a good time?“ Þetta fór fyrir brjóstið á mér og við byrjum að rífast, ég og lögreglumennirnir.“Aðalmeðferðin fór fram í Héraðsdómi Reykjaness en ekki liggur fyrir hvenær dómur verður kveðinn upp.Viðurkenndi að hafa verið dónalegur og að hafa ýtt við lögreglumanni Krummi játaði að hafa verið dónalegur við lögreglumennina en sagðist ekki muna nákvæmlega eftir því hvað hann sagði. Hann kvaðst þó sjá eftir því hvernig hann lét og sagði að hann hefði átt að sýna lögreglunni virðingu. Aðspurður um ástand sitt um nóttina sagði Krummi að hann hefði verið búinn að drekka 3-4 bjóra og hefði ekki neytt neinna fíkniefna. „Ég missti stjórn á skapi mínu með því að vera að brúka munn,“ sagði Krummi. Hann neitaði því hins vegar að hafa sparkað í lögreglumann en viðurkenndi að hafa ýtt lauslega við honum með hendinni. „Mér fannst tími til kominn að þeir færu, þeir voru búnir að vera með dónaskap og yfirgang við mig og vinkonu mína þarna inni á mínu heimili. Áður en ég veit af er ég síðan bara kominn gólfið, þeir skella mér harkalega niður, tóku mjög fast á mér og handjárnuðu mig harkalega.“ Því næst var farið með hann upp á lögreglustöð þar sem hann gisti fangageymslu. Þegar sækjandi spurði Krumma hvers vegna hann héldi að þrír lögreglumenn segðu sömu söguna, það er að hann hefði sparkað í lögreglumann, ef hann hefði ekki gert það svaraði hann: „Þeir kokkuðu saman einhverja sögu af því þeir höfðu ekki næga ástæðu til að handtaka mig.“ Kærasta Krumma kom svo fyrir dóminn og bar vitni. Hún er sænsk og kvaðst því ekki hafa skilið allt sem fram fór á milli hans og lögreglumannanna. Hún skildi það þó að tónn lögreglumannanna var óskemmtilegur. Hún kvaðst hvorki hafa séð Krumma veitast að lögreglumönnunum með einhverjum hætti né sparka í einn þeirra.Lögreglumönnum bar saman um að Krummi hafi verið áberandi ölvaður þegar þá bar að garði heima hjá honum. Vísir/Anton BrinkKrummi var með ógnandi tilburði og upp og niður í skapinu Fjórir lögreglumenn voru kallaðir til sem vitni. Þrír þeirra komu á vettvang í útkallinu og einn þeirra yfirheyrði Krumma morguninn eftir handtökuna. Lögreglumönnunum bar saman um að Krummi hefði verið áberandi ölvaður þegar þá bar að garði heima hjá honum. Hann hafi verið mjög upp og niður í skapinu, æstur og rólegur á víxl. Hann hafi verið með ógnandi tilburði og „drullað yfir þá,“ eins og einn lögreglumannanna orðaði það. Orð Krumma beindust að mestu að lögreglumanninum sem hann á að hafa sparkað í. Beðinn um að lýsa atvikinu sagði lögreglumaðurinn Krumma hafa tekið aukaspyrnu í hnéð á sér. Hann sparkaði rétt fyrir neðan hnéð og engir áverkar voru sýnilegir. Lögreglumaðurinn sagði þó að aðeins hefði munað nokkrum sentímetrum að Krummi hefði hitt í sjálft hnéð með tilheyrandi meiðslum. Atvikið á að hafa átt sér stað í anddyri íbúðarinnar, rétt við útidyrahurðina. Enginn lögreglumannanna kannaðist við að hafa átt orðaskipti við kærustu Krumma og borið undir hana spurninguna um hvort að hún væri að skemmta sér vel, eins og Krummi hafði lýst fyrir dómi. Í málflutningi sagði sækjandi það hafið yfir allan vafa að Krummi væri sekur um brot gegn valdstjórninni. Hún sagði vitnisburð lögreglumannanna staðfesta það en einnig benti hún á ósamræmi í framburði Krumma, annars vegar í skýrslutöku hjá lögreglu daginn eftir að hann var handtekinn og svo í morgun fyrir dómi. Sækjandi fór fram á að Krummi yrði dæmdur í 3-4 mánaða skilorðsbundið fangelsi í samræmi við dómafordæmi og til þess að greiða sakarkostnað. Verjandi Krumma fór fram á frávísun