Innlent

Greindi ekki frá því að hafa aðstoðað einstakling með ebólu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ebólufaraldur hefur geisað í Afríku undanfarið. Aðeins eitt staðfest tilfelli ebólu hefur greinst í Bandaríkjunum.
Ebólufaraldur hefur geisað í Afríku undanfarið. Aðeins eitt staðfest tilfelli ebólu hefur greinst í Bandaríkjunum. Vísir / AFP
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld telja nú að allt að eitt hundrað einstaklingar hafi átt samneyti við fyrsta manninn sem greindist með ebólu þar í landi. Fjórir einstaklingar voru settir í sóttkví í blokkaríbúð í Dallas, Texas, í kjölfar greiningarinnar. Áður hefur verið greint frá því að átján manns hafi átt í beinum samskiptum við hann áður en hann var sjálfur settur í einangrun.

Maðurinn, sem heitir Thomas Eric Duncan, var í Bandaríkjunum í um það bil viku áður en hann var lagður inn á spítala. Hann hafði þá sjálfur leitað aðstoðar við slappleika en verið sendur heim með sýklalyf, án greiningar. Ýmsir hlutir úr íbúð mannsins, svo sem rúmföt, hafa verið fjarlægð af yfirvöldum til að koma í veg fyrir frekari smit.

Duncan hafði verið á ferð í Líberíu í Vestur-Afríku þar sem ebólufaraldur hefur geisað um nokkurt skeið. Yfirvöld í Líberu segja að hann hafi ekki greint réttilega frá því áður en hann fór úr landi að hafa átt í beinum samskiptum við ebólusmitaðann einstakling. Talið er að Duncan hafi aðstoðað nágranna sinn í Líberíu sem var á þeim tíma farinn að sýna einkenni sjúkdómsins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×