Stela Blikar Evrópusæti á markatölu? Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 13:15 Ívar Örn Jónsson úr Víkingi og Árni Vilhjálmsson eigast við í leik liðanna í gær. vísir/pjetur Víkingar eru heldur betur búnir að opna dyrnar fyrir Val, Fylki og Breiðablik í baráttunni um fjórða sæti Pepsi-deildarinnar, það síðasta sem gefur þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Nýliðarnir virtust vera með sætið í höndum sér fyrir nokkrum vikum síðan, en jafntefli gegn Val fyrir viku og tap gegn Breiðabliki í gær er búið að hleypa fleiri liðum í baráttuna um sætið sem gefur af sér tugi milljóna króna. Víkingar eru eftir sem áður í bílstjórasætinu með 30 stig, tveimur stigum á undan Val, fimm stigum á undan Fylki og sex stigum á undan Breiðabliki þegar tvær umferðir eru eftir. Þeir eiga þó eftir tvo erfiða leiki og geta hæglega misst af Evrópu. Stig gæti ekki einu sinni verið nóg í lokaumferðinni. Valsmenn eru líklegastir til að stela af þeim sætinu þegar litið er á töfluna, en þeir eiga reyndar leik gegn FH í næstu umferð. Hafnafjarðarliðið gefur ekkert eftir þar enda í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Valur mætir svo Breiðabliki á útivelli í lokaumferðinni, en þar getur annaðhvort liðið mögulega tryggt sér Evrópusæti tapi Víkingar síðustu tveimur leikjum sínum gegn KR og Keflavík. Keflvíkingar verða væntanlega að berjast fyrir lífi sínu í lokaumferðinni. Breiðablik er sex stigum á eftir Víkingum, en þeir eiga Þórsara í næstu umferð sem verða að teljast líkleg þrjú stig í sarpinn. Þá mæta þeir sem fyrr segir Valsmönnum í lokaumferðinni og geta þar tryggt sér Evrópusæti á markatölu tapi Víkingar sínum tveimur. Þá má ekki gleyma Fylki sem er fimm stigum á eftir Víkingum og eiga leiki eftir gegn Fjölni og Fram. Tvö lið úr neðri hluta deildarinnar, en þó lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Fylkir kemst í Evrópu með tveimur stigum svo fremi að Víkingar tapi sínum tveimur og Valur og Breiðablik geri jafntefli í lokaumferðinni.Nær Evrópu-Maggi Evrópusæti eftir allt saman?vísir/ernirStaðan í Evrópubaráttunni núna:4. Víkingur 30 (-1)5. Valur 28 (+1)6. Fylkir 25 (-6)7. Breiðablik 24 (+2)Víkingur kemst í Evrópudeildina ef... ... Víkingar vinna KR eða Keflavík og Valur tapar stigum gegn FH eða Breiðabliki. Þá væru Víkingar komnir með 33 stig og Valur fengi aldrei meira en 32. Vinni Víkingur annan hvorn leikinn skiptir engu máli hvað Fylkir og Breiðablik gera.Valur kemst í Evrópudeildina ef... ... Valur vinnur FH og Breiðablik og Víkingur fær fjögur stig gegn KR og Keflavík. Þá ætti Valur líklega að komast í Evrópu með betri markatölu og engu máli skiptir hvað Breiðablik og Fylkir gera. ... Valur vinnur annaðhvort FH eða Breiðablik og Víkingur tapar báðum. Þá enda Valsmenn með 31 stig, en Víkingur 30 stig. ... Valur vinnur annað hvort FH eða Breiðablik og Víkingur fær aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum. Fylkir má þá vinna báða sína en ekki vinna upp sjö marka mun milli sín og Vals. Breiðablik verður alltaf að vinna báða sína leiki.Fylkir kemst í Evrópudeildina ef... ... Fylkir vinnur bæði Fram og Fjölni og Víkingur tapar báðum og Valur fær aðeins eitt stig úr sínum tveimur leikjum. Fylkir og Valur geta bæði endað með 31 stig, en Fylkir er með verstu markatöluna. Líka gagnvart Víkingi sem er fimm mörkum á undan.Breiðablik kemst í Evrópudeildina ef... ... Það vinnur bæði Þór og Val, Víkingar tapa bæði gegn KR og Keflavík, Fylkir tapar stigum og Valur tapar stigum gegn FH. Þá endar Breiðablik með 30 stig líkt og Víkingur en kemst í Evrópu með betri markatölu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Víkingur 4-1 | Blikar í stuði gegn Víkingum Árni Vilhjálmsson skoraði þrennu þegar Blikar skelltu vængbrotnum Víkingum í rigningu og roki á Kópavogsvelli. 21. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Þór 2-0 | Evrópudraumur Vals lifir enn Valsmenn tryggðu sér sigur á Þór með tveimur síðbúnum mörkum. 21. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fram 4-2 | FH sigur í fjörugum leik FH náði þriggja stiga forystu í Pepis-deild karla með sigri á Fram. 21. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fylkir 0-1 | Sterkur sigur Fylkis í rokinu í Keflavík Fylkismenn kvöddu fallbaráttuna með sigri á Nettó-vellinum í dag. 21. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍBV 3-3 | ÍBV missti niður unninn leik KR og ÍBV skildu jöfn 3-3 í hörku leik á KR-vellinum í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. Leikmenn létu erfiðar aðstæður ekki slá sig út af laginu. 21. september 2014 00:01 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Víkingar eru heldur betur búnir að opna dyrnar fyrir Val, Fylki og Breiðablik í baráttunni um fjórða sæti Pepsi-deildarinnar, það síðasta sem gefur þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Nýliðarnir virtust vera með sætið í höndum sér fyrir nokkrum vikum síðan, en jafntefli gegn Val fyrir viku og tap gegn Breiðabliki í gær er búið að hleypa fleiri liðum í baráttuna um sætið sem gefur af sér tugi milljóna króna. Víkingar eru eftir sem áður í bílstjórasætinu með 30 stig, tveimur stigum á undan Val, fimm stigum á undan Fylki og sex stigum á undan Breiðabliki þegar tvær umferðir eru eftir. Þeir eiga þó eftir tvo erfiða leiki og geta hæglega misst af Evrópu. Stig gæti ekki einu sinni verið nóg í lokaumferðinni. Valsmenn eru líklegastir til að stela af þeim sætinu þegar litið er á töfluna, en þeir eiga reyndar leik gegn FH í næstu umferð. Hafnafjarðarliðið gefur ekkert eftir þar enda í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Valur mætir svo Breiðabliki á útivelli í lokaumferðinni, en þar getur annaðhvort liðið mögulega tryggt sér Evrópusæti tapi Víkingar síðustu tveimur leikjum sínum gegn KR og Keflavík. Keflvíkingar verða væntanlega að berjast fyrir lífi sínu í lokaumferðinni. Breiðablik er sex stigum á eftir Víkingum, en þeir eiga Þórsara í næstu umferð sem verða að teljast líkleg þrjú stig í sarpinn. Þá mæta þeir sem fyrr segir Valsmönnum í lokaumferðinni og geta þar tryggt sér Evrópusæti á markatölu tapi Víkingar sínum tveimur. Þá má ekki gleyma Fylki sem er fimm stigum á eftir Víkingum og eiga leiki eftir gegn Fjölni og Fram. Tvö lið úr neðri hluta deildarinnar, en þó lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Fylkir kemst í Evrópu með tveimur stigum svo fremi að Víkingar tapi sínum tveimur og Valur og Breiðablik geri jafntefli í lokaumferðinni.Nær Evrópu-Maggi Evrópusæti eftir allt saman?vísir/ernirStaðan í Evrópubaráttunni núna:4. Víkingur 30 (-1)5. Valur 28 (+1)6. Fylkir 25 (-6)7. Breiðablik 24 (+2)Víkingur kemst í Evrópudeildina ef... ... Víkingar vinna KR eða Keflavík og Valur tapar stigum gegn FH eða Breiðabliki. Þá væru Víkingar komnir með 33 stig og Valur fengi aldrei meira en 32. Vinni Víkingur annan hvorn leikinn skiptir engu máli hvað Fylkir og Breiðablik gera.Valur kemst í Evrópudeildina ef... ... Valur vinnur FH og Breiðablik og Víkingur fær fjögur stig gegn KR og Keflavík. Þá ætti Valur líklega að komast í Evrópu með betri markatölu og engu máli skiptir hvað Breiðablik og Fylkir gera. ... Valur vinnur annaðhvort FH eða Breiðablik og Víkingur tapar báðum. Þá enda Valsmenn með 31 stig, en Víkingur 30 stig. ... Valur vinnur annað hvort FH eða Breiðablik og Víkingur fær aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum. Fylkir má þá vinna báða sína en ekki vinna upp sjö marka mun milli sín og Vals. Breiðablik verður alltaf að vinna báða sína leiki.Fylkir kemst í Evrópudeildina ef... ... Fylkir vinnur bæði Fram og Fjölni og Víkingur tapar báðum og Valur fær aðeins eitt stig úr sínum tveimur leikjum. Fylkir og Valur geta bæði endað með 31 stig, en Fylkir er með verstu markatöluna. Líka gagnvart Víkingi sem er fimm mörkum á undan.Breiðablik kemst í Evrópudeildina ef... ... Það vinnur bæði Þór og Val, Víkingar tapa bæði gegn KR og Keflavík, Fylkir tapar stigum og Valur tapar stigum gegn FH. Þá endar Breiðablik með 30 stig líkt og Víkingur en kemst í Evrópu með betri markatölu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Víkingur 4-1 | Blikar í stuði gegn Víkingum Árni Vilhjálmsson skoraði þrennu þegar Blikar skelltu vængbrotnum Víkingum í rigningu og roki á Kópavogsvelli. 21. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Þór 2-0 | Evrópudraumur Vals lifir enn Valsmenn tryggðu sér sigur á Þór með tveimur síðbúnum mörkum. 21. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fram 4-2 | FH sigur í fjörugum leik FH náði þriggja stiga forystu í Pepis-deild karla með sigri á Fram. 21. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fylkir 0-1 | Sterkur sigur Fylkis í rokinu í Keflavík Fylkismenn kvöddu fallbaráttuna með sigri á Nettó-vellinum í dag. 21. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍBV 3-3 | ÍBV missti niður unninn leik KR og ÍBV skildu jöfn 3-3 í hörku leik á KR-vellinum í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. Leikmenn létu erfiðar aðstæður ekki slá sig út af laginu. 21. september 2014 00:01 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Víkingur 4-1 | Blikar í stuði gegn Víkingum Árni Vilhjálmsson skoraði þrennu þegar Blikar skelltu vængbrotnum Víkingum í rigningu og roki á Kópavogsvelli. 21. september 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Þór 2-0 | Evrópudraumur Vals lifir enn Valsmenn tryggðu sér sigur á Þór með tveimur síðbúnum mörkum. 21. september 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fram 4-2 | FH sigur í fjörugum leik FH náði þriggja stiga forystu í Pepis-deild karla með sigri á Fram. 21. september 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fylkir 0-1 | Sterkur sigur Fylkis í rokinu í Keflavík Fylkismenn kvöddu fallbaráttuna með sigri á Nettó-vellinum í dag. 21. september 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍBV 3-3 | ÍBV missti niður unninn leik KR og ÍBV skildu jöfn 3-3 í hörku leik á KR-vellinum í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. Leikmenn létu erfiðar aðstæður ekki slá sig út af laginu. 21. september 2014 00:01