málsins, en til vara fór hann fram á sýknu og til þrautavara lægstu mögulegu refsingu. Gagnrýndi hann mjög rannsókn málsins og taldi ríkissaksóknara ekki hlutlausan í málinu vegna náins samstarfs embættisins við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá gagnrýndi verjandi einnig að kærasta Krumma hefði ekki verið kölluð til skýrslutöku sem vitni í málinu. Það væri því aðeins byggt á framburði þriggja vinnufélaga; lögreglumannanna sem komu á vettvang. Ekki liggur fyrir hvenær dómur verður kveðinn upp. Tengdar fréttir Krummi ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann Söngvarinn á að hafa sparkað í fótlegg lögregluþjóns við skyldustörf. 25. ágúst 2014 13:27 Krummi neitaði sök Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, neitaði sök er mál á hendur honum fyrir að hafa ráðist á lögreglumann við skyldustörf sumarið 2013. 27. ágúst 2014 09:59 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Oddi Hrafni Stefáni Björgvinssyni, betur þekktum sem Krumma í Mínus, fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Söngvarinn er ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni en honum er gert að sök að hafa sparkað í hægri fót lögreglumanns aðfaranótt 12. júní 2013 á heimili Krumma að Snorrabraut. Krummi neitaði sök fyrir dómi í dag. Málsatvik eru á þann veg að lögreglu barst kvörtun frá nágranna vegna hárrar tónlistar sem barst frá íbúð Krumma. Á vettvang komu þrír lögreglumenn, bönkuðu þeir upp á og kom húsráðandi til dyra. Tónlistin var þá enn hátt stillt og var Krummi beðinn um að lækka í henni. Lögreglumenn kváðust svo finna kannabislykt innan úr íbúðinni. Krummi bauð lögreglumönnunum þá inn þar sem hann hafði ekkert að fela, eins og hann sagði fyrir dómi í dag. Krummi bar fyrir dómi að þegar inn í íbúðina var komið hafi lögreglumennirnir verið dónalegir og með yfirgang. Þeir hafi meðal annars veist með dónaskap að vinkonu hans sem var með honum í íbúðinni en konan er í dag kærastan hans. „Þeir kíkja aðeins inn og eru að litast um,“ sagði Krummi aðspurður um málsatvik. „Þeir sjá að vinkona mín er þarna inni og um leið og þeir koma inn eru þeir ókurteisir. Þeir eru með leiðindatón og spyrja hana á ensku hvort hún sé að skemmta sér, „Are you having a good time?“ Þetta fór fyrir brjóstið á mér og við byrjum að rífast, ég og lögreglumennirnir.“Aðalmeðferðin fór fram í Héraðsdómi Reykjaness en ekki liggur fyrir hvenær dómur verður kveðinn upp.Viðurkenndi að hafa verið dónalegur og að hafa ýtt við lögreglumanni Krummi játaði að hafa verið dónalegur við lögreglumennina en sagðist ekki muna nákvæmlega eftir því hvað hann sagði. Hann kvaðst þó sjá eftir því hvernig hann lét og sagði að hann hefði átt að sýna lögreglunni virðingu. Aðspurður um ástand sitt um nóttina sagði Krummi að hann hefði verið búinn að drekka 3-4 bjóra og hefði ekki neytt neinna fíkniefna. „Ég missti stjórn á skapi mínu með því að vera að brúka munn,“ sagði Krummi. Hann neitaði því hins vegar að hafa sparkað í lögreglumann en viðurkenndi að hafa ýtt lauslega við honum með hendinni. „Mér fannst tími til kominn að þeir færu, þeir voru búnir að vera með dónaskap og yfirgang við mig og vinkonu mína þarna inni á mínu heimili. Áður en ég veit af er ég síðan bara kominn gólfið, þeir skella mér harkalega niður, tóku mjög fast á mér og handjárnuðu mig harkalega.“ Því næst var farið með hann upp á lögreglustöð þar sem hann gisti fangageymslu. Þegar sækjandi spurði Krumma hvers vegna hann héldi að þrír lögreglumenn segðu sömu söguna, það er að hann hefði sparkað í lögreglumann, ef hann hefði ekki gert það svaraði hann: „Þeir kokkuðu saman einhverja sögu af því þeir höfðu ekki næga ástæðu til að handtaka mig.“ Kærasta Krumma kom svo fyrir dóminn og bar vitni. Hún er sænsk og kvaðst því ekki hafa skilið allt sem fram fór á milli hans og lögreglumannanna. Hún skildi það þó að tónn lögreglumannanna var óskemmtilegur. Hún kvaðst hvorki hafa séð Krumma veitast að lögreglumönnunum með einhverjum hætti né sparka í einn þeirra.Lögreglumönnum bar saman um að Krummi hafi verið áberandi ölvaður þegar þá bar að garði heima hjá honum. Vísir/Anton BrinkKrummi var með ógnandi tilburði og upp og niður í skapinu Fjórir lögreglumenn voru kallaðir til sem vitni. Þrír þeirra komu á vettvang í útkallinu og einn þeirra yfirheyrði Krumma morguninn eftir handtökuna. Lögreglumönnunum bar saman um að Krummi hefði verið áberandi ölvaður þegar þá bar að garði heima hjá honum. Hann hafi verið mjög upp og niður í skapinu, æstur og rólegur á víxl. Hann hafi verið með ógnandi tilburði og „drullað yfir þá,“ eins og einn lögreglumannanna orðaði það. Orð Krumma beindust að mestu að lögreglumanninum sem hann á að hafa sparkað í. Beðinn um að lýsa atvikinu sagði lögreglumaðurinn Krumma hafa tekið aukaspyrnu í hnéð á sér. Hann sparkaði rétt fyrir neðan hnéð og engir áverkar voru sýnilegir. Lögreglumaðurinn sagði þó að aðeins hefði munað nokkrum sentímetrum að Krummi hefði hitt í sjálft hnéð með tilheyrandi meiðslum. Atvikið á að hafa átt sér stað í anddyri íbúðarinnar, rétt við útidyrahurðina. Enginn lögreglumannanna kannaðist við að hafa átt orðaskipti við kærustu Krumma og borið undir hana spurninguna um hvort að hún væri að skemmta sér vel, eins og Krummi hafði lýst fyrir dómi. Í málflutningi sagði sækjandi það hafið yfir allan vafa að Krummi væri sekur um brot gegn valdstjórninni. Hún sagði vitnisburð lögreglumannanna staðfesta það en einnig benti hún á ósamræmi í framburði Krumma, annars vegar í skýrslutöku hjá lögreglu daginn eftir að hann var handtekinn og svo í morgun fyrir dómi. Sækjandi fór fram á að Krummi yrði dæmdur í 3-4 mánaða skilorðsbundið fangelsi í samræmi við dómafordæmi og til þess að greiða sakarkostnað. Verjandi Krumma fór fram á frávísun málsins, en til vara fór hann fram á sýknu og til þrautavara lægstu mögulegu refsingu. Gagnrýndi hann mjög rannsókn málsins og taldi ríkissaksóknara ekki hlutlausan í málinu vegna náins samstarfs embættisins við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá gagnrýndi verjandi einnig að kærasta Krumma hefði ekki verið kölluð til skýrslutöku sem vitni í málinu. Það væri því aðeins byggt á framburði þriggja vinnufélaga; lögreglumannanna sem komu á vettvang. Ekki liggur fyrir hvenær dómur verður kveðinn upp.
Tengdar fréttir Krummi ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann Söngvarinn á að hafa sparkað í fótlegg lögregluþjóns við skyldustörf. 25. ágúst 2014 13:27 Krummi neitaði sök Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, neitaði sök er mál á hendur honum fyrir að hafa ráðist á lögreglumann við skyldustörf sumarið 2013. 27. ágúst 2014 09:59 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Krummi ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann Söngvarinn á að hafa sparkað í fótlegg lögregluþjóns við skyldustörf. 25. ágúst 2014 13:27
Krummi neitaði sök Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, neitaði sök er mál á hendur honum fyrir að hafa ráðist á lögreglumann við skyldustörf sumarið 2013. 27. ágúst 2014 09:59