Innlent

Skurðlæknar samþykkja verkfallsaðgerðir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Félagar Skurðlæknafélags Íslands samþykktu með 96 prósentum atkvæða að fara í verkfallsaðgerðir. Rúmlega 94 prósent félagsmanna tóku þátt.

„Framar öðru er þetta sorglegt og mikill áfellisdómur um stjórnun íslensks heilbrigðiskerfis,“ segir Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður stjórnar og samninganefndar Skurðlæknafélags Íslands.

Næsti fundur með samninganefnd ríkisins er boðaður hjá ríkissáttasemjara á föstudaginn, 10. október.


Tengdar fréttir

Skurðlæknar vilja í verkfall

Kjaraviðræðum Skurðlæknafélags Íslands og ríkisins lauk án árangurs í húsakynnum ríkissáttasemjara í kvöld.

Verkfall hafi mikil áhrif á heilbrigðisstofnanir

Læknar hafa ákveðið að ganga til kosninga um verkfallsaðgerðir. Formaður Læknafélags Íslands segir að verkfall muni hafa umtalsverð áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana en vonar að hætta skapist ekki fyrir sjúklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×