Erlent

„Ég er hræddur við að deyja“

Samúel Karl Ólason skrifar
Abdul-Rahman Kassig, áður þekktur sem Peter Kassig.
Abdul-Rahman Kassig, áður þekktur sem Peter Kassig. Vísir/AP/Skjáskot
Abdul-Rahman Kassig segist í bréfi sem hann sendi foreldrum sínum að hann sé hræddur við að deyja. Erfiðast þykir honum þó að vita ekki hvað muni gerast og óvissan um hvort hann ætti yfir höfuð að halda í vonina.

Í síðustu viku birti IS myndband af aftöku Alan Henning, en hann var breti sem var tekinn höndum í Sýrlandi þar sem hann var við hjálparstörf. Í lok myndbandsins segir böðull IS að Kassig sé næstur.

Abdul-Rahman Kassig er Bandaríkjamaður, en hann hét áður Peter Kassig. Honnum var rænt í Austur-Sýrlandi fyrir ári síðan þar sem hann var á vegum hjálparsamtakanna Sera, sem hann stofnaði. Hann er fyrrverandi hermaður og barðist í Írak árið 2007, samkvæmt BBC. Hann er 26 ára gamall.

Foreldrar Abdul-Rahman segja hann hafa snúist til Íslam þegar hann var í haldi IS.

Þann 2. júní síðastliðinn fengu þau Ed og Paula Kassig, foreldrar Abdul-Rahman, bréf frá honum. Þau hafa nú birt hluta þess. Einnig hafa þau sent frá sér myndband þar sem þau biðja forsvarsmenn Íslamska ríkisins um að sýna syni sínum miskun.

Í bréfi sínu segir Abdul-Rahman að hann sé leiður yfir því sem vinir hans og fjölskylda ganga nú í gegnum. Hann segir að muni hann deyja geti þau huggað sig við að hann hafi dáið vegna þess að hann reyndi að draga úr þjáningum annarra og hjálpa fólki í neyð.


Tengdar fréttir

„Ég er kominn aftur Obama“

Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins.

Biður IS um að myrða ekki eiginmann sinn

„Alan er friðsamur, óeigingjarn maður sem fór frá starfi sínu sem leigubílsstjóri og fjölskyldu, til að keyra bílalest alla leið til Sýrlands með múslimskum samstarfsmönnum sínum og vinum.“

Þriðji Vesturlandabúinn tekinn af lífi

"Þeir eru engir múslimar, þeir eru skrímsli,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um liðsmenn Íslamska ríkisins sem í gær birtu myndband sem sagt var sýna afhöfðun bresks hjálparstarfsmanns, David Haines að nafni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×