Óttast útbreiðslu ebólu Birta Björnsdóttir skrifar 9. október 2014 20:00 Peter Piot var í teymi vísindamanna sem uppgötvaði ebóluveiruna í blóðsýni úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Þetta var árið 1976 en það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða. Piot gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Piot segist í upphafi ekki hafa óttast að ebóla myndi ná útbreiðslu en hann hafi áttað sig á því í júní að ástandið væri grafalvarlegt. „Þetta er háalvarlegur faraldur, meðal annars fyrir þær sakir hversu hátt hlutfall þeirra sem sýkjast deyja. Um 80-90% sýktra láta lífið fái þeir ekki viðeigandi meðferð,” sagði hann. Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segist óttast ólýsanlegan harmleik á alheimsvísu í kjölfarið. Undir þessar áhyggjur Piots tekur Bryndís Sigurðardóttir. „Það er hörmungarástand. Ég er sammála yfirllýsingu Alþjóða heilbrigðismálaráðuneytisins þar sem menn segja ástandið grafaalvarlegt. Ef faraldurinn heldur áfram óbreyttur verða um 20 þúsund smitaðir í lok nóvember og jafnvel milljón í lok janúar. Það eru ógnvænlegar tölur," segir Bryndís, sem er settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Ebóla var meðal efnis fundar hjá velferðarnefnd Alþingis í gær þar sem farið var yfir stöðu mála hér á landi. Verið er að fullmanna hátt í þrjátíu manna viðbragðsteymi sem tekur til starfa ef ebólusmit kemur upp hér á landi. Þar kom meðal annars fram að hér á landi er ekki til viðunandi einangrunardeild líkt og á hinum Norðurlöndunum en að bráðalyflækningadeildin A2 í Fossvogi sé sú eina á landinu sem búin viðunandi loftræstingu. Yrði hún því notuð í breyttri mynd komi upp tilfelli af ebólu hér á landi. „Sóttvarnarlækir benti á fundinum á að milli Norðurlandanna væri samkomulag svo löndin eru skuldbundin til að aðstoða hvort annað komi til krísuástands, varðandi sjúkraflutninga og innlagnir," sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, á Alþingi í gær. „Það eru afar litlar líkur á því að þessi faraldur breiðist út í vestrænum löndum þar sem við höfum aðgang að sýkingavörnum og búnaði. Aðstæðurnar í Vestur-Afríku eru ólýsanlegar og aðbúnaður allur annar en sá sem við eigum að venjast. En innst inni hefur maður áhyggjur og við fylgjumst grannt með gangi mála í Bandaríkjunum og á Spáni,” segir Bryndís. Ebóla Tengdar fréttir Talin hafa snert andlit sitt með hanska Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. 9. október 2014 07:00 Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Um tíu manns vantar í hópinn sem settur var á laggirnar í júlí síðastliðnum. 9. október 2014 13:06 3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Hin 16 ára Promise og systkyni hennar mættu miklum fordómum eftir að foreldrar þeirra og fimm mánaða bróðir létust vegna veirunnar. 9. október 2014 10:37 SOS neyðaraðstoð vegna ebólu Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. 9. október 2014 15:29 Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segir að ef veiran stökkbreyti sér þá sé líklegt að hún breiðist hraðar út. 9. október 2014 08:52 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Peter Piot var í teymi vísindamanna sem uppgötvaði ebóluveiruna í blóðsýni úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Þetta var árið 1976 en það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða. Piot gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Piot segist í upphafi ekki hafa óttast að ebóla myndi ná útbreiðslu en hann hafi áttað sig á því í júní að ástandið væri grafalvarlegt. „Þetta er háalvarlegur faraldur, meðal annars fyrir þær sakir hversu hátt hlutfall þeirra sem sýkjast deyja. Um 80-90% sýktra láta lífið fái þeir ekki viðeigandi meðferð,” sagði hann. Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segist óttast ólýsanlegan harmleik á alheimsvísu í kjölfarið. Undir þessar áhyggjur Piots tekur Bryndís Sigurðardóttir. „Það er hörmungarástand. Ég er sammála yfirllýsingu Alþjóða heilbrigðismálaráðuneytisins þar sem menn segja ástandið grafaalvarlegt. Ef faraldurinn heldur áfram óbreyttur verða um 20 þúsund smitaðir í lok nóvember og jafnvel milljón í lok janúar. Það eru ógnvænlegar tölur," segir Bryndís, sem er settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Ebóla var meðal efnis fundar hjá velferðarnefnd Alþingis í gær þar sem farið var yfir stöðu mála hér á landi. Verið er að fullmanna hátt í þrjátíu manna viðbragðsteymi sem tekur til starfa ef ebólusmit kemur upp hér á landi. Þar kom meðal annars fram að hér á landi er ekki til viðunandi einangrunardeild líkt og á hinum Norðurlöndunum en að bráðalyflækningadeildin A2 í Fossvogi sé sú eina á landinu sem búin viðunandi loftræstingu. Yrði hún því notuð í breyttri mynd komi upp tilfelli af ebólu hér á landi. „Sóttvarnarlækir benti á fundinum á að milli Norðurlandanna væri samkomulag svo löndin eru skuldbundin til að aðstoða hvort annað komi til krísuástands, varðandi sjúkraflutninga og innlagnir," sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, á Alþingi í gær. „Það eru afar litlar líkur á því að þessi faraldur breiðist út í vestrænum löndum þar sem við höfum aðgang að sýkingavörnum og búnaði. Aðstæðurnar í Vestur-Afríku eru ólýsanlegar og aðbúnaður allur annar en sá sem við eigum að venjast. En innst inni hefur maður áhyggjur og við fylgjumst grannt með gangi mála í Bandaríkjunum og á Spáni,” segir Bryndís.
Ebóla Tengdar fréttir Talin hafa snert andlit sitt með hanska Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. 9. október 2014 07:00 Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Um tíu manns vantar í hópinn sem settur var á laggirnar í júlí síðastliðnum. 9. október 2014 13:06 3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Hin 16 ára Promise og systkyni hennar mættu miklum fordómum eftir að foreldrar þeirra og fimm mánaða bróðir létust vegna veirunnar. 9. október 2014 10:37 SOS neyðaraðstoð vegna ebólu Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. 9. október 2014 15:29 Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segir að ef veiran stökkbreyti sér þá sé líklegt að hún breiðist hraðar út. 9. október 2014 08:52 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Talin hafa snert andlit sitt með hanska Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. 9. október 2014 07:00
Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Um tíu manns vantar í hópinn sem settur var á laggirnar í júlí síðastliðnum. 9. október 2014 13:06
3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Hin 16 ára Promise og systkyni hennar mættu miklum fordómum eftir að foreldrar þeirra og fimm mánaða bróðir létust vegna veirunnar. 9. október 2014 10:37
SOS neyðaraðstoð vegna ebólu Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. 9. október 2014 15:29
Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segir að ef veiran stökkbreyti sér þá sé líklegt að hún breiðist hraðar út. 9. október 2014 08:52