Erlent

WHO segir óhjákvæmilegt að ebólusýktum muni fjölga í Evrópu

Samúel Karl Ólason skrifar
Heilbrigðisstarfsmenn víða um Evrópu hafa æft sig í viðbrögðum við útbreiðslu ebólu í Evrópu.
Heilbrigðisstarfsmenn víða um Evrópu hafa æft sig í viðbrögðum við útbreiðslu ebólu í Evrópu. Vísir/AFP
Það er óhjákvæmilegt að fleiri ebólusmit muni koma upp í Evrópu, samkvæmt framkvæmdastjóra Aljóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Zsuzsanna Jakab segir þó að heimsálfan sé vel í stakk búinn til að hefta útbreiðslu veirunnar.

Nú hafa heilbrigðisstarfsmenn frá Noregi og Spáni greinst með veirunna. Spænsk hjúkka sem smitaðist er nú á sjúkrahúsi ásamt þremur öðrum. Hún er fyrsta manneskjan sem vitað er að smitaðist af ebólu utan Afríku.

Jakab sagði Reuters fréttaveitunni að mjög líklegt væri að slíkt myndi gerast aftur. „Það er óhjákvæmilegt að svona atvik muni gerast aftur í framtíðinni vegna fjölda ferðalanga á milli Evrópu og þeirra landa sem sýkingin er í.“

Um 7.200 manns hafa smitast af veirunni í Gíneu, Síerra Leóne og í Líberíu. Þar af hafa minnst 3.400 látið lífið.


Tengdar fréttir

Bandaríkjamaðurinn í lífshættu

Níu hafa verið færðir í sóttkví vegna gruns um smit, þar á meðal unnusta hans og sonur, en grunur leikur á að fimmtíu til viðbótar séu í hættu.

Ebólusmitið á Spáni til rannsóknar

Rannsókn er nú hafin á því hvernig það gat gerst að hjúkrunarfræðingur á Spáni smitaðist af Ebólu. Hún er fyrsti sjúklingurinn sem smitast af hinum banvæna sjúkdómi utan Vestur-Afríku.

Norskur læknir með ebólu

Norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra í Síerra Leóne hefur smitast af ebólu og verður flutt heim til Noregs til meðferðar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×