Innlent

Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Hraunavinir hafa, með stuðningi Landverndar, kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Gálgahraunsmálsins. Telja kærendur að brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd.

Hæstiréttur hafnaði með dómi í nóvember 2013 beiðni Hraunavina, Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands um að fá ráðgefandi álit EFTA dómstólsins um hvort umhverfisverndarsamtök ættu aðgang að dómstólum. Krafan var gerð í lögbannsmáli sem samtökin fjögur höfðuðu gegn Vegagerðinni vegna lagningar nýs Álftanesvegar um Gálgahraun.

Í tilkynningunni segir að Hæstiréttur Íslands hafi komist að annarri niðurstöðu en Evrópudómstóllinn í fleiru en einu hliðstæðu máli þar sem umhverfissamtök leiti til dómstóla. Niðurstaða Evrópudómstólsins í þessum málum sé að ekki megi svipta umhverfissamtök þeim rétti að sækja mál sín fyrir dómstólum sem þau eigi rétt á samkvæmt Árósasamningnum og Evróputilskipunum sem byggja á honum.

Þá er einnig bent á fyrri aðkomu Markúsar Sigurbjörnssonar hæstaréttardómara að málinu. „Sökum hinna nánu tengsla álits Markúsar sem formanns réttarfarsnefndar við sakarefnið í Gálgahraunsmálinu er dæmt var í nóvember 2013, höfðu þeir aðilar sem nú hafa kært til Mannréttindadómstólsins því réttmæta ástæðu til að efast um óhlutdrægni hans sem dómara í málinu,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Hagsmunir Hraunavina horfnir

Mál Hraunavina og ferna annarra náttúruverndarsamtaka gegn Vegagerðinni vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg í Gálgahrauni, hefur verið vísað frá.

„Sumir handteknir undir eins en öðrum stjakað burt“

Hraunavinir mótmæla aðför að Gálgahrauni og aðför að friðsömum mótmælendum fyrir framan Innanríkisráðnuneytið á morgun klukkan hálfeitt. Mótmælandi segir að lögregla hafi valið úr mótmælendur og handtekið strax.

Píratar standa með náttúruvinum

Píratar lýsa yfir fullum stuðningi við þau sjónarmið sem náttúruverndarsinnar hafa haldið fram um að náttúruverndarsamtök og almenningur eigi lögvarða hagsmuni þegar kemur að ákvörðunum um framkvæmdir sem raska náttúru.

Hraunavinir funduðu með bæjarstjóra Garðabæjar

"Það gerðist nú ekki mikið,“ segir Reynir Ingibjartsson, einn af forsvarsmönnum Hraunavina sem fóru á fund bæjarstjóra Garðabæjar, Gunnars Einarssonar, í ráðhúsi Garðabæjar í gær.

Náttúruverndarsamtökin boða til mótmæla

"Náttúruverndarsamtökin á Íslandi mótmæla þessari aðför lögreglu að saklausu fólki sem vildi vernda fallega náttúruperlu og krefjast þess að stjórnvöld láti nú málið niður falla."

Ómar sló á létta strengi

Fjögur náttúruverndar-samtök stóðu í dag fyrir tónleikum til stuðnings þeim hraunavinum sem handteknir voru í vikunni. Vigdís Finnbogadóttir var sérstakur verndari viðburðarins.

Hæstiréttur hafnar beiðni Hraunavina

Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að ekki verði leitað álits EFTA-dómstólsins um hvort náttúruverndarsamtök eigi lögvarinna hagsmuna að gæta í Gálgahrauni.

Krefja Hönnu Birnu um gögn vegna eyðileggingar í Gálgahrauni

Hraunavinir og önnur náttúruverndarsamtök krefjast þess að fá afhent öll gögn er vara samskipti ráðuneytsins við Vegagerðina, lögreglu og verktaka vegna hinnar umfangsmiklu lögregluaðgerðar sem fram fór við Gálgahraun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×