Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2014 08:52 Margir samverkandi þættir hafa valdið því að ebóla varð að heimsfaraldri, að sögn Piot. Vísir/AFP Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segist í samtali við Guardian óttast óhugsandi harmleik vegna útbreiðslu sjúkdómsins. Piot var í teymi vísindamanna sem starfaði í Antwerpen og uppgötvaði ebóluveiruna í kjölfar þess að flugmaður kom með blóðsýni í Thermos-könnu á rannsóknarstofuna. Sýnið var úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða en Piot fór síðan til Zaire til frekari rannsókna. Hann var sá sem gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Í viðtalinu segir Piot að hann hafi ekki búist við því að ebóla kæmi til með að breiðast út um heiminn og verða að faraldri: „Ég hélt alltaf að ebóla, borin saman við HIV-veiruna eða malaríu, yrði ekki svo mikið vandamál vegna þess hversu staðbundin smitin voru. Þar af leiðandi náði veiran ekki mikilli útbreiðslu en í júní varð mér ljóst að eitthvað væri öðruvísi nú.“Peter Piot, belgíski læknirinn sem uppgötvaði ebólu árið 1976.Vísir/GettyLíklegt að veiran stökkbreyti sér og breiðist hraðar út Piot segir að margir samverkandi þættir hafi valdið því að ebóla hefur orðið að faraldri. Bæði hafi skrifstofur Alþjóðaheilbrigðisstofnunar í Afríku verið illa mannaðar auk þess sem höfuðstöðvar stofnunarinnar í Genf hafi þurft að þola mikinn niðurskurð. Þá hafi sum löndin þar sem sjúkdómurinn kom upp og tók að breiðast út glímt við mjög ótryggt ástand í stjórnmálum vegna borgarastyrjalda. Læknar hafi því flúið í umvörpum og tekur hann sem dæmi að í Líberíu hafi aðeins verið starfandi 51 læknir árið 2010. Síðan þá hafi margir þeirra dáið vegna ebólu. Aðspurður hvort að alþjóðasamfélagið hafi hreinlega misst stjórn á útbreiðslu sjúkdómsins segir Piot: „Ég hef alltaf verið bjartsýnismaður og við verðum hreinlega að reyna allt. Það er gott að Bandaríkin og nokkur önnur lönd séu byrjuð að hjálpa til en lönd á borð við Belgíu og Þýskaland verða að gera miklu meira. Það verður öllum að vera ljóst að þetta er ekki lengur bara faraldur heldur algjört neyðarástand.“ Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt vegna þess að fleiri séu sífellt að smitast, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segir að þá yrði um enn meiri harmleik að ræða en nú. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segist í samtali við Guardian óttast óhugsandi harmleik vegna útbreiðslu sjúkdómsins. Piot var í teymi vísindamanna sem starfaði í Antwerpen og uppgötvaði ebóluveiruna í kjölfar þess að flugmaður kom með blóðsýni í Thermos-könnu á rannsóknarstofuna. Sýnið var úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða en Piot fór síðan til Zaire til frekari rannsókna. Hann var sá sem gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Í viðtalinu segir Piot að hann hafi ekki búist við því að ebóla kæmi til með að breiðast út um heiminn og verða að faraldri: „Ég hélt alltaf að ebóla, borin saman við HIV-veiruna eða malaríu, yrði ekki svo mikið vandamál vegna þess hversu staðbundin smitin voru. Þar af leiðandi náði veiran ekki mikilli útbreiðslu en í júní varð mér ljóst að eitthvað væri öðruvísi nú.“Peter Piot, belgíski læknirinn sem uppgötvaði ebólu árið 1976.Vísir/GettyLíklegt að veiran stökkbreyti sér og breiðist hraðar út Piot segir að margir samverkandi þættir hafi valdið því að ebóla hefur orðið að faraldri. Bæði hafi skrifstofur Alþjóðaheilbrigðisstofnunar í Afríku verið illa mannaðar auk þess sem höfuðstöðvar stofnunarinnar í Genf hafi þurft að þola mikinn niðurskurð. Þá hafi sum löndin þar sem sjúkdómurinn kom upp og tók að breiðast út glímt við mjög ótryggt ástand í stjórnmálum vegna borgarastyrjalda. Læknar hafi því flúið í umvörpum og tekur hann sem dæmi að í Líberíu hafi aðeins verið starfandi 51 læknir árið 2010. Síðan þá hafi margir þeirra dáið vegna ebólu. Aðspurður hvort að alþjóðasamfélagið hafi hreinlega misst stjórn á útbreiðslu sjúkdómsins segir Piot: „Ég hef alltaf verið bjartsýnismaður og við verðum hreinlega að reyna allt. Það er gott að Bandaríkin og nokkur önnur lönd séu byrjuð að hjálpa til en lönd á borð við Belgíu og Þýskaland verða að gera miklu meira. Það verður öllum að vera ljóst að þetta er ekki lengur bara faraldur heldur algjört neyðarástand.“ Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt vegna þess að fleiri séu sífellt að smitast, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segir að þá yrði um enn meiri harmleik að ræða en nú.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira