Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2014 08:52 Margir samverkandi þættir hafa valdið því að ebóla varð að heimsfaraldri, að sögn Piot. Vísir/AFP Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segist í samtali við Guardian óttast óhugsandi harmleik vegna útbreiðslu sjúkdómsins. Piot var í teymi vísindamanna sem starfaði í Antwerpen og uppgötvaði ebóluveiruna í kjölfar þess að flugmaður kom með blóðsýni í Thermos-könnu á rannsóknarstofuna. Sýnið var úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða en Piot fór síðan til Zaire til frekari rannsókna. Hann var sá sem gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Í viðtalinu segir Piot að hann hafi ekki búist við því að ebóla kæmi til með að breiðast út um heiminn og verða að faraldri: „Ég hélt alltaf að ebóla, borin saman við HIV-veiruna eða malaríu, yrði ekki svo mikið vandamál vegna þess hversu staðbundin smitin voru. Þar af leiðandi náði veiran ekki mikilli útbreiðslu en í júní varð mér ljóst að eitthvað væri öðruvísi nú.“Peter Piot, belgíski læknirinn sem uppgötvaði ebólu árið 1976.Vísir/GettyLíklegt að veiran stökkbreyti sér og breiðist hraðar út Piot segir að margir samverkandi þættir hafi valdið því að ebóla hefur orðið að faraldri. Bæði hafi skrifstofur Alþjóðaheilbrigðisstofnunar í Afríku verið illa mannaðar auk þess sem höfuðstöðvar stofnunarinnar í Genf hafi þurft að þola mikinn niðurskurð. Þá hafi sum löndin þar sem sjúkdómurinn kom upp og tók að breiðast út glímt við mjög ótryggt ástand í stjórnmálum vegna borgarastyrjalda. Læknar hafi því flúið í umvörpum og tekur hann sem dæmi að í Líberíu hafi aðeins verið starfandi 51 læknir árið 2010. Síðan þá hafi margir þeirra dáið vegna ebólu. Aðspurður hvort að alþjóðasamfélagið hafi hreinlega misst stjórn á útbreiðslu sjúkdómsins segir Piot: „Ég hef alltaf verið bjartsýnismaður og við verðum hreinlega að reyna allt. Það er gott að Bandaríkin og nokkur önnur lönd séu byrjuð að hjálpa til en lönd á borð við Belgíu og Þýskaland verða að gera miklu meira. Það verður öllum að vera ljóst að þetta er ekki lengur bara faraldur heldur algjört neyðarástand.“ Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt vegna þess að fleiri séu sífellt að smitast, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segir að þá yrði um enn meiri harmleik að ræða en nú. Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segist í samtali við Guardian óttast óhugsandi harmleik vegna útbreiðslu sjúkdómsins. Piot var í teymi vísindamanna sem starfaði í Antwerpen og uppgötvaði ebóluveiruna í kjölfar þess að flugmaður kom með blóðsýni í Thermos-könnu á rannsóknarstofuna. Sýnið var úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða en Piot fór síðan til Zaire til frekari rannsókna. Hann var sá sem gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Í viðtalinu segir Piot að hann hafi ekki búist við því að ebóla kæmi til með að breiðast út um heiminn og verða að faraldri: „Ég hélt alltaf að ebóla, borin saman við HIV-veiruna eða malaríu, yrði ekki svo mikið vandamál vegna þess hversu staðbundin smitin voru. Þar af leiðandi náði veiran ekki mikilli útbreiðslu en í júní varð mér ljóst að eitthvað væri öðruvísi nú.“Peter Piot, belgíski læknirinn sem uppgötvaði ebólu árið 1976.Vísir/GettyLíklegt að veiran stökkbreyti sér og breiðist hraðar út Piot segir að margir samverkandi þættir hafi valdið því að ebóla hefur orðið að faraldri. Bæði hafi skrifstofur Alþjóðaheilbrigðisstofnunar í Afríku verið illa mannaðar auk þess sem höfuðstöðvar stofnunarinnar í Genf hafi þurft að þola mikinn niðurskurð. Þá hafi sum löndin þar sem sjúkdómurinn kom upp og tók að breiðast út glímt við mjög ótryggt ástand í stjórnmálum vegna borgarastyrjalda. Læknar hafi því flúið í umvörpum og tekur hann sem dæmi að í Líberíu hafi aðeins verið starfandi 51 læknir árið 2010. Síðan þá hafi margir þeirra dáið vegna ebólu. Aðspurður hvort að alþjóðasamfélagið hafi hreinlega misst stjórn á útbreiðslu sjúkdómsins segir Piot: „Ég hef alltaf verið bjartsýnismaður og við verðum hreinlega að reyna allt. Það er gott að Bandaríkin og nokkur önnur lönd séu byrjuð að hjálpa til en lönd á borð við Belgíu og Þýskaland verða að gera miklu meira. Það verður öllum að vera ljóst að þetta er ekki lengur bara faraldur heldur algjört neyðarástand.“ Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt vegna þess að fleiri séu sífellt að smitast, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segir að þá yrði um enn meiri harmleik að ræða en nú.
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira