Rúnar í viðræðum við norskt úrvalsdeildarlið - ekki Lilleström Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 15:33 Rúnar Kristinsson gæti tekið við atvinnumannaliði eftir tímabilið. vísir/daníel „Ég flaug bara út í gær í smá viðskiptaferð og kom heim í dag,“ segir RúnarKristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi um ferð hans til Noregs í gær þar sem hann átti í viðræðum við norskt úrvalsdeildarlið. „Ég átti þarna einn fund sen ég þurfti að taka, en ég get ekkert meira sagt um það. Þetta var samt ekki Lilleström eins og allir halda,“ segir Rúnar sem hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag að undanförnu. Rúnar vill ekki gefa upp nafn liðsins, segist ekki geta það að svo stöddu, en viðræðurnar eru rétt svo farnar af stað og óvíst hvort þær fari lengra. „Ég var bara í léttu spjalli við einn klúbb þarna úti. Þetta eru bara fyrstu viðræður og ekkert sem ég get farið nánar út í,“ segir Rúnar sem nýtur lífsins í Vesturbænum og segist ekkert vera að flýta sér út. „Ég er ofsalega ánægður hjá KR og að vera á Íslandi. Það þarf eitthvað gott að koma upp svo ég flytji mig um set. En ég tapa engu á því að tala við fólk án skuldbindinga eins og ég var að gera núna. Þá er hægt að heyra og sjá hvað menn eru að hugsa og hvort það sé nálægt því sem ég vill gera.“ „Þetta er oft ferli sem tekur langan tíma og það eru stórar ákvarðanir sem bæði ég og aðrir þurfa að taka. Maður þarf að hugsa líka um fjölskylduna og allt í kringum sig. Það er ekki búið að bjóða mér neitt. Við vorum bara aðeins að kynnast hvor öðrum. Það hefur ekki verið rætt um neina samninga,“ segir Rúnar. Sem fyrr segir hefur mikið verið skrifað og skrafað um mögulega endurkomu Rúnars til Lilleström að undanförnu, en hann lék þar við góðan orðstír frá 1997-2000. Hann segir einfaldlega verið að reyna að skrifa sig til liðsins, það sé ekkert í gangi. „Sú er staðan í dag. Þetta eru sömu vangaveltur og í fyrra um að þessi þjálfari liðsins sé að hætta. Þá vilja blaðamennirnir á staðarblöðunum oft fara að giska á hver tekur við og ég hef verið settur í þann hóp,“ segir Rúnar Kristinsson. Rúnar á eftir að stýra KR gegn Víkingi næsta sunnudag og Þór á heimavelli á laugardaginn eftir viku sem gæti mögulega verið síðasti leikur hans við stjórnvölinn hjá vesturbæjarliðinu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
„Ég flaug bara út í gær í smá viðskiptaferð og kom heim í dag,“ segir RúnarKristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi um ferð hans til Noregs í gær þar sem hann átti í viðræðum við norskt úrvalsdeildarlið. „Ég átti þarna einn fund sen ég þurfti að taka, en ég get ekkert meira sagt um það. Þetta var samt ekki Lilleström eins og allir halda,“ segir Rúnar sem hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag að undanförnu. Rúnar vill ekki gefa upp nafn liðsins, segist ekki geta það að svo stöddu, en viðræðurnar eru rétt svo farnar af stað og óvíst hvort þær fari lengra. „Ég var bara í léttu spjalli við einn klúbb þarna úti. Þetta eru bara fyrstu viðræður og ekkert sem ég get farið nánar út í,“ segir Rúnar sem nýtur lífsins í Vesturbænum og segist ekkert vera að flýta sér út. „Ég er ofsalega ánægður hjá KR og að vera á Íslandi. Það þarf eitthvað gott að koma upp svo ég flytji mig um set. En ég tapa engu á því að tala við fólk án skuldbindinga eins og ég var að gera núna. Þá er hægt að heyra og sjá hvað menn eru að hugsa og hvort það sé nálægt því sem ég vill gera.“ „Þetta er oft ferli sem tekur langan tíma og það eru stórar ákvarðanir sem bæði ég og aðrir þurfa að taka. Maður þarf að hugsa líka um fjölskylduna og allt í kringum sig. Það er ekki búið að bjóða mér neitt. Við vorum bara aðeins að kynnast hvor öðrum. Það hefur ekki verið rætt um neina samninga,“ segir Rúnar. Sem fyrr segir hefur mikið verið skrifað og skrafað um mögulega endurkomu Rúnars til Lilleström að undanförnu, en hann lék þar við góðan orðstír frá 1997-2000. Hann segir einfaldlega verið að reyna að skrifa sig til liðsins, það sé ekkert í gangi. „Sú er staðan í dag. Þetta eru sömu vangaveltur og í fyrra um að þessi þjálfari liðsins sé að hætta. Þá vilja blaðamennirnir á staðarblöðunum oft fara að giska á hver tekur við og ég hef verið settur í þann hóp,“ segir Rúnar Kristinsson. Rúnar á eftir að stýra KR gegn Víkingi næsta sunnudag og Þór á heimavelli á laugardaginn eftir viku sem gæti mögulega verið síðasti leikur hans við stjórnvölinn hjá vesturbæjarliðinu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira