Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2014 19:45 Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. Ráðamenn telja fiskeldið geta orðið verulega lyftistöng fyrir svæðið. HG hefur stundað þorskeldi í Ísafjarðardjúpi um tólf ára skeið. Eftir þá reynslu telja þeir að framtíðin liggi fremur í eldi laxfiska. Nauðsynleg leyfi eru hins vegar ekki afgreidd með hraði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristján Jóakimsson, verkefnisstjóri fiskeldis hjá HG, að fyrirtækið hafi farið formlega af stað í lok árs 2011 með umsóknir fyrir leyfi fyrir eldi laxfiska. Það hefur hins vegar gengið hægt að fá niðurstöðu. „Stjórnsýslan virðist vera svona illa í stakk búin með að takast á við svona verkefni,“ segir Kristján. Fyrirtækið horfir nú til þess góða árangurs sem Dýrfiskur hefur náð á Dýrafirði við eldi regnbogasilungs. Kristján segir HG núna hafa tekið þann pól í hæðina að einbeita sér að því að fá leyfi fyrir regnboganum fyrst um sinn. Markmiðið er samt sem áður að fara síðar í laxeldið.Vinnsluhús og skrifstofur Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið hefur fundað um áform sín með íbúum, hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu, rækjuveiðum og veiðiréttarhöfum. „Við viljum umgangast umhverfi okkar af nærgætni. Þannig eru okkar áform jafnframt að reyna að byggja upp umhverfisvænt eldi, sem yrði markaðssett sem slíkt.” Kristján segir fiskeldi geta skapað tugi nýrra starfa í fyrirtækinu, þarna liggi eitt stærsta tækifæri Vestfjarða. „Við teljum að þetta geti orðið veruleg lyftistöng fyrir svæðið hérna. Við sjáum þetta bara strax í dag á suðurfjörðunum hverju þetta er að skila í formi íbúaþróunar og atvinnustarfsemi,” segir Kristján Jóakimsson. Tengdar fréttir Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. 6. mars 2014 18:58 Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. Ráðamenn telja fiskeldið geta orðið verulega lyftistöng fyrir svæðið. HG hefur stundað þorskeldi í Ísafjarðardjúpi um tólf ára skeið. Eftir þá reynslu telja þeir að framtíðin liggi fremur í eldi laxfiska. Nauðsynleg leyfi eru hins vegar ekki afgreidd með hraði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristján Jóakimsson, verkefnisstjóri fiskeldis hjá HG, að fyrirtækið hafi farið formlega af stað í lok árs 2011 með umsóknir fyrir leyfi fyrir eldi laxfiska. Það hefur hins vegar gengið hægt að fá niðurstöðu. „Stjórnsýslan virðist vera svona illa í stakk búin með að takast á við svona verkefni,“ segir Kristján. Fyrirtækið horfir nú til þess góða árangurs sem Dýrfiskur hefur náð á Dýrafirði við eldi regnbogasilungs. Kristján segir HG núna hafa tekið þann pól í hæðina að einbeita sér að því að fá leyfi fyrir regnboganum fyrst um sinn. Markmiðið er samt sem áður að fara síðar í laxeldið.Vinnsluhús og skrifstofur Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið hefur fundað um áform sín með íbúum, hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu, rækjuveiðum og veiðiréttarhöfum. „Við viljum umgangast umhverfi okkar af nærgætni. Þannig eru okkar áform jafnframt að reyna að byggja upp umhverfisvænt eldi, sem yrði markaðssett sem slíkt.” Kristján segir fiskeldi geta skapað tugi nýrra starfa í fyrirtækinu, þarna liggi eitt stærsta tækifæri Vestfjarða. „Við teljum að þetta geti orðið veruleg lyftistöng fyrir svæðið hérna. Við sjáum þetta bara strax í dag á suðurfjörðunum hverju þetta er að skila í formi íbúaþróunar og atvinnustarfsemi,” segir Kristján Jóakimsson.
Tengdar fréttir Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. 6. mars 2014 18:58 Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. 6. mars 2014 18:58
Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45
Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21