Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2014 19:45 Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. Ráðamenn telja fiskeldið geta orðið verulega lyftistöng fyrir svæðið. HG hefur stundað þorskeldi í Ísafjarðardjúpi um tólf ára skeið. Eftir þá reynslu telja þeir að framtíðin liggi fremur í eldi laxfiska. Nauðsynleg leyfi eru hins vegar ekki afgreidd með hraði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristján Jóakimsson, verkefnisstjóri fiskeldis hjá HG, að fyrirtækið hafi farið formlega af stað í lok árs 2011 með umsóknir fyrir leyfi fyrir eldi laxfiska. Það hefur hins vegar gengið hægt að fá niðurstöðu. „Stjórnsýslan virðist vera svona illa í stakk búin með að takast á við svona verkefni,“ segir Kristján. Fyrirtækið horfir nú til þess góða árangurs sem Dýrfiskur hefur náð á Dýrafirði við eldi regnbogasilungs. Kristján segir HG núna hafa tekið þann pól í hæðina að einbeita sér að því að fá leyfi fyrir regnboganum fyrst um sinn. Markmiðið er samt sem áður að fara síðar í laxeldið.Vinnsluhús og skrifstofur Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið hefur fundað um áform sín með íbúum, hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu, rækjuveiðum og veiðiréttarhöfum. „Við viljum umgangast umhverfi okkar af nærgætni. Þannig eru okkar áform jafnframt að reyna að byggja upp umhverfisvænt eldi, sem yrði markaðssett sem slíkt.” Kristján segir fiskeldi geta skapað tugi nýrra starfa í fyrirtækinu, þarna liggi eitt stærsta tækifæri Vestfjarða. „Við teljum að þetta geti orðið veruleg lyftistöng fyrir svæðið hérna. Við sjáum þetta bara strax í dag á suðurfjörðunum hverju þetta er að skila í formi íbúaþróunar og atvinnustarfsemi,” segir Kristján Jóakimsson. Tengdar fréttir Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. 6. mars 2014 18:58 Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. Ráðamenn telja fiskeldið geta orðið verulega lyftistöng fyrir svæðið. HG hefur stundað þorskeldi í Ísafjarðardjúpi um tólf ára skeið. Eftir þá reynslu telja þeir að framtíðin liggi fremur í eldi laxfiska. Nauðsynleg leyfi eru hins vegar ekki afgreidd með hraði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristján Jóakimsson, verkefnisstjóri fiskeldis hjá HG, að fyrirtækið hafi farið formlega af stað í lok árs 2011 með umsóknir fyrir leyfi fyrir eldi laxfiska. Það hefur hins vegar gengið hægt að fá niðurstöðu. „Stjórnsýslan virðist vera svona illa í stakk búin með að takast á við svona verkefni,“ segir Kristján. Fyrirtækið horfir nú til þess góða árangurs sem Dýrfiskur hefur náð á Dýrafirði við eldi regnbogasilungs. Kristján segir HG núna hafa tekið þann pól í hæðina að einbeita sér að því að fá leyfi fyrir regnboganum fyrst um sinn. Markmiðið er samt sem áður að fara síðar í laxeldið.Vinnsluhús og skrifstofur Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið hefur fundað um áform sín með íbúum, hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu, rækjuveiðum og veiðiréttarhöfum. „Við viljum umgangast umhverfi okkar af nærgætni. Þannig eru okkar áform jafnframt að reyna að byggja upp umhverfisvænt eldi, sem yrði markaðssett sem slíkt.” Kristján segir fiskeldi geta skapað tugi nýrra starfa í fyrirtækinu, þarna liggi eitt stærsta tækifæri Vestfjarða. „Við teljum að þetta geti orðið veruleg lyftistöng fyrir svæðið hérna. Við sjáum þetta bara strax í dag á suðurfjörðunum hverju þetta er að skila í formi íbúaþróunar og atvinnustarfsemi,” segir Kristján Jóakimsson.
Tengdar fréttir Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. 6. mars 2014 18:58 Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. 6. mars 2014 18:58
Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45
Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21