Gert að grafa upp hund sinn og fjarlægja leiðið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. október 2014 22:39 Ármanni þótti vænt um hundinn sinn og útbjó lítið leiði eftir að dýrið varð fyrir bíl og dó. Mynd/Ármann Ármann Örn Sigursteinsson, íbúi á Akureyri, lýsir yfir óánægju sinni með heilbrigðiseftirlit Norðurlands eftir að honum var sagt að grafa upp hundinn sinn og fjarlægja leiði hans, tveimur vikum eftir að hann gróf hann í jörð í garðinum hjá sér. „Hundurinn minn varð fyrir bíl fyrir tveimur vikum síðan, beint fyrir framan nefið á mér. Þetta var lítill chihuahua hundur sem ég hef átt í fjögur og hálft ár,“ útskýrir Ármann sem er barnlaus en segist hafa elskað hundinn eins og barnið sitt. Hann var skiljanlega í miklu áfalli eftir slysið og gróf hundinn í garðinum sínum. „Ég var svo sár og reiður, ég var ekkert að hugsa neitt.“ Daginn eftir gerði hann að leiðinu, útbjó og málaði lítinn kross með nafni hundsins, Prins, raðaði múrsteinum í kring og setti lítið kerti á leiðið. Tveimur vikum síðar var hringt í hann frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands og honum tilkynnt að gangandi vegfarandi hefði hringt inn og látið vita af leiðinu í garðinum. „Ég varð strax pirraður, er nú ekkert vanur að æsa mig,“ útskýrir Ármann sem segist frekar vilja láta handtaka sig en snerta við leiði hundsins. „Hann fór að segja að þetta væri ólöglegt og eitthvað. Ég hef aldrei heyrt annað en að fólki sé frjálst að grafa dýrin sín í sínum eigin garði.“ Í símtalinu var honum sagt að hann yrði að grafa upp hundinn og grafa hann niður annars staðar. „Ég sagði bara gleymdu þessu.“ Ármann hefur ekki fengið neinar kvartanir frá nágrönnum sínum og segist eiga bágt með að skilja hver myndi taka sig til og tilkynna um lítið leiði í íbúðagarði einhvers ókunnugs. „Hver hringir í heilbrigðiseftirlitið og lætur vita af litlum krossi í garði?“ spyr hann. Ármann segir að ekki komi til greina að raska við jarðneskum leifum hundsins, hann hafi aldrei heyrt af umræddri löggjöf og leiðið sé ekki að trufla neinn. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Ármann Örn Sigursteinsson, íbúi á Akureyri, lýsir yfir óánægju sinni með heilbrigðiseftirlit Norðurlands eftir að honum var sagt að grafa upp hundinn sinn og fjarlægja leiði hans, tveimur vikum eftir að hann gróf hann í jörð í garðinum hjá sér. „Hundurinn minn varð fyrir bíl fyrir tveimur vikum síðan, beint fyrir framan nefið á mér. Þetta var lítill chihuahua hundur sem ég hef átt í fjögur og hálft ár,“ útskýrir Ármann sem er barnlaus en segist hafa elskað hundinn eins og barnið sitt. Hann var skiljanlega í miklu áfalli eftir slysið og gróf hundinn í garðinum sínum. „Ég var svo sár og reiður, ég var ekkert að hugsa neitt.“ Daginn eftir gerði hann að leiðinu, útbjó og málaði lítinn kross með nafni hundsins, Prins, raðaði múrsteinum í kring og setti lítið kerti á leiðið. Tveimur vikum síðar var hringt í hann frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands og honum tilkynnt að gangandi vegfarandi hefði hringt inn og látið vita af leiðinu í garðinum. „Ég varð strax pirraður, er nú ekkert vanur að æsa mig,“ útskýrir Ármann sem segist frekar vilja láta handtaka sig en snerta við leiði hundsins. „Hann fór að segja að þetta væri ólöglegt og eitthvað. Ég hef aldrei heyrt annað en að fólki sé frjálst að grafa dýrin sín í sínum eigin garði.“ Í símtalinu var honum sagt að hann yrði að grafa upp hundinn og grafa hann niður annars staðar. „Ég sagði bara gleymdu þessu.“ Ármann hefur ekki fengið neinar kvartanir frá nágrönnum sínum og segist eiga bágt með að skilja hver myndi taka sig til og tilkynna um lítið leiði í íbúðagarði einhvers ókunnugs. „Hver hringir í heilbrigðiseftirlitið og lætur vita af litlum krossi í garði?“ spyr hann. Ármann segir að ekki komi til greina að raska við jarðneskum leifum hundsins, hann hafi aldrei heyrt af umræddri löggjöf og leiðið sé ekki að trufla neinn.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira