Innlent

Hæstiréttur hafnar beiðni Hraunavina

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Pjetur
Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að ekki verði leitað álits EFTA-dómstólsins um hvort fern náttúruverndarsamtök, Hraunavinir þar á meðal, eigi lögvarinna hagsmuna að gætta vegna framkvæmda í Gálgahrauni.

Landvernd, Náttúrverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir kröfðust lögbanns við lagningu nýs Álftanesvegar þar til skorið hefði verið úr um lögmæti þeirra fyrir dómstólum.

Sýslumaður neytaði því og rökstuddi ákvörðun sína meðal annars með þeim rökum að náttúruverndarsamtökin ættu ekki sjálf þá lögvörðu hagsmuni sem lagagerð væri ætlað að verja. Þá niðurstöðu kærðu samtökin og vildu fá afstöðu sýslumanns hrundið. Einnig var þess krafið að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins hvort samtökin ættu lögvarinn rétt til að krefjast lögbanns.

Héraðsdómur staðfesti ákvörðu sýslumanns og nú hefur hæstiréttur staðfest ákvörðun héraðsdóms, en ákvörðun um málskostnað mun bíða lokaniðurstöðu málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×