Innlent

Ebóla staðfest í Bandaríkjunum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap

Fyrsta tilfelli ebólu smits í Bandaríkjunum hefur verið staðfest af þarlendum yfirvöldum. Nýverið hafði sjúklingurinn verið á ferðalagi í Vestur-Afríku.

Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna greindi frá þessu í kvöld en maðurinn mun hafa komið frá Líberíu, þar sem faraldurinn nú geisar, í almennu farþegaflugi til Dallas í Texas 20.september síðastliðinn. Hann fann þó ekki fyrir einkennum fyrr en sex dögum síðar. Strax vaknaði sá grunur að maðurinn væri sýktur af ebólu og er honum nú haldið í sóttkví á Dallas-sjúkrahúsinu í Texas.

Sóttvarnareftirlitið í Bandaríkjunum reynir nú að rekja hvaðan smitið barst en ekki eru líkur á að hann hafi smitað aðra farþega í fluginu þar sem smitið berst einungis með snertismiti, þ.e komist fólk í snertingu við líkamsvessa af einhverju tagi. Þjóðerni mannsins hefur ekki verið gefið upp.

Nokkrir Bandaríkjamenn hafa smitast af veirunni, allir heilbrigðis- eða hjálparstarfsmenn í Vestur-Afríku, en allir hafa þeir náð bata.  

Að minnsta kosti þrjú þúsund hafa orðið faraldrinum að bráð og yfir sjö þúsund eru sýktir. Faraldurinn er sagður stjórnlaus og sá skæðasti í sögunni, en engin lækning er til við honum.Tengdar fréttir

Ebóla ógn við alþjóðlegt öryggi

Tala látinna fer sífellt hækkandi en frá því að veiran greindist fyrst í ársbyrjun hafa 2.630 orðið faraldrinum að bráð og 5.375 eru sýktir.

Lést þrátt fyrir ebóla-lyf

Líberískur læknir, sem var á meðal þriggja Afríkubúa sem fengu tilraunalyf við ebóla-veirunni, er látinn.

Óttast frekari útbreiðslu ebólu

Yfirvöld í Líberíu óttast frekari útbreiðslu ebólu eftir að ráðist var á heilsugæslustöð sem hýst einstaklinga sem grunaðir voru um að hafa smitast af ebólu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.