Erlent

Bandaríkjamaðurinn í lífshættu

Sunna Karen SIgurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Læknar í Dallas segja ástand mannsins sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum hafa breyst úr alvarlegu í lífshættulegt. Maðurinn, Thomas Eric Duncan, er sá fyrsti sem greinst hefur með veiruna í Bandaríkjunum en nýlega var hann á ferðalagi um Vestur-Afríku.  Níu hafa verið færðir í sóttkví vegna gruns um smit, þar á meðal unnusta hans og sonur, en grunur leikur á að fimmtíu til viðbótar séu í hættu.

Hann á nú yfir höfði sér ákæru þar sem yfirvöld í Líberíu segja hann hafa logið til að komast um borð í flugvél til Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Ákærður vegna ebólunnar

Thomas Eric Duncan er fyrsti maðurinn sem greinist með ebólusýkingu í Bandaríkjunum. Hann er sagður hafa logið þegar hann fyllti út spurningalista áður en hann fór úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×