Andrúmsloftið rólegra eftir dramatíska uppstillingu Sveinn Arnarsson skrifar 28. apríl 2014 10:28 Börn í göngutúr í Garðabænum. Vísir/Stefán Þann 1. janúar 2014 voru íbúar hins sameinaða sveitarfélags Garðabæjar og Álftaness, undir nafni þess fyrrnefnda, 14.180 talsins. Sameining þessara sveitarfélaga varð að veruleika þann 1. janúar 2013 eftir að bæði sveitarfélögin samþykktu sameininguna í íbúakosningu þann 20. október árið áður. Íbúaþróun hefur verið á þá leið að bæjarbúum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu 10 árum eða um 31 prósent. Garðabær er í dag sjötta fjölmennasta sveitarfélag landsins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í sveitarstjórnarmálum síðan síðast var kosið til sveitarstjórnar árið 2010 í Garðabæ. Í júlí árið 2010 kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjárhagsvandræði Álftaness. Þá var komin fjárhagsstjórn yfir rekstur þess sveitarfélags og talið einsýnt að skatttekjur sveitarfélagsins dygðu ekki til að reka sveitarfélagið. Gerðir höfðu verið óuppsegjanlegir leigusamningar undir formerkjum einkaframkvæmdar sem skuldbundu sveitarfélagið Álftanes til langs tíma. Álftanes var þá í þeirri stöðu að skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins voru um 7,5 milljarðar króna. Söguna þekkja flestir og samhliða kosningum til stjórnlagaráðs árið 2012 var einnig kosið um sameiningu sveitarfélaganna. Vegna sameiningar þessara tveggja sveitarfélaga er því landslagið í kosningunum í vor nokkuð öðru vísi en það var fyrir fjórum árum. Bæjarfulltrúum mun fjölga í Garðabæ um fjóra, fara úr sjö í ellefu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft gríðarlega góða stöðu í báðum þessum byggðarlögum. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn hreinan meirihluta í báðum sveitarstjórnunum, hlaut 47,3 prósent greiddra atkvæða á Álftanesi. Í Garðabæ fékk flokkurinn nærri tvö af hverjum þremur greiddum atkvæðum og fimm menn af sjö í bæjarstjórn. Þreifingar áttu sér stað í vetur milli flokkanna í Garðabæ um að bjóða fram einn sameiginlegan lista gegn Sjálfstæðisflokknum. Þær umræður runnu fljótlega út í sandinn.Gunnar Einarsson.Á síðasta kjörtímabili hefur Garðabær verið nokkuð í umræðunni. Vegarlagningu um Gálgahraun, nýrri vegtenging milli Álftaness og Garðabæjar, var harðlega mótmælt og fóru „Hraunavinir“, samtök sérstaklega stofnuð til að verja Gálgahraun, þar fremst í flokki. Náttúruverndarsamtök mótmæltu einnig harðlega og voru skipulögð mótmæli viðhöfð þannig að lögregla þurfti að skerast í leikinn. Líklegt er að fjögur framboð bjóði fram krafta sína í komandi kosningum í hinu sameinaða sveitarfélagi. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru tilbúnir með framboðslista. Björt framtíð ætlar sér að bjóða fram lista sameiginlega með M-listanum sem bauð fram til sveitarstjórnar í Garðabæ árið 2010. Einnig ætlar Samfylkingin að tilkynna sinn lista fljótlega eftir páska. Fleiri framboð hafa ekki gert sig líkleg til að bjóða fram lista. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skipar áttunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ stillti upp lista og hafnaði þar þremur reyndum bæjarfulltrúum flokksins og stillti Gunnari upp í efsta sæti listans. Mikillar óánægju gætti meðal sumra sjálfstæðismanna með niðurstöðu uppstillingarnefndar. Gunnar kom þá fram með málamiðlunartillögu á sáttafundi í Sjálfstæðisflokknum þess efnis að hann færði sig úr oddvitasætinu í það áttunda. Gunnar telur uppstillinguna ekki skaða flokkinn í komandi kosningum. „Ég er ánægður með þann lista sem var stillt upp. Auðvitað er eftirsjá að reyndum bæjarfulltrúum en á endanum var þetta lýðræðisleg niðurstaða. Ég er í senn oddviti og bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins þó ég hafi ákveðið að fara niður í áttunda sæti listans. Um leið og ég skynjaði ákveðin vonbrigði með útkomu uppstillingarnefndar kom ég fram með lausn á málinu og þá fann ég að andrúmsloftið róaðist til muna.“Einar Karl Birgisson er oddviti Framsóknarflokksins í komandi kosningum. Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni í kosningunum í Garðabæ en Einar Karl sat í sveitarstjórn Álftaness árið 2010. Að hans mati hefur sameiningin tekist með ágætum, sameiningarferli sem þetta taki oft langan tíma og halda verði þeirri vinnu áfram. Sameiningin hafi þó gengið stóráfallalaust fyrir sig og sveitarfélögin passi vel saman. „Mikilvægt er að góð staða Garðabæjar nýtist íbúum sem best og að þjónusta við íbúana verði aukin,“ segir Einar Karl. „Við leggjum einnig áherslu á að farið verði vel yfir samgöngumálin innan sveitarfélagsins því flöskuhálsar eru víða. Einar Karl telur að hlúa þurfi áfram vel að íþrótta- og tómstundamálum í bæjarfélaginu. Marka þurfi skýra stefnu til framtíðar í uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða svo flestar íþróttagreinar geti blómstrað í Garðabæ. Steinþór Einarsson var kosinn í bæjarstjórn Garðabæjar fyrir Samfylkingu. Flokkurinn hefur ekki sett saman lista en von er á að það klárist í næstu viku. Hann gefur ekki upp hvort hann haldi áfram. Steinþór telur að skipulagsmál verði efst á baugi í kosningabaráttunni í vor. „Hér eru menn að reyna að koma upp miðbæ, það hefur tekið langan tíma en hillir undir það núna. Einnig hafa verið langir biðlistar eftir félagslegu húsnæði og hjá fötluðum. Ekkert hefur miðað í þeim málum þrátt fyrir fjármuni í fjárhagsáætlun til verksins. Einnig skiptir máli fyrir þróun sveitarfélagsins að við hugsum hvernig byggðin þróist. Það skiptir máli að leyfa byggðakjörnunum að mætast í stað þess að byggja til fjalla.“ Kosningar 2014 fréttir Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Þann 1. janúar 2014 voru íbúar hins sameinaða sveitarfélags Garðabæjar og Álftaness, undir nafni þess fyrrnefnda, 14.180 talsins. Sameining þessara sveitarfélaga varð að veruleika þann 1. janúar 2013 eftir að bæði sveitarfélögin samþykktu sameininguna í íbúakosningu þann 20. október árið áður. Íbúaþróun hefur verið á þá leið að bæjarbúum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu 10 árum eða um 31 prósent. Garðabær er í dag sjötta fjölmennasta sveitarfélag landsins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í sveitarstjórnarmálum síðan síðast var kosið til sveitarstjórnar árið 2010 í Garðabæ. Í júlí árið 2010 kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjárhagsvandræði Álftaness. Þá var komin fjárhagsstjórn yfir rekstur þess sveitarfélags og talið einsýnt að skatttekjur sveitarfélagsins dygðu ekki til að reka sveitarfélagið. Gerðir höfðu verið óuppsegjanlegir leigusamningar undir formerkjum einkaframkvæmdar sem skuldbundu sveitarfélagið Álftanes til langs tíma. Álftanes var þá í þeirri stöðu að skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins voru um 7,5 milljarðar króna. Söguna þekkja flestir og samhliða kosningum til stjórnlagaráðs árið 2012 var einnig kosið um sameiningu sveitarfélaganna. Vegna sameiningar þessara tveggja sveitarfélaga er því landslagið í kosningunum í vor nokkuð öðru vísi en það var fyrir fjórum árum. Bæjarfulltrúum mun fjölga í Garðabæ um fjóra, fara úr sjö í ellefu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft gríðarlega góða stöðu í báðum þessum byggðarlögum. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn hreinan meirihluta í báðum sveitarstjórnunum, hlaut 47,3 prósent greiddra atkvæða á Álftanesi. Í Garðabæ fékk flokkurinn nærri tvö af hverjum þremur greiddum atkvæðum og fimm menn af sjö í bæjarstjórn. Þreifingar áttu sér stað í vetur milli flokkanna í Garðabæ um að bjóða fram einn sameiginlegan lista gegn Sjálfstæðisflokknum. Þær umræður runnu fljótlega út í sandinn.Gunnar Einarsson.Á síðasta kjörtímabili hefur Garðabær verið nokkuð í umræðunni. Vegarlagningu um Gálgahraun, nýrri vegtenging milli Álftaness og Garðabæjar, var harðlega mótmælt og fóru „Hraunavinir“, samtök sérstaklega stofnuð til að verja Gálgahraun, þar fremst í flokki. Náttúruverndarsamtök mótmæltu einnig harðlega og voru skipulögð mótmæli viðhöfð þannig að lögregla þurfti að skerast í leikinn. Líklegt er að fjögur framboð bjóði fram krafta sína í komandi kosningum í hinu sameinaða sveitarfélagi. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru tilbúnir með framboðslista. Björt framtíð ætlar sér að bjóða fram lista sameiginlega með M-listanum sem bauð fram til sveitarstjórnar í Garðabæ árið 2010. Einnig ætlar Samfylkingin að tilkynna sinn lista fljótlega eftir páska. Fleiri framboð hafa ekki gert sig líkleg til að bjóða fram lista. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skipar áttunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ stillti upp lista og hafnaði þar þremur reyndum bæjarfulltrúum flokksins og stillti Gunnari upp í efsta sæti listans. Mikillar óánægju gætti meðal sumra sjálfstæðismanna með niðurstöðu uppstillingarnefndar. Gunnar kom þá fram með málamiðlunartillögu á sáttafundi í Sjálfstæðisflokknum þess efnis að hann færði sig úr oddvitasætinu í það áttunda. Gunnar telur uppstillinguna ekki skaða flokkinn í komandi kosningum. „Ég er ánægður með þann lista sem var stillt upp. Auðvitað er eftirsjá að reyndum bæjarfulltrúum en á endanum var þetta lýðræðisleg niðurstaða. Ég er í senn oddviti og bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins þó ég hafi ákveðið að fara niður í áttunda sæti listans. Um leið og ég skynjaði ákveðin vonbrigði með útkomu uppstillingarnefndar kom ég fram með lausn á málinu og þá fann ég að andrúmsloftið róaðist til muna.“Einar Karl Birgisson er oddviti Framsóknarflokksins í komandi kosningum. Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni í kosningunum í Garðabæ en Einar Karl sat í sveitarstjórn Álftaness árið 2010. Að hans mati hefur sameiningin tekist með ágætum, sameiningarferli sem þetta taki oft langan tíma og halda verði þeirri vinnu áfram. Sameiningin hafi þó gengið stóráfallalaust fyrir sig og sveitarfélögin passi vel saman. „Mikilvægt er að góð staða Garðabæjar nýtist íbúum sem best og að þjónusta við íbúana verði aukin,“ segir Einar Karl. „Við leggjum einnig áherslu á að farið verði vel yfir samgöngumálin innan sveitarfélagsins því flöskuhálsar eru víða. Einar Karl telur að hlúa þurfi áfram vel að íþrótta- og tómstundamálum í bæjarfélaginu. Marka þurfi skýra stefnu til framtíðar í uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða svo flestar íþróttagreinar geti blómstrað í Garðabæ. Steinþór Einarsson var kosinn í bæjarstjórn Garðabæjar fyrir Samfylkingu. Flokkurinn hefur ekki sett saman lista en von er á að það klárist í næstu viku. Hann gefur ekki upp hvort hann haldi áfram. Steinþór telur að skipulagsmál verði efst á baugi í kosningabaráttunni í vor. „Hér eru menn að reyna að koma upp miðbæ, það hefur tekið langan tíma en hillir undir það núna. Einnig hafa verið langir biðlistar eftir félagslegu húsnæði og hjá fötluðum. Ekkert hefur miðað í þeim málum þrátt fyrir fjármuni í fjárhagsáætlun til verksins. Einnig skiptir máli fyrir þróun sveitarfélagsins að við hugsum hvernig byggðin þróist. Það skiptir máli að leyfa byggðakjörnunum að mætast í stað þess að byggja til fjalla.“
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira