Innlent

Staðfesta bann við hvalabjór

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að staðfesta eigi úrskurð heilbrigðiseftirlits Vesturlands, um bann við sölu hvalabjórs. Þann 13. janúar stöðvaði heilbrigðiseftirlitið markaðssetningu og sölu bjórsins, en Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra leyfði söluna aftur.

Þrátt fyrir úrskurð sinn telur ráðuneytið að hvalabjórinn hafi verið öruggur neytendum.

Brugghús-Steðja ehf. lagði fram stjórnsýslukæru og fór fram á að úrskurður heilbrigðiseftirlitsins yrði ógildur. Eftirlitið stöðvaði söluna og innkallaði bjórinn vegna þess að hann innihélt hvalamjöl.

Niðurstaða ráðuneytisins er að Hvalur hf. hafi ekki mátt afhenda brugghúsinu hvalamjöl þar sem Hvalur hefur ekki starfsleyfi til að framleiða og afhenda hvalamjöl sem matvæli. Þá hafi brugghúsið brotið lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, við meðhöndlun hvalamjölsins.

„Þar af leiðandi hafi heilbrigðiseftirliti Vesturlands borið að stöðva sölu og innkalla hvalabjór.“

Úrskurð ráðuneytisins má sjá hér.


Tengdar fréttir

Hvalabjórinn seldist upp í fyrstu vikunni

Þorrabjórinn Hvalur sem Brugghús Steðja framleiðir seldist upp hjá framleiðanda á innan við viku frá því bruggghúsinu var heimilt að selja bjórinn.

Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu

Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki úrskurðað um lagagrundvöll ákvörðunar um að banna sölu á Hvalabjór Steðja. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra heimilaði sölu á bjórnum í janúar síðastliðnum og varan kláraðist viku síðar.

Fengu leyfi fyrir hvalabjórnum

Umhverfis- og auðlindaráðherra heimilaði í gær sölu og dreifingu á hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði.

Ekkert sem réttlætir ákvörðun ráðherra

Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telja að ekkert nýtt hafi komið fram í kæru framleiðanda hvalabjórs sem réttlætir þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að afturkalla sölubann á bjórnum.

Hvalamjölið í Hvalabjórnum fimm ára gamalt

Neytendasamtökin segja það áhyggjuefni ef ráðherrar taka upp á því að breyta ákvörðun nánast eftir eigin geðþótta þegar eftirlitsstofnanir sinna skyldum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×