FH og Breiðablik hlunnfarin um milljónir í sölunni á Gylfa Þór Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2014 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson byrjar vel hjá Swansea. vísir/getty Breiðablik og FH fengu bæði væna greiðslu þegar Tottenham seldi Gylfa Þór Sigurðsson til Swansea í sumar, en Hafnfirðingurinn hefur farið frábærlega af stað með velska félaginu í úrvalsdeildinni ensku. Þó liðin spili í sömu deild eru félögin hvort frá sínu landinu og hvort með sitt knattspyrnusambandið á bakvið sig. Og eins og alltaf þegar leikmenn færa sig á milli knattspyrnusambanda er fimm prósent af greiðslunni haldið eftir og deilt niður á uppeldisfélög viðkomandi leikmanns. Engir peningar fóru á milli handa Tottenham og Swansea þar sem velska félagið borgaði fyrir Gylfa með tveimur leikmönnum; bakverðinum Ben Davies og markverðinum MichelVorm. Þrátt fyrir það þurftu félögin að verðmeta söluna innan kerfisins FIFA svo hægt sé t.a.m. að greiða uppeldisfélögum Gylfa Þórs þá peninga sem þau eiga rétt á.Michel Vorm.vísir/gettyFram kom í fréttum að salan væri verðmetin á tíu milljónir punda, og samkvæmt heimildum Vísis er það nákvæmlega sú tala sem uppeldisfélög (félög sem viðkomandi leikmaður spilaði með frá 12-23 ára aldurs) allra leikmannanna sem um ræðir; Gylfa Þórs, Davies og Vorms, telja rétta. Tíu milljónir punda eru jafnvirði rétt tæpra tveggja milljarða króna, en FH á að fá hálft prósent af þeirri upphæð, Breiðablik eitt prósent, Reading tvö prósent og Hoffenheim 1,5 prósent. Samtals fimm prósent af söluverðinu. Sú upphæð átti að tryggja Blikum tæpar 20 milljónir króna og FH-ingum tæpar tíu milljónir króna, en kaupverðið sem upp er gefið er ekki tveir milljarðar króna. Ben Davies var verðlagður á sex milljónir punda en Vorm fór í rauninni án greiðslu. Heildarupphæðin sem uppeldisfélögin sem þurftu að miða við voru tæpir 1,2 milljarðar króna. FH-ingar fengu því 5,8 milljónir króna í sinn hlut og Blikar 11,6 milljónir króna. Reading fékk 23,2 milljónir og þýska félagið Hoffenheim 17,4 milljónir. Þetta kemur verst við hollenska félagið Utrecht sem fær ekki krónu í sinn hlut, en Michel Vorm spilaði með liðinu þegar hann var 22 og 23 ára, en þau ár gefa mest í prósentuhlutfalli. Samkvæmt heimildum Vísis leitar Utrecht nú réttar síns hjá FIFA, en hollenska félagið tekur ekki í mál að Vorm hafi verið seldur til Tottenham án greiðslu. Það vill fá hann verðlagðan á fjórar milljónir punda. Fari svo að Utrecht vinni málið fá Blikar og FH-ingar auka greiðslu; FH 3,8 milljónir króna og Breiðablik 7,7 milljónir. Í heildina voru íslensku félögin hlunnfarin um 11,5 milljónir króna vegna tombólusölu Swansea á Vorm, sem Utrecht ætlar sem fyrr segir ekki að láta kjurrt liggja. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Breiðablik og FH fengu bæði væna greiðslu þegar Tottenham seldi Gylfa Þór Sigurðsson til Swansea í sumar, en Hafnfirðingurinn hefur farið frábærlega af stað með velska félaginu í úrvalsdeildinni ensku. Þó liðin spili í sömu deild eru félögin hvort frá sínu landinu og hvort með sitt knattspyrnusambandið á bakvið sig. Og eins og alltaf þegar leikmenn færa sig á milli knattspyrnusambanda er fimm prósent af greiðslunni haldið eftir og deilt niður á uppeldisfélög viðkomandi leikmanns. Engir peningar fóru á milli handa Tottenham og Swansea þar sem velska félagið borgaði fyrir Gylfa með tveimur leikmönnum; bakverðinum Ben Davies og markverðinum MichelVorm. Þrátt fyrir það þurftu félögin að verðmeta söluna innan kerfisins FIFA svo hægt sé t.a.m. að greiða uppeldisfélögum Gylfa Þórs þá peninga sem þau eiga rétt á.Michel Vorm.vísir/gettyFram kom í fréttum að salan væri verðmetin á tíu milljónir punda, og samkvæmt heimildum Vísis er það nákvæmlega sú tala sem uppeldisfélög (félög sem viðkomandi leikmaður spilaði með frá 12-23 ára aldurs) allra leikmannanna sem um ræðir; Gylfa Þórs, Davies og Vorms, telja rétta. Tíu milljónir punda eru jafnvirði rétt tæpra tveggja milljarða króna, en FH á að fá hálft prósent af þeirri upphæð, Breiðablik eitt prósent, Reading tvö prósent og Hoffenheim 1,5 prósent. Samtals fimm prósent af söluverðinu. Sú upphæð átti að tryggja Blikum tæpar 20 milljónir króna og FH-ingum tæpar tíu milljónir króna, en kaupverðið sem upp er gefið er ekki tveir milljarðar króna. Ben Davies var verðlagður á sex milljónir punda en Vorm fór í rauninni án greiðslu. Heildarupphæðin sem uppeldisfélögin sem þurftu að miða við voru tæpir 1,2 milljarðar króna. FH-ingar fengu því 5,8 milljónir króna í sinn hlut og Blikar 11,6 milljónir króna. Reading fékk 23,2 milljónir og þýska félagið Hoffenheim 17,4 milljónir. Þetta kemur verst við hollenska félagið Utrecht sem fær ekki krónu í sinn hlut, en Michel Vorm spilaði með liðinu þegar hann var 22 og 23 ára, en þau ár gefa mest í prósentuhlutfalli. Samkvæmt heimildum Vísis leitar Utrecht nú réttar síns hjá FIFA, en hollenska félagið tekur ekki í mál að Vorm hafi verið seldur til Tottenham án greiðslu. Það vill fá hann verðlagðan á fjórar milljónir punda. Fari svo að Utrecht vinni málið fá Blikar og FH-ingar auka greiðslu; FH 3,8 milljónir króna og Breiðablik 7,7 milljónir. Í heildina voru íslensku félögin hlunnfarin um 11,5 milljónir króna vegna tombólusölu Swansea á Vorm, sem Utrecht ætlar sem fyrr segir ekki að láta kjurrt liggja.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira