Erlent

Hörð barátta um sýrlensku borgina Kobane

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá borginni Kobane þar sem harðir bardagar hafa geisað milli Kúrda og IS
Frá borginni Kobane þar sem harðir bardagar hafa geisað milli Kúrda og IS Vísir/Getty
Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa umkringt sýrlensku borgina Kobane sem er á landamærum Tyrklands og Sýrlands, og hafa harðir bardagar geisað þar í dag.

Fram kemur á vef BBC að bygging og tvö ökutæki hryðjuverkasamtakanna í Kobane hafi verið eyðilögð í dag í loftárásum sem Bandaríkin leiddu en Sádi Arabía, Jórdanía og Sameinuðu arabísku furstadæmin tóku einnig þátt í árásum.

Yfir 100.000 manns hafa flúið frá Kobane yfir til Tyrklands vegna sóknar Íslamska ríkisins.

Kúrdar hafa reynt að verja borgina fyrir árásum hryðjuverkasamtakanna og telja loftárásirnar skila árangri en baráttunni um Kobane er þó hvergi nærri lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×