Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2014 19:45 Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. Ráðamenn telja fiskeldið geta orðið verulega lyftistöng fyrir svæðið. HG hefur stundað þorskeldi í Ísafjarðardjúpi um tólf ára skeið. Eftir þá reynslu telja þeir að framtíðin liggi fremur í eldi laxfiska. Nauðsynleg leyfi eru hins vegar ekki afgreidd með hraði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristján Jóakimsson, verkefnisstjóri fiskeldis hjá HG, að fyrirtækið hafi farið formlega af stað í lok árs 2011 með umsóknir fyrir leyfi fyrir eldi laxfiska. Það hefur hins vegar gengið hægt að fá niðurstöðu. „Stjórnsýslan virðist vera svona illa í stakk búin með að takast á við svona verkefni,“ segir Kristján. Fyrirtækið horfir nú til þess góða árangurs sem Dýrfiskur hefur náð á Dýrafirði við eldi regnbogasilungs. Kristján segir HG núna hafa tekið þann pól í hæðina að einbeita sér að því að fá leyfi fyrir regnboganum fyrst um sinn. Markmiðið er samt sem áður að fara síðar í laxeldið.Vinnsluhús og skrifstofur Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið hefur fundað um áform sín með íbúum, hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu, rækjuveiðum og veiðiréttarhöfum. „Við viljum umgangast umhverfi okkar af nærgætni. Þannig eru okkar áform jafnframt að reyna að byggja upp umhverfisvænt eldi, sem yrði markaðssett sem slíkt.” Kristján segir fiskeldi geta skapað tugi nýrra starfa í fyrirtækinu, þarna liggi eitt stærsta tækifæri Vestfjarða. „Við teljum að þetta geti orðið veruleg lyftistöng fyrir svæðið hérna. Við sjáum þetta bara strax í dag á suðurfjörðunum hverju þetta er að skila í formi íbúaþróunar og atvinnustarfsemi,” segir Kristján Jóakimsson. Tengdar fréttir Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. 6. mars 2014 18:58 Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sjá meira
Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. Ráðamenn telja fiskeldið geta orðið verulega lyftistöng fyrir svæðið. HG hefur stundað þorskeldi í Ísafjarðardjúpi um tólf ára skeið. Eftir þá reynslu telja þeir að framtíðin liggi fremur í eldi laxfiska. Nauðsynleg leyfi eru hins vegar ekki afgreidd með hraði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristján Jóakimsson, verkefnisstjóri fiskeldis hjá HG, að fyrirtækið hafi farið formlega af stað í lok árs 2011 með umsóknir fyrir leyfi fyrir eldi laxfiska. Það hefur hins vegar gengið hægt að fá niðurstöðu. „Stjórnsýslan virðist vera svona illa í stakk búin með að takast á við svona verkefni,“ segir Kristján. Fyrirtækið horfir nú til þess góða árangurs sem Dýrfiskur hefur náð á Dýrafirði við eldi regnbogasilungs. Kristján segir HG núna hafa tekið þann pól í hæðina að einbeita sér að því að fá leyfi fyrir regnboganum fyrst um sinn. Markmiðið er samt sem áður að fara síðar í laxeldið.Vinnsluhús og skrifstofur Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið hefur fundað um áform sín með íbúum, hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu, rækjuveiðum og veiðiréttarhöfum. „Við viljum umgangast umhverfi okkar af nærgætni. Þannig eru okkar áform jafnframt að reyna að byggja upp umhverfisvænt eldi, sem yrði markaðssett sem slíkt.” Kristján segir fiskeldi geta skapað tugi nýrra starfa í fyrirtækinu, þarna liggi eitt stærsta tækifæri Vestfjarða. „Við teljum að þetta geti orðið veruleg lyftistöng fyrir svæðið hérna. Við sjáum þetta bara strax í dag á suðurfjörðunum hverju þetta er að skila í formi íbúaþróunar og atvinnustarfsemi,” segir Kristján Jóakimsson.
Tengdar fréttir Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. 6. mars 2014 18:58 Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sjá meira
Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. 6. mars 2014 18:58
Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45
Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur