Þriðji Vesturlandabúinn tekinn af lífi Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. september 2014 06:00 Úr myndbandinu sem sagt er sýna aftöku Davids Haines í Sýrlandi. fréttablaðið/AP „Þeir eru engir múslimar, þeir eru skrímsli,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um liðsmenn Íslamska ríkisins sem í gær birtu myndband sem sagt var sýna afhöfðun bresks hjálparstarfsmanns, David Haines að nafni. Haines er þriðji Vesturlandabúinn sem samtökin taka af lífi í Sýrlandi með þessari aðferð, og birta myndband því til staðfestingar. Cameron hefur ekki kynnt neinar hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en Bandaríkin hafa undanfarið verið að safna liði á meðal vestrænna og arabískra stjórnvalda. Bandaríkin hafa sjálf gert fjölmargar loftárásir á vígasveitirnar síðustu vikurnar. Arababandalagið hefur einnig samþykkt að hefja hernað gegn Íslamska ríkinu. Tyrkland hyggst hins vegar standa hjá, enda sjá tyrknesk stjórnvöld sér engan hag í að styðja við Kúrda í norðurhluta Íraks. Kúrdar í Írak og Tyrklandi hafa lengi viljað stofna sjálfstætt ríki, en Tyrkir mega ekki til slíks hugsa. Vígasveitir Íslamska ríkisins, sem hafa á sínu valdi stór svæði bæði í Sýrlandi og Írak, hafa eflst mjög á síðustu vikum og mánuðum. Bandarískir leyniþjónustumenn fullyrða að samtökin þurfi ekki lengur að treysta á fjárframlög frá auðkýfingum við Persaflóann heldur séu þau farin að þéna meira en þrjár milljónir Bandaríkjadala á dag með olíusmygli, mansali, þjófnaði og fjárkúgunum. Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Sjá meira
„Þeir eru engir múslimar, þeir eru skrímsli,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um liðsmenn Íslamska ríkisins sem í gær birtu myndband sem sagt var sýna afhöfðun bresks hjálparstarfsmanns, David Haines að nafni. Haines er þriðji Vesturlandabúinn sem samtökin taka af lífi í Sýrlandi með þessari aðferð, og birta myndband því til staðfestingar. Cameron hefur ekki kynnt neinar hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en Bandaríkin hafa undanfarið verið að safna liði á meðal vestrænna og arabískra stjórnvalda. Bandaríkin hafa sjálf gert fjölmargar loftárásir á vígasveitirnar síðustu vikurnar. Arababandalagið hefur einnig samþykkt að hefja hernað gegn Íslamska ríkinu. Tyrkland hyggst hins vegar standa hjá, enda sjá tyrknesk stjórnvöld sér engan hag í að styðja við Kúrda í norðurhluta Íraks. Kúrdar í Írak og Tyrklandi hafa lengi viljað stofna sjálfstætt ríki, en Tyrkir mega ekki til slíks hugsa. Vígasveitir Íslamska ríkisins, sem hafa á sínu valdi stór svæði bæði í Sýrlandi og Írak, hafa eflst mjög á síðustu vikum og mánuðum. Bandarískir leyniþjónustumenn fullyrða að samtökin þurfi ekki lengur að treysta á fjárframlög frá auðkýfingum við Persaflóann heldur séu þau farin að þéna meira en þrjár milljónir Bandaríkjadala á dag með olíusmygli, mansali, þjófnaði og fjárkúgunum.
Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Sjá meira