Erlent

Sókn IS brotin á bak aftur

Bjarki Ármannsson skrifar
Fjögur hundruð manns hið minnsta hafa látist í átökunum um Kobane síðastliðnar þrjár vikur.
Fjögur hundruð manns hið minnsta hafa látist í átökunum um Kobane síðastliðnar þrjár vikur. Vísir/AFP
Útlit er fyrir að sókn hersveita Íslamska ríkisins að landamærabænum Kobane hafi verið stöðvuð í bili eftir ítrekaðar loftárásir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra.

Recep Erdogan Tyrklandsforseti sagði fyrr í dag að vígamenn væru við það að ná stjórn á bænum. Erdogan hefur ekki sent hersveitir yfir landamærin til Sýrlands til að berjast gegn íslamistunum og hefur það vakið reiði marga samlanda hans. Að minnsta kosti níu létu lífið í mótmælum í Tyrklandi í dag vegna þessa.

Í síðustu tilkynningu frá Bandaríkjaher segir að fimm loftárásir hafi verið gerðar í dag og í gær í grennd við Kobane. Fréttamenn BBC á staðnum segja hinsvegar að átta árásir hafi verið gerðar frá því seint í nótt.

Hersveitir sýrlenskra Kúrda sögðu árásirnar þær áhrifamestu hingað til en að beðið hafi verið með þær allt of lengi. Fjögur hundruð manns hið minnsta hafa látist í átökum Kúrda og Íslamska ríkisins um Kobane síðastliðnar þrjár vikur. Um 160 þúsund Sýrlendingar hafa flúið yfir landamærin og leitað hælis í Tyrklandi.


Tengdar fréttir

Halda áfram árásum á liðsmenn IS

Talsmaður Bandaríkjahers segir árásum á stöðvar IS nærri landamærum Íraks og Sýrlands og í austurhluta Sýrlands hafi verið haldið áfram í dag.

Gerðu loftárásir við Kobane

Loftárásirnar hófust seint í gærkvöldi um sama leiti og vopnaðar sveitir Kúrda ráku vígamenn IS úr austurhluta borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×