„Við vinnum ekki svona, almenningsálitið myndi snúast strax gegn okkur,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður og Hraunavinur.
Framkvæmdir liggja niðri í Gálgahrauni þar sem skemmdarverk voru unnin á vinnuvélum Íslenskra aðalverktaka í nótt.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Vísis var möl sett í olíutanka vélanna og eru þær því ónothæfar sem stendur.
Gunnsteinn var á svæðinu þegar mótmælendum var tilkynnt um skemmdarverkin. Hann vill taka það skýrt fram að skemmdaverkin hafi ekki verið á vegum Hraunavina, þau hafi ekki komið nálægt þessu.
Innlent
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.