Erlent

Emmu Watson hótunin var gabb

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Hótunarsíða kom upp á netinu fljótlega eftir að leikkonan Emma Watson hélt ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum um jafnrétti kynjanna. Þar var hótað að birta nektarmyndