Erlent

Gerðu loftárásir við Kobane

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Bandaríkin og bandamenn þeirra gerðu loftárásir gegn vígamönnum Íslamska ríkisins við borgina Kobani á landamærum Sýrlands og Tyrklands. IS hefur nú reynt að hertaka borgina í þrjár vikur og um 160 þúsund manns hafa flúið undan sókn IS og flestir þeirra yfir landamærin til Tyrklands.

Loftárásirnar hófust seint í gærkvöldi um sama leiti og vopnaðar sveitir Kúrda, sem varið hafa borgina við illan leik, ráku vígamenn IS úr austurhluta hennar.

AP fréttaveitan segir frá því að gerðar hafi verið nokkrar loftárásir á síðustu tveimur vikum, en þær hafi lítið sem ekkert dregið úr IS, sem hafi hertekið fjölda nálægra þorpa í sókn sem hófst um miðjan september.


Tengdar fréttir

Kobani við það að falla

Vígamenn ISIS samtakanna í Sýrlandi eru sagðir við það að ná borginni Kobani á sitt vald sem er talið hafa gríðarlega hernaðarlega þýðingu í för með sér. Borgin er rétt við landamæri Tyrklands þar sem Kúrdar eru fjölmennir og nái ISIS menn völdum í borginni er óttast um líf íbúanna sem taldir eru villutrúar af ofstækismönnunum.

Ekkert lát á flóttamannastraumnum

Rúmlega 100 þúsund flóttamenn hafa nú leitað yfir landamærin til Tyrklands undan árásum Íslamska ríkisins í norðanverðu Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×