Innlent

Hagsmunir Hraunavina horfnir

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Mál Hraunavina og ferna annarra náttúruverndarsamtaka gegn Vegagerðinni vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg í Gálgahrauni, hefur verið vísað frá. Samtökin fóru sjálf fram á niðurfellingu málsins því raunverulegir hagsmunir séu horfnir.

Framkvæmdir hafi byrjað af fullum þunga í lok október.

Frá þessu er sagt á vef RÚV.

Hraunavinir eru þó með tvö mál fyrir dómi, tengd Gálgahrauni. Annað málið mun þá snúa að lögvörðum hagsmunum samtakanna, en sýslumaður vísaði lögbanni samtakkanna frá. Vegna þess að samtökin hafi ekki lögvarða hagsmuni í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×