Hraunavinir funduðu með bæjarstjóra Garðabæjar Valur Grettisson skrifar 29. október 2013 09:00 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, ræddi við Hraunavini. Fréttablaðið/Valli „Það gerðist nú ekki mikið,“ segir Reynir Ingibjartsson, einn af forsvarsmönnum Hraunavina sem fóru á fund bæjarstjóra Garðabæjar, Gunnars Einarssonar, í ráðhúsi Garðabæjar í gær. Þar komu Hraunavinir sjónarmiðum sínum áleiðis auk þess sem honum var afhent mótmælabréf. „Þar var handtökunni og meðferð mótmælenda í hrauninu mótmælt, og að ekki skuli vera hinkrað eftir dómsmálinu sem nú stendur yfir,“ segir Reynir en fyrirtaka fór fram í málinu sem um ræðir í gær. Þar var málinu frestað til 19. nóvember þar sem enn er verið að fjalla um það hvort samtökin Hraunavinir eigi lögvarða hagsmuni í málinu. Mótmælendur fóru niður í Gálgahraun/Garðahraun í gærmorgun en þá var þeim tilkynnt af verkstjóra Íslenskra aðalverktaka, sem sjá um framkvæmdirnar, að einhver óprúttinn aðili hefði sett möl í bensíntanka vinnuvélanna á svæðinu. Hraunavinir sverja það af sér og segja það ekki þeirra málstað til framdráttar. Lögreglan hefur ekki rætt við Hraunavini vegna málsins en fyrstu vinnuvélarnar voru komnar í gagnið fyrir hádegi og þær síðustu síðdegis samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. „Það er enginn sem mælir fyrir skemmdarverkum þarna í hrauninu og við leggjumst alfarið gegn slíkum aðferðum,“ segir Reynir um atvikið. Bréf Hraunavina verður tekið fyrir á bæjarráðsfundi Garðabæjar í dag en meðal mótmæla sem var komið á framfæri var bréf sem Ragnhildur Jónsdóttir afhenti bæjarstjóranum. Þar talaði hún fyrir hönd álfa í hrauninu en að sögn Reynis er gömul álfakirkja örstutt frá framkvæmdunum. Hann segir raunar áhöld um það hvort kletturinn sem um ræðir sé forn álfakirkja, „en Ragnhildur gekk rakleiðis að steininum og sá þar álfa,“ útskýrir hann en kirkjan er kölluð Ófeigskirkja. Hann segir að sitt sýnist hverjum varðandi álfa, en bendir á að áður hafi menn lagt lykkju á framkvæmdaleið vegna slíkra kletta. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
„Það gerðist nú ekki mikið,“ segir Reynir Ingibjartsson, einn af forsvarsmönnum Hraunavina sem fóru á fund bæjarstjóra Garðabæjar, Gunnars Einarssonar, í ráðhúsi Garðabæjar í gær. Þar komu Hraunavinir sjónarmiðum sínum áleiðis auk þess sem honum var afhent mótmælabréf. „Þar var handtökunni og meðferð mótmælenda í hrauninu mótmælt, og að ekki skuli vera hinkrað eftir dómsmálinu sem nú stendur yfir,“ segir Reynir en fyrirtaka fór fram í málinu sem um ræðir í gær. Þar var málinu frestað til 19. nóvember þar sem enn er verið að fjalla um það hvort samtökin Hraunavinir eigi lögvarða hagsmuni í málinu. Mótmælendur fóru niður í Gálgahraun/Garðahraun í gærmorgun en þá var þeim tilkynnt af verkstjóra Íslenskra aðalverktaka, sem sjá um framkvæmdirnar, að einhver óprúttinn aðili hefði sett möl í bensíntanka vinnuvélanna á svæðinu. Hraunavinir sverja það af sér og segja það ekki þeirra málstað til framdráttar. Lögreglan hefur ekki rætt við Hraunavini vegna málsins en fyrstu vinnuvélarnar voru komnar í gagnið fyrir hádegi og þær síðustu síðdegis samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. „Það er enginn sem mælir fyrir skemmdarverkum þarna í hrauninu og við leggjumst alfarið gegn slíkum aðferðum,“ segir Reynir um atvikið. Bréf Hraunavina verður tekið fyrir á bæjarráðsfundi Garðabæjar í dag en meðal mótmæla sem var komið á framfæri var bréf sem Ragnhildur Jónsdóttir afhenti bæjarstjóranum. Þar talaði hún fyrir hönd álfa í hrauninu en að sögn Reynis er gömul álfakirkja örstutt frá framkvæmdunum. Hann segir raunar áhöld um það hvort kletturinn sem um ræðir sé forn álfakirkja, „en Ragnhildur gekk rakleiðis að steininum og sá þar álfa,“ útskýrir hann en kirkjan er kölluð Ófeigskirkja. Hann segir að sitt sýnist hverjum varðandi álfa, en bendir á að áður hafi menn lagt lykkju á framkvæmdaleið vegna slíkra kletta.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira