Píratar standa með náttúruvinum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 23. október 2013 14:24 Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata mætti til þess að mótmæla framkvæmdum í Gálgahrauni, fyrir utan innanríkisráðuneytið í gær. mynd/GVA Píratar lýsa yfir fullum stuðningi við þau sjónarmið sem náttúruverndarsinnar hafa haldið fram og koma meðal annars fram í Árósarsamningnum. Í samningnum kemur fram að náttúruverndarsamtök og almenningur eigi lögvarða hagsmuni þegar kemur að ákvörðunum um framkvæmdir sem raska náttúru. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Pírata. Í yfirlýsingunni segir að þetta eigi ekki síst við þegar framkvæmdir fari fram á vernduðum svæðum. Píratar taka undir mat lögfræðinganna Sigurðar Líndal og Katrínar Oddsdóttur. Þeirra mat er að áður en hróflað verði frekar við Gálgahrauni sé réttast að bíða úrskurðar Hæstaréttar um hvort leita skuli ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvort Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir eigi þarna lögvarða hagsmuni. Í yfirlýsingunni segir: „Píratar telja ólíðandi að Vegagerðin og Garðabær virðast það staðráðin í að klára framkvæmdir í hrauninu hvað sem öllum rökum og dómsúrskurðum líður að upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að „Fari svo ólíklega að [málið um lögmæti umhverfismatsins og framkvæmdaleyfisins] tapist hefur ekki komið annað fram hjá Garðabæ en að farið yrði á ný í umhverfismat og ekki við öðru að búast en að niðurstaða þess yrði sú sama og fyrri mata á umhverfisáhrifum og yrði þá á ný gefið út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu nýs Álftanesvegar. Þannig að allar tafir fresta einungis lagningu nýs Álftanesvegar en koma ekki í veg fyrir að hann verði lagður.““Aðför að leikreglum réttarríkisins Píratar segja það alvarlega aðför að leikreglum réttarríkisins og almennri skynsemi að talað sé á þessum nótum. Með því sé í raun verið að segja að mat á umhverfisáhrifum sé í raun lítið annað en formsatriði, sem sé hægt að afgreiða til þess að komast framhjá dómsúrskurði, sem ætlað er að tryggja hagsmuni almennings. Þá gagnrýna Píratar þau ummæli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra að samningur sem gerður hefur verið við verktaka sé þess eðlis að verktakinn geti höfðað skaðabótamál ef framkvæmdum er frestað frekar. Píratar telja að slíkt beri að skýra betur í ljósi þess að lögmaður náttúruverndarsamtakanna hafi lýst því yfir að í samningunum sé fyrirvari um að réttaróvissa gæti hugsanlega haft áhrif á framgang verksins. Í yfirlýsingunni segir að í húfi séu þau grundvallaratriði að ákvarðanir hins opinbera séu vel ígrundaðar og að almenningur geti átt vitrænt samtal við þá sem taka slíkar ákvarðanir. Píratar skora á alla sem vald hafa til að grípa inn í framkvæmdirnar, sér í lagi innanríkisráðherra, að fresta öllu frekara raski á svæðinu þar til lögmæti vegaframkvæmda á því liggi skýrt fyrir. Tengdar fréttir „Sumir handteknir undir eins en öðrum stjakað burt“ Hraunavinir mótmæla aðför að Gálgahrauni og aðför að friðsömum mótmælendum fyrir framan Innanríkisráðnuneytið á morgun klukkan hálfeitt. Mótmælandi segir að lögregla hafi valið úr mótmælendur og handtekið strax. 21. október 2013 23:25 Náttúruvinir settir í einangrun "Ég var í einangrun í upp undir fjórar klukkustundir og var tekinn í yfirheyrslu sem stóð yfir í um hálftíma,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, hrauna- og náttúruvinur, sem var handtekinn tvisvar sinnum á meðan á mótmælunum í Gálgahrauni stóð í fyrradag. 23. október 2013 11:37 Margir mættir til að mótmæla - Hrópuðu "hvar er ráðherrann?“ Mikill fjöldi fólks hefur safnaðist saman fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu til að mótamæla lagningu nýs Álftanesvegar yfir Gálgahraun. 22. október 2013 12:46 Lögreglumenn fjarlægja mótmælendur í Gálgahrauni Um tuttugu til þrjátíu lögreglumenn eru nú staddir í Gálgahrauni en svo virðist sem vegaframkvæmdir við nýjan Álftanesveg eigi að hefjast þar í dag. 21. október 2013 09:33 Harmar að lögreglan standi með lögbrjótum "Ég var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og ég er núna í fangaklefa, eða einskonar biðklefa þar sem ég bíð eftir lögreglunni og lögfræðinginum mínum,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:29 Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms "Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. 21. október 2013 15:05 Gagnrýnir Hönnu Birnu - Segir hana eiga að vita betur "Það er mjög fróðlegt að heyra ráðherra dómsmála segja, að það sé engin réttaróvissa í málum sem eru rekin fyrir dómstólum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina. 22. október 2013 17:27 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Píratar lýsa yfir fullum stuðningi við þau sjónarmið sem náttúruverndarsinnar hafa haldið fram og koma meðal annars fram í Árósarsamningnum. Í samningnum kemur fram að náttúruverndarsamtök og almenningur eigi lögvarða hagsmuni þegar kemur að ákvörðunum um framkvæmdir sem raska náttúru. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Pírata. Í yfirlýsingunni segir að þetta eigi ekki síst við þegar framkvæmdir fari fram á vernduðum svæðum. Píratar taka undir mat lögfræðinganna Sigurðar Líndal og Katrínar Oddsdóttur. Þeirra mat er að áður en hróflað verði frekar við Gálgahrauni sé réttast að bíða úrskurðar Hæstaréttar um hvort leita skuli ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvort Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir eigi þarna lögvarða hagsmuni. Í yfirlýsingunni segir: „Píratar telja ólíðandi að Vegagerðin og Garðabær virðast það staðráðin í að klára framkvæmdir í hrauninu hvað sem öllum rökum og dómsúrskurðum líður að upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að „Fari svo ólíklega að [málið um lögmæti umhverfismatsins og framkvæmdaleyfisins] tapist hefur ekki komið annað fram hjá Garðabæ en að farið yrði á ný í umhverfismat og ekki við öðru að búast en að niðurstaða þess yrði sú sama og fyrri mata á umhverfisáhrifum og yrði þá á ný gefið út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu nýs Álftanesvegar. Þannig að allar tafir fresta einungis lagningu nýs Álftanesvegar en koma ekki í veg fyrir að hann verði lagður.““Aðför að leikreglum réttarríkisins Píratar segja það alvarlega aðför að leikreglum réttarríkisins og almennri skynsemi að talað sé á þessum nótum. Með því sé í raun verið að segja að mat á umhverfisáhrifum sé í raun lítið annað en formsatriði, sem sé hægt að afgreiða til þess að komast framhjá dómsúrskurði, sem ætlað er að tryggja hagsmuni almennings. Þá gagnrýna Píratar þau ummæli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra að samningur sem gerður hefur verið við verktaka sé þess eðlis að verktakinn geti höfðað skaðabótamál ef framkvæmdum er frestað frekar. Píratar telja að slíkt beri að skýra betur í ljósi þess að lögmaður náttúruverndarsamtakanna hafi lýst því yfir að í samningunum sé fyrirvari um að réttaróvissa gæti hugsanlega haft áhrif á framgang verksins. Í yfirlýsingunni segir að í húfi séu þau grundvallaratriði að ákvarðanir hins opinbera séu vel ígrundaðar og að almenningur geti átt vitrænt samtal við þá sem taka slíkar ákvarðanir. Píratar skora á alla sem vald hafa til að grípa inn í framkvæmdirnar, sér í lagi innanríkisráðherra, að fresta öllu frekara raski á svæðinu þar til lögmæti vegaframkvæmda á því liggi skýrt fyrir.
Tengdar fréttir „Sumir handteknir undir eins en öðrum stjakað burt“ Hraunavinir mótmæla aðför að Gálgahrauni og aðför að friðsömum mótmælendum fyrir framan Innanríkisráðnuneytið á morgun klukkan hálfeitt. Mótmælandi segir að lögregla hafi valið úr mótmælendur og handtekið strax. 21. október 2013 23:25 Náttúruvinir settir í einangrun "Ég var í einangrun í upp undir fjórar klukkustundir og var tekinn í yfirheyrslu sem stóð yfir í um hálftíma,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, hrauna- og náttúruvinur, sem var handtekinn tvisvar sinnum á meðan á mótmælunum í Gálgahrauni stóð í fyrradag. 23. október 2013 11:37 Margir mættir til að mótmæla - Hrópuðu "hvar er ráðherrann?“ Mikill fjöldi fólks hefur safnaðist saman fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu til að mótamæla lagningu nýs Álftanesvegar yfir Gálgahraun. 22. október 2013 12:46 Lögreglumenn fjarlægja mótmælendur í Gálgahrauni Um tuttugu til þrjátíu lögreglumenn eru nú staddir í Gálgahrauni en svo virðist sem vegaframkvæmdir við nýjan Álftanesveg eigi að hefjast þar í dag. 21. október 2013 09:33 Harmar að lögreglan standi með lögbrjótum "Ég var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og ég er núna í fangaklefa, eða einskonar biðklefa þar sem ég bíð eftir lögreglunni og lögfræðinginum mínum,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:29 Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms "Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. 21. október 2013 15:05 Gagnrýnir Hönnu Birnu - Segir hana eiga að vita betur "Það er mjög fróðlegt að heyra ráðherra dómsmála segja, að það sé engin réttaróvissa í málum sem eru rekin fyrir dómstólum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina. 22. október 2013 17:27 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Sumir handteknir undir eins en öðrum stjakað burt“ Hraunavinir mótmæla aðför að Gálgahrauni og aðför að friðsömum mótmælendum fyrir framan Innanríkisráðnuneytið á morgun klukkan hálfeitt. Mótmælandi segir að lögregla hafi valið úr mótmælendur og handtekið strax. 21. október 2013 23:25
Náttúruvinir settir í einangrun "Ég var í einangrun í upp undir fjórar klukkustundir og var tekinn í yfirheyrslu sem stóð yfir í um hálftíma,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, hrauna- og náttúruvinur, sem var handtekinn tvisvar sinnum á meðan á mótmælunum í Gálgahrauni stóð í fyrradag. 23. október 2013 11:37
Margir mættir til að mótmæla - Hrópuðu "hvar er ráðherrann?“ Mikill fjöldi fólks hefur safnaðist saman fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu til að mótamæla lagningu nýs Álftanesvegar yfir Gálgahraun. 22. október 2013 12:46
Lögreglumenn fjarlægja mótmælendur í Gálgahrauni Um tuttugu til þrjátíu lögreglumenn eru nú staddir í Gálgahrauni en svo virðist sem vegaframkvæmdir við nýjan Álftanesveg eigi að hefjast þar í dag. 21. október 2013 09:33
Harmar að lögreglan standi með lögbrjótum "Ég var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og ég er núna í fangaklefa, eða einskonar biðklefa þar sem ég bíð eftir lögreglunni og lögfræðinginum mínum,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:29
Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms "Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. 21. október 2013 15:05
Gagnrýnir Hönnu Birnu - Segir hana eiga að vita betur "Það er mjög fróðlegt að heyra ráðherra dómsmála segja, að það sé engin réttaróvissa í málum sem eru rekin fyrir dómstólum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina. 22. október 2013 17:27