„Þetta er ekki réttarríki“ Elísabet Hall skrifar 21. október 2013 18:44 Ómar Ragnarsson Hraunavinir mótmæltu vegaframkvæmdum við Gálgahraun í dag með því að leggjast á jörðina fyrir framan vinnuvélarnar. Fjöldi náttúruverndarsinna voru fjarlægðir af vettvangi og fluttir í fangaklefa þar sem þeir biðu eftir lögfræðiaðstoð. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, segir samstöðuna mikla og þau hafi fullan rétt á að mótmæla vegaframkvæmdunum friðsamlega og það hafi aðeins verið lögreglan sem hafi látið ófriðlega. „Við bara mættum á svæðið sjálfboðaliðarnir eins og við höfum gert undanfarnar vikur og síðan birtast hérna lögreglumenn og stærðarinnar grafa. Hér hafa síðan staðið yfir handtökur og fólk borið í burtu. Við teljum okkur vera hérna í fullum rétti. Við erum hreinlega að verja lögin í landinu. Það eru fleiri lögreglumenn hérna en mótmælendur sem eru að verja landið. Ég hefði aldrei trúað því að það kæmi til atburða eins og þessa hérna. Þetta eru verðmæti fyrir komandi kynslóðir og við erum að reyna að passa það.“ Farið var fram á lögbann við lagningu vegarins en því var synjað á þeim forsendum að þau fjögur umhverfissamtök sem fóru fram á það hefðu ekki aðild að málinu. Hafa samtökin kært úrskurð héraðsdóms um að ekki skuli leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort þau eigi hagsmuna að gæta. Ómar Ragnarsson segir ótrúlegt að gripið sé til aðgerða gagnvart mótmælendum á meðan niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir. Ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar þessu máli. Mér finnst fáránlegt að koma hér með sveit manna sem byrjar að handtaka fólk vegna þess málið er ennþá í gangi. Þetta er ótrúleg tímasetning að bíða ekki eftir hæstaréttarúrskurði og þetta er ekki réttarríki sem við lifum í ef þetta á að vera svona. Um leið og jarðýta fer hingað inn á hraunið þá verður það ekki aftur tekið. Og það er kannski það sem er ætlunin, að valda nógu miklum skemmdum á hrauninu svo ekki verði aftur snúið.“ Og Ómar var svo skömmu síðar fluttur í fangaklefa eftir að hafa neitað að færa sig af svæðinu. Sumir mótmælendur létu sér þó ekki segjast og voru mætti aftur seinna um daginn eftir að losna úr fangaklefum og færðir aftur í hald lögreglu seinna um daginn. Aðspurður hvort lögregla hafi gengið harkalega fram við handtökuna sagði Ómar svo ekki hafa verið: „Nei, þvert á móti þá var það þannig að ég hefði aldrei getað ímyndað mér það þegar ég var yngri að íslenska lögrelgan ætti eftir að bera mig á höndum sér.“ Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Hraunavinir mótmæltu vegaframkvæmdum við Gálgahraun í dag með því að leggjast á jörðina fyrir framan vinnuvélarnar. Fjöldi náttúruverndarsinna voru fjarlægðir af vettvangi og fluttir í fangaklefa þar sem þeir biðu eftir lögfræðiaðstoð. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, segir samstöðuna mikla og þau hafi fullan rétt á að mótmæla vegaframkvæmdunum friðsamlega og það hafi aðeins verið lögreglan sem hafi látið ófriðlega. „Við bara mættum á svæðið sjálfboðaliðarnir eins og við höfum gert undanfarnar vikur og síðan birtast hérna lögreglumenn og stærðarinnar grafa. Hér hafa síðan staðið yfir handtökur og fólk borið í burtu. Við teljum okkur vera hérna í fullum rétti. Við erum hreinlega að verja lögin í landinu. Það eru fleiri lögreglumenn hérna en mótmælendur sem eru að verja landið. Ég hefði aldrei trúað því að það kæmi til atburða eins og þessa hérna. Þetta eru verðmæti fyrir komandi kynslóðir og við erum að reyna að passa það.“ Farið var fram á lögbann við lagningu vegarins en því var synjað á þeim forsendum að þau fjögur umhverfissamtök sem fóru fram á það hefðu ekki aðild að málinu. Hafa samtökin kært úrskurð héraðsdóms um að ekki skuli leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort þau eigi hagsmuna að gæta. Ómar Ragnarsson segir ótrúlegt að gripið sé til aðgerða gagnvart mótmælendum á meðan niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir. Ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar þessu máli. Mér finnst fáránlegt að koma hér með sveit manna sem byrjar að handtaka fólk vegna þess málið er ennþá í gangi. Þetta er ótrúleg tímasetning að bíða ekki eftir hæstaréttarúrskurði og þetta er ekki réttarríki sem við lifum í ef þetta á að vera svona. Um leið og jarðýta fer hingað inn á hraunið þá verður það ekki aftur tekið. Og það er kannski það sem er ætlunin, að valda nógu miklum skemmdum á hrauninu svo ekki verði aftur snúið.“ Og Ómar var svo skömmu síðar fluttur í fangaklefa eftir að hafa neitað að færa sig af svæðinu. Sumir mótmælendur létu sér þó ekki segjast og voru mætti aftur seinna um daginn eftir að losna úr fangaklefum og færðir aftur í hald lögreglu seinna um daginn. Aðspurður hvort lögregla hafi gengið harkalega fram við handtökuna sagði Ómar svo ekki hafa verið: „Nei, þvert á móti þá var það þannig að ég hefði aldrei getað ímyndað mér það þegar ég var yngri að íslenska lögrelgan ætti eftir að bera mig á höndum sér.“
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira