Erlent

Indverskur gervihnöttur á braut um Mars

Samúel Karl Ólason skrifar
Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands fagna því að gervihnötturinn hafi komist á sporbraut um Mars.
Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands fagna því að gervihnötturinn hafi komist á sporbraut um Mars. Vísir/AFP
Geimvísindamönnum í Indlandi hefur tekist að koma gervihnetti á sporbraut um Mars og eru þar með fjórði aðilinn til að takast það. Vélmennið Mangalyaan mun innan skamms rannsaka andrúmsloft á plánetunni.

Um er að ræða eitt ódýrasta geimferðalag á milli pláneta í sögunni.

Einungis Bandaríkjunum, Rússlandi og Evrópu hefur áður tekist að senda gervihnetti á sporbraut um rauðu plánetuna, en Indverjar eru þeir einu sem hefur tekist það í fyrstu tilraun, samkvæmt BBC.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands segir þetta mikið afrek.

„Líkurnar voru gegn okkur. Af þeim 51 leiðangrum sem sendir hafa verið til Mars, hefur einungis 21 tekist.“


Tengdar fréttir

Maven komið á braut um Mars

Könnunarfarið hefur verið á fleygiferð í átt að plánetunni síðustu mánuði og þegar það var komið í hæfilega fjarlægð var hægt á ferðinni þannig að þyngdarafl Mars næði tökum á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×