Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fjölnir - Stjarnan 0-0 | Stjarnan tapaði dýrmætum stigum Anton Ingi Leifsson á Fjölnisvelli skrifar 23. september 2014 10:47 Þórir Guðjónsson með Atla Jóhannsson á hælunum. Vísir/Pjetur Fjölnir og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli í Pepis-deild karla í kvöld, en leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Fjölnismenn fengu betri færi, en náðu ekki að nýta sér þau og því fór sem fór. Eins og fyrr segir var leikurinn ekki mikið fyrir augað. Bæði lið reyndu þó að sækja á sem flestum mönnum, en hægt var að telja færin á annari hendi eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var kaldur. Stjarnan var meira með boltann, en Fjölnismenn beittu skyndisóknum sem voru virkilega beittar. Stjörnumenn skildu oft á tíðum pláss eftir sig á miðjunni sem Þórir Guðjónsson og Guðmundur Karl Guðmundsson voru klókir í að finna sér, en þeir náðu ekki að búa til nægilega góð færi til að skora mark.Mark Charles Magee fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann klikkaði sannkölluðu dauðafæri eftir rúmlega hálftíma leik. Hann og Ragnar Leósson spiluðu þá laglega á milli sín, Magee fékk frábært færi, en skaut boltanum framhjá. Klaufi. Staðan var markalaus í hálfleik og ekkert var skorað í síðari hálfleik þrátt fyrir ágætis tilburði beggja liða. Bláklæddir gestirnir reyndu mikið að þvinga sér í gegnum miðja vörn Fjölnis þar sem Bergsveinn Ólfasson og Haukur Lárusson voru eins og klettir. Eitt af klúðrum sumarsins kom eftir klukkutíma leik. Rangstöðugildra Stjörnunnar klikkaði og Þórir Guðjónsson virtist einungis eiga eftir að setja boltann framhjá Ingvari Jónssyni. Þórir leit hins vegar á aðstoðardómarann sem var með flaggið niðri, missti einbeitinguna um stundarsakir og steig á boltann! Afar klaufalegt og gæti þetta reynst dýrt fyrir Fjölnismenn í botnbaráttunni. Stjörnumenn voru orðnir ansi margir í sókninni undir lokin og freistuðust þeir til að skora, en ekki tókst það og lokaniðurstaðan markalaust jafntefli. Stjarnan er því tveimur stigum á eftir FH, en er þó enn með þetta í sínum höndum því vinni liðið báða leiki sína það sem eftir er stendur liðið uppi sem Íslandsmeistari þar sem liðið mætir FH í síðustu umferðinni. Stigið var fínt fyrir Fjölnismenn sem er komið núna tveimur stigum frá fallsæti, en missti einn sinn besta mann Gunnar Már Guðmundsson í bann. Gunnar Már fékk beint rautt spjald undir lok leiks frá dómara leiksins Garðari Erni Hinrikssyni fyrir brot á Atla Jóhannssyni en einróma álit blaðamanna var að þetta hefði átt að vera gult spjald.Gunnari Má var vikið af velli undir lok leiksins.Vísir/PjeturGunnar Már: Þetta er að eyðileggja mótið fyrir mér „Við erum svekktir að hafa ekki tekið þrjú. Okkar spilamennska gekk upp og við fengum færi til að klára leikin," sagði Gunnar Már Guðmundsson, miðjumaður Fjölnis í leikslok. „Ég veit ekki hvað það var í færunum hvort það hafi verið einbeitingarleysi eða ekki nægileg reynsla í færunum. Mér fannst varnarleikurinn góður og spilamennskan í heild sinni." Hvað fannst Gunnari um rauða spjaldið sem hann fékk undir lokin? „Þetta voru mjög litlar sakir. Ég get alveg fullyrt það að ef það væri hægt að áfrýja spjöldum þá væri þessu áfrýjað. Ef þetta er rautt spjald þá veit ég ekki. Hann sleppti Atla (Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar með gult spjald fyrr í leiknum fyrir gróft brot." „Ég hefði sætt mig við gult spjald, en hann fullyrðir að ég fari með tvær fætur í loftköstum í leikmanninn. Ég fer ekki í leikmanninn, ekki með tvær fætur á undan mér og þegar ég mæti manninum er ég kominn með fótinn í jörðina." „Mér fannst rauða spjaldið full fljótt úr vasanum hjá Garðari. Atli stóð upp og sagði að þetta hafi aldrei verið rautt og það fullyrði hann. Þetta er ansi dýrt í fallbaráttunni, en búið og gert. Það er ekkert hægt að gera hér á Íslandi." „Ég sagði að þetta væri rangur dómur. Meira sagði ég ekki við hann. Ég var kurteis." Gunnar vill að menn taki upp áfrýjunar-kerfi hér á Íslandi. „Þetta er að eyðileggja mótið fyrir mér. Ef að dómurinn er klárlega rangur finndist mér að það ætti að vera hægt að dæma eftir myndbandsupptökum eftir á, en það er víst ekki hægt hérna á litla Íslandi," sagi hundfúll Gunnar Már í leikslok.Rúnar Páll: Nýttum ekki okkar styrkleika „Stigið var sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn þróast. Við vorum að spila ágætlega úti á velli, en við sköpuðum ekki mikið af færum," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Við fengum þrjú ágætis upphlaup í fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað potað honum inn, en meira var það ekki. Jafnteflið er sanngjarnt." „Það vantaði uppá að skora mörk í sóknarleiknum. Við vorum alltaf að fara í gegnum miðjuna og ætluðum að troða boltanum þar inn þar sem Fjölnismenn voru þéttir. Við nýttum ekki okkar styrkleika sem er að fara upp kantana og koma með fyrirgjafir." „Menn eru bara ánægðir að vera í þessari baráttu um að verða Íslandsmeistarar og það er ekkert stress," sagði Rúnar og bætti við: „Þetta er allt í okkar höndum ennþá." „Framararnir sýnda skemmtilega takta á móti FH. Þeir þurfa að fá þrjú stig í fallbaráttunni sem þeir eru í og þeir koma grimmir. Við þurfum þrjú stig til að vera með áfram í baráttunni um titilinn," „Ég hvet Garðbæinga til að mæta á sunnudaginn og ég held að það verði mikið af fólki," sagði Rúnar Páll að endingu.Rúnar Páll á bekknum í dag.Vísir/Pjetur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Fjölnir og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli í Pepis-deild karla í kvöld, en leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Fjölnismenn fengu betri færi, en náðu ekki að nýta sér þau og því fór sem fór. Eins og fyrr segir var leikurinn ekki mikið fyrir augað. Bæði lið reyndu þó að sækja á sem flestum mönnum, en hægt var að telja færin á annari hendi eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var kaldur. Stjarnan var meira með boltann, en Fjölnismenn beittu skyndisóknum sem voru virkilega beittar. Stjörnumenn skildu oft á tíðum pláss eftir sig á miðjunni sem Þórir Guðjónsson og Guðmundur Karl Guðmundsson voru klókir í að finna sér, en þeir náðu ekki að búa til nægilega góð færi til að skora mark.Mark Charles Magee fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann klikkaði sannkölluðu dauðafæri eftir rúmlega hálftíma leik. Hann og Ragnar Leósson spiluðu þá laglega á milli sín, Magee fékk frábært færi, en skaut boltanum framhjá. Klaufi. Staðan var markalaus í hálfleik og ekkert var skorað í síðari hálfleik þrátt fyrir ágætis tilburði beggja liða. Bláklæddir gestirnir reyndu mikið að þvinga sér í gegnum miðja vörn Fjölnis þar sem Bergsveinn Ólfasson og Haukur Lárusson voru eins og klettir. Eitt af klúðrum sumarsins kom eftir klukkutíma leik. Rangstöðugildra Stjörnunnar klikkaði og Þórir Guðjónsson virtist einungis eiga eftir að setja boltann framhjá Ingvari Jónssyni. Þórir leit hins vegar á aðstoðardómarann sem var með flaggið niðri, missti einbeitinguna um stundarsakir og steig á boltann! Afar klaufalegt og gæti þetta reynst dýrt fyrir Fjölnismenn í botnbaráttunni. Stjörnumenn voru orðnir ansi margir í sókninni undir lokin og freistuðust þeir til að skora, en ekki tókst það og lokaniðurstaðan markalaust jafntefli. Stjarnan er því tveimur stigum á eftir FH, en er þó enn með þetta í sínum höndum því vinni liðið báða leiki sína það sem eftir er stendur liðið uppi sem Íslandsmeistari þar sem liðið mætir FH í síðustu umferðinni. Stigið var fínt fyrir Fjölnismenn sem er komið núna tveimur stigum frá fallsæti, en missti einn sinn besta mann Gunnar Már Guðmundsson í bann. Gunnar Már fékk beint rautt spjald undir lok leiks frá dómara leiksins Garðari Erni Hinrikssyni fyrir brot á Atla Jóhannssyni en einróma álit blaðamanna var að þetta hefði átt að vera gult spjald.Gunnari Má var vikið af velli undir lok leiksins.Vísir/PjeturGunnar Már: Þetta er að eyðileggja mótið fyrir mér „Við erum svekktir að hafa ekki tekið þrjú. Okkar spilamennska gekk upp og við fengum færi til að klára leikin," sagði Gunnar Már Guðmundsson, miðjumaður Fjölnis í leikslok. „Ég veit ekki hvað það var í færunum hvort það hafi verið einbeitingarleysi eða ekki nægileg reynsla í færunum. Mér fannst varnarleikurinn góður og spilamennskan í heild sinni." Hvað fannst Gunnari um rauða spjaldið sem hann fékk undir lokin? „Þetta voru mjög litlar sakir. Ég get alveg fullyrt það að ef það væri hægt að áfrýja spjöldum þá væri þessu áfrýjað. Ef þetta er rautt spjald þá veit ég ekki. Hann sleppti Atla (Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar með gult spjald fyrr í leiknum fyrir gróft brot." „Ég hefði sætt mig við gult spjald, en hann fullyrðir að ég fari með tvær fætur í loftköstum í leikmanninn. Ég fer ekki í leikmanninn, ekki með tvær fætur á undan mér og þegar ég mæti manninum er ég kominn með fótinn í jörðina." „Mér fannst rauða spjaldið full fljótt úr vasanum hjá Garðari. Atli stóð upp og sagði að þetta hafi aldrei verið rautt og það fullyrði hann. Þetta er ansi dýrt í fallbaráttunni, en búið og gert. Það er ekkert hægt að gera hér á Íslandi." „Ég sagði að þetta væri rangur dómur. Meira sagði ég ekki við hann. Ég var kurteis." Gunnar vill að menn taki upp áfrýjunar-kerfi hér á Íslandi. „Þetta er að eyðileggja mótið fyrir mér. Ef að dómurinn er klárlega rangur finndist mér að það ætti að vera hægt að dæma eftir myndbandsupptökum eftir á, en það er víst ekki hægt hérna á litla Íslandi," sagi hundfúll Gunnar Már í leikslok.Rúnar Páll: Nýttum ekki okkar styrkleika „Stigið var sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn þróast. Við vorum að spila ágætlega úti á velli, en við sköpuðum ekki mikið af færum," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Við fengum þrjú ágætis upphlaup í fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað potað honum inn, en meira var það ekki. Jafnteflið er sanngjarnt." „Það vantaði uppá að skora mörk í sóknarleiknum. Við vorum alltaf að fara í gegnum miðjuna og ætluðum að troða boltanum þar inn þar sem Fjölnismenn voru þéttir. Við nýttum ekki okkar styrkleika sem er að fara upp kantana og koma með fyrirgjafir." „Menn eru bara ánægðir að vera í þessari baráttu um að verða Íslandsmeistarar og það er ekkert stress," sagði Rúnar og bætti við: „Þetta er allt í okkar höndum ennþá." „Framararnir sýnda skemmtilega takta á móti FH. Þeir þurfa að fá þrjú stig í fallbaráttunni sem þeir eru í og þeir koma grimmir. Við þurfum þrjú stig til að vera með áfram í baráttunni um titilinn," „Ég hvet Garðbæinga til að mæta á sunnudaginn og ég held að það verði mikið af fólki," sagði Rúnar Páll að endingu.Rúnar Páll á bekknum í dag.Vísir/Pjetur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn