Innlent

Læknafélag Íslands leggur til vinnustöðvun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/aðsend
Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum Læknafélags Íslands (LÍ) við Samninganefnd ríkisins og telur stjórn  LÍ að ekki verið komist hjá því að leggja til við félagsmenn að þeir samþykki vinnustöðvun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en þar segir að fundur félagsmanna sem haldinn var í kvöld hafi verið sá fjölmennasti í sögu félagsins. Atkvæðagreiðsla um boðaðar verkfallsaðgerðir er hafin og stendur til miðnættis 8. október.

Þorbjörn Jónsson, formaður LÍ, sagði á fundinum að verkfall lækna snérist ekki eingöngu um kjör þeirra heldur framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Læknum sé það ekki ljúft að standa í þessum sporum en það skipti máli að í þessum kjarasamningum náist fram breytingar sem hindra frekari atgervisflótta lækna og tryggja samkeppnishæfni landsins. Með órofa samstöðu geti læknar sent sterk og skýr skilaboð til ráðamanna. 

Með boðuðum verkfallsaðgerðum er þrýst á ríkisvaldið að semja við lækna, en þeir hafa verið án kjarasamnings í meira en 8 mánuði. Verkfallsaðgerðirnar verða hófstilltar og þrátt fyrir verkfall lækna verður tryggð sambærileg mönnun og tíðkast á frídögum.


Tengdar fréttir

Skurðlæknar vilja í verkfall

Kjaraviðræðum Skurðlæknafélags Íslands og ríkisins lauk án árangurs í húsakynnum ríkissáttasemjara í kvöld.

Félagsmenn kjósa um verkfall

Stjórn læknafélagsins kom saman til fundar síðdegis í gær þar sem rætt var um væntanlegar verkfallsaðgerðir meðal félagsmanna.

Verkfall hafi mikil áhrif á heilbrigðisstofnanir

Læknar hafa ákveðið að ganga til kosninga um verkfallsaðgerðir. Formaður Læknafélags Íslands segir að verkfall muni hafa umtalsverð áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana en vonar að hætta skapist ekki fyrir sjúklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×