„Þetta er ekki réttarríki“ Elísabet Hall skrifar 21. október 2013 18:44 Ómar Ragnarsson Hraunavinir mótmæltu vegaframkvæmdum við Gálgahraun í dag með því að leggjast á jörðina fyrir framan vinnuvélarnar. Fjöldi náttúruverndarsinna voru fjarlægðir af vettvangi og fluttir í fangaklefa þar sem þeir biðu eftir lögfræðiaðstoð. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, segir samstöðuna mikla og þau hafi fullan rétt á að mótmæla vegaframkvæmdunum friðsamlega og það hafi aðeins verið lögreglan sem hafi látið ófriðlega. „Við bara mættum á svæðið sjálfboðaliðarnir eins og við höfum gert undanfarnar vikur og síðan birtast hérna lögreglumenn og stærðarinnar grafa. Hér hafa síðan staðið yfir handtökur og fólk borið í burtu. Við teljum okkur vera hérna í fullum rétti. Við erum hreinlega að verja lögin í landinu. Það eru fleiri lögreglumenn hérna en mótmælendur sem eru að verja landið. Ég hefði aldrei trúað því að það kæmi til atburða eins og þessa hérna. Þetta eru verðmæti fyrir komandi kynslóðir og við erum að reyna að passa það.“ Farið var fram á lögbann við lagningu vegarins en því var synjað á þeim forsendum að þau fjögur umhverfissamtök sem fóru fram á það hefðu ekki aðild að málinu. Hafa samtökin kært úrskurð héraðsdóms um að ekki skuli leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort þau eigi hagsmuna að gæta. Ómar Ragnarsson segir ótrúlegt að gripið sé til aðgerða gagnvart mótmælendum á meðan niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir. Ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar þessu máli. Mér finnst fáránlegt að koma hér með sveit manna sem byrjar að handtaka fólk vegna þess málið er ennþá í gangi. Þetta er ótrúleg tímasetning að bíða ekki eftir hæstaréttarúrskurði og þetta er ekki réttarríki sem við lifum í ef þetta á að vera svona. Um leið og jarðýta fer hingað inn á hraunið þá verður það ekki aftur tekið. Og það er kannski það sem er ætlunin, að valda nógu miklum skemmdum á hrauninu svo ekki verði aftur snúið.“ Og Ómar var svo skömmu síðar fluttur í fangaklefa eftir að hafa neitað að færa sig af svæðinu. Sumir mótmælendur létu sér þó ekki segjast og voru mætti aftur seinna um daginn eftir að losna úr fangaklefum og færðir aftur í hald lögreglu seinna um daginn. Aðspurður hvort lögregla hafi gengið harkalega fram við handtökuna sagði Ómar svo ekki hafa verið: „Nei, þvert á móti þá var það þannig að ég hefði aldrei getað ímyndað mér það þegar ég var yngri að íslenska lögrelgan ætti eftir að bera mig á höndum sér.“ Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Hraunavinir mótmæltu vegaframkvæmdum við Gálgahraun í dag með því að leggjast á jörðina fyrir framan vinnuvélarnar. Fjöldi náttúruverndarsinna voru fjarlægðir af vettvangi og fluttir í fangaklefa þar sem þeir biðu eftir lögfræðiaðstoð. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, segir samstöðuna mikla og þau hafi fullan rétt á að mótmæla vegaframkvæmdunum friðsamlega og það hafi aðeins verið lögreglan sem hafi látið ófriðlega. „Við bara mættum á svæðið sjálfboðaliðarnir eins og við höfum gert undanfarnar vikur og síðan birtast hérna lögreglumenn og stærðarinnar grafa. Hér hafa síðan staðið yfir handtökur og fólk borið í burtu. Við teljum okkur vera hérna í fullum rétti. Við erum hreinlega að verja lögin í landinu. Það eru fleiri lögreglumenn hérna en mótmælendur sem eru að verja landið. Ég hefði aldrei trúað því að það kæmi til atburða eins og þessa hérna. Þetta eru verðmæti fyrir komandi kynslóðir og við erum að reyna að passa það.“ Farið var fram á lögbann við lagningu vegarins en því var synjað á þeim forsendum að þau fjögur umhverfissamtök sem fóru fram á það hefðu ekki aðild að málinu. Hafa samtökin kært úrskurð héraðsdóms um að ekki skuli leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort þau eigi hagsmuna að gæta. Ómar Ragnarsson segir ótrúlegt að gripið sé til aðgerða gagnvart mótmælendum á meðan niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir. Ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar þessu máli. Mér finnst fáránlegt að koma hér með sveit manna sem byrjar að handtaka fólk vegna þess málið er ennþá í gangi. Þetta er ótrúleg tímasetning að bíða ekki eftir hæstaréttarúrskurði og þetta er ekki réttarríki sem við lifum í ef þetta á að vera svona. Um leið og jarðýta fer hingað inn á hraunið þá verður það ekki aftur tekið. Og það er kannski það sem er ætlunin, að valda nógu miklum skemmdum á hrauninu svo ekki verði aftur snúið.“ Og Ómar var svo skömmu síðar fluttur í fangaklefa eftir að hafa neitað að færa sig af svæðinu. Sumir mótmælendur létu sér þó ekki segjast og voru mætti aftur seinna um daginn eftir að losna úr fangaklefum og færðir aftur í hald lögreglu seinna um daginn. Aðspurður hvort lögregla hafi gengið harkalega fram við handtökuna sagði Ómar svo ekki hafa verið: „Nei, þvert á móti þá var það þannig að ég hefði aldrei getað ímyndað mér það þegar ég var yngri að íslenska lögrelgan ætti eftir að bera mig á höndum sér.“
Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira