Birkir Sveinsson: Má fresta leik alveg fram að fyrsta sparki Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 06:00 Fjölnismenn mæta Stjörnunni í lokaleik 20. umferðar í dag. Vísir/Stefán Fjölnir og Stjarnan mætast í mikilvægum leik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag klukkan 16.30 á Fjölnisvelli. Fjölnismenn berjast fyrir sæti sínu í deildinni en Stjarnan er í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn við FH. Liðin áttu að mætast á sunnudaginn en Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, lét fresta honum hálftíma áður en leikurinn átti að hefjast vegna veðurs. Mörgum kom á óvart hversu seint Garðar tók ákvörðunina, en hann var í fullum rétti þó stutt væri í leik. „Það má fresta leik alveg fram að fyrsta sparki. Eftir að liðin eru komin á leikstað er þetta alfarið í höndum dómarans,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri Knattspyrnusambands Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Bæði lið þurfa á sigri að halda, en hann hefur mikil áhrif bæði á toppbaráttuna í deildinni sem og botnbaráttuna. Því munar um þessa auka tveggja daga hvíld sem bæði lið fengu vegna frestunar leiksins. Á sama tíma var spilað bæði á Hlíðarenda í Reykjavík, Kópavogi og í Hafnarfirði. „Ég var ekki á staðnum en dómarinn mat aðstæður svona. Þær geta verið misjafnar og þær eru ekkert eins á öllum völlum. Við verðum bara að treysta dómaranum fyrir þessu,“ segir Birkir. Fjölnismenn eru með 19 stig í níunda sæti Pepsi-deildarinnar og geta endanlega kvatt falldrauginn takist þeim að leggja Stjörnuna að velli í kvöld. Fari svo eru FH-ingar heldur betur komnir í bílstjórasætið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, en þeir eru með þriggja stiga forskot á Garðbæinga eftir sigur á Fram á sunnudaginn. Stjörnumenn verða að vinna í kvöld til að jafna við FH-inga í baráttunni á toppnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Fjölnir og Stjarnan mætast í mikilvægum leik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag klukkan 16.30 á Fjölnisvelli. Fjölnismenn berjast fyrir sæti sínu í deildinni en Stjarnan er í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn við FH. Liðin áttu að mætast á sunnudaginn en Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, lét fresta honum hálftíma áður en leikurinn átti að hefjast vegna veðurs. Mörgum kom á óvart hversu seint Garðar tók ákvörðunina, en hann var í fullum rétti þó stutt væri í leik. „Það má fresta leik alveg fram að fyrsta sparki. Eftir að liðin eru komin á leikstað er þetta alfarið í höndum dómarans,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri Knattspyrnusambands Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Bæði lið þurfa á sigri að halda, en hann hefur mikil áhrif bæði á toppbaráttuna í deildinni sem og botnbaráttuna. Því munar um þessa auka tveggja daga hvíld sem bæði lið fengu vegna frestunar leiksins. Á sama tíma var spilað bæði á Hlíðarenda í Reykjavík, Kópavogi og í Hafnarfirði. „Ég var ekki á staðnum en dómarinn mat aðstæður svona. Þær geta verið misjafnar og þær eru ekkert eins á öllum völlum. Við verðum bara að treysta dómaranum fyrir þessu,“ segir Birkir. Fjölnismenn eru með 19 stig í níunda sæti Pepsi-deildarinnar og geta endanlega kvatt falldrauginn takist þeim að leggja Stjörnuna að velli í kvöld. Fari svo eru FH-ingar heldur betur komnir í bílstjórasætið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, en þeir eru með þriggja stiga forskot á Garðbæinga eftir sigur á Fram á sunnudaginn. Stjörnumenn verða að vinna í kvöld til að jafna við FH-inga í baráttunni á toppnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira