Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu Haraldur Guðmundsson skrifar 12. september 2014 09:04 Í skriflegu svari Sigurðar Inga Jóhannssonar við fyrirspurn Marðar Árnasonar segir að niðurstaða um lagagrundvöllinn muni ekki liggja fyrir fyrr en að lokinni ítarlegri skoðun á málinu. Enginn úrskurður liggur fyrir um hvort Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfisráðherra hafi verið heimilt að leyfa sölu á Hvalabjór Brugghúss Steðja. Rúmir átta mánuðir eru liðnir síðan ráðuneyti hans ákvað að meta lagagrundvöll ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um að banna sölu á bjórnum. Í janúar síðastliðnum lagði eigandi brugghússins fram stjórnsýslukæru eftir að heilbrigðiseftirlitið hafði gefið út fyrirmæli um sölustöðvun og innköllun þorrabjórsins. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ákvað þá að fresta sölubanninu þangað til úrskurður þess um lagagrundvöll ákvörðunar eftirlitsins lægi fyrir. Varan var uppseld rúmri viku síðar eftir að fimm þúsund lítrar af bjórnum höfðu selst í verslunum ÁTVR. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir stefnt að því að úrskurður liggi fyrir innan fárra vikna. „Ráðuneytið hefur þurft að afla ítarlegra upplýsinga varðandi þetta mál þar sem málið er bæði flókið og sérhæft. Það var ekki fyrr en í síðustu viku sem síðustu upplýsingar bárust ráðuneytinu svo að málið yrði tækt til úrskurðar,“ segir í skriflegu svari hans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ákvörðun ráðuneytisins á Alþingi í febrúar síðastliðnum og sagði hana vera „geðþóttastjórnsýslu“. Í svari ráðherra við fyrirspurn Marðar kom fram að ráðuneytið teldi lagagrundvöll ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands óljósan. Umsagnir Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlitsins um stjórnsýslukæru Steðja fylgdu svarinu og lágu fyrir þegar ákvörðunin um að heimila sölu á bjórnum var tekin. Í umsögnunum kemur fram að brugghúsið hafði notað fjögurra til fimm ára gamalt hvalmjöl frá Hval hf. í framleiðsluna. Mjölið uppfyllti ekki skilyrði matvælalaga enda ekki ætlað til manneldis. Síðar var greint frá því að mjölið innihéldi meðal annars innyfli og þarma hvala. „Nú hefur komið í ljós að ráðherra meinti ekkert með þessu og það er alveg augljóst að ekkert gerðist fyrr en fjölmiðlar byrjuðu að grennslast fyrir. Það er hins vegar ánægjulegt að málið klárist fyrir næsta bóndadag þegar þorrinn hefst,“ segir Mörður í samtali við Fréttablaðið. Alþingi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Enginn úrskurður liggur fyrir um hvort Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfisráðherra hafi verið heimilt að leyfa sölu á Hvalabjór Brugghúss Steðja. Rúmir átta mánuðir eru liðnir síðan ráðuneyti hans ákvað að meta lagagrundvöll ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um að banna sölu á bjórnum. Í janúar síðastliðnum lagði eigandi brugghússins fram stjórnsýslukæru eftir að heilbrigðiseftirlitið hafði gefið út fyrirmæli um sölustöðvun og innköllun þorrabjórsins. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ákvað þá að fresta sölubanninu þangað til úrskurður þess um lagagrundvöll ákvörðunar eftirlitsins lægi fyrir. Varan var uppseld rúmri viku síðar eftir að fimm þúsund lítrar af bjórnum höfðu selst í verslunum ÁTVR. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir stefnt að því að úrskurður liggi fyrir innan fárra vikna. „Ráðuneytið hefur þurft að afla ítarlegra upplýsinga varðandi þetta mál þar sem málið er bæði flókið og sérhæft. Það var ekki fyrr en í síðustu viku sem síðustu upplýsingar bárust ráðuneytinu svo að málið yrði tækt til úrskurðar,“ segir í skriflegu svari hans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ákvörðun ráðuneytisins á Alþingi í febrúar síðastliðnum og sagði hana vera „geðþóttastjórnsýslu“. Í svari ráðherra við fyrirspurn Marðar kom fram að ráðuneytið teldi lagagrundvöll ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands óljósan. Umsagnir Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlitsins um stjórnsýslukæru Steðja fylgdu svarinu og lágu fyrir þegar ákvörðunin um að heimila sölu á bjórnum var tekin. Í umsögnunum kemur fram að brugghúsið hafði notað fjögurra til fimm ára gamalt hvalmjöl frá Hval hf. í framleiðsluna. Mjölið uppfyllti ekki skilyrði matvælalaga enda ekki ætlað til manneldis. Síðar var greint frá því að mjölið innihéldi meðal annars innyfli og þarma hvala. „Nú hefur komið í ljós að ráðherra meinti ekkert með þessu og það er alveg augljóst að ekkert gerðist fyrr en fjölmiðlar byrjuðu að grennslast fyrir. Það er hins vegar ánægjulegt að málið klárist fyrir næsta bóndadag þegar þorrinn hefst,“ segir Mörður í samtali við Fréttablaðið.
Alþingi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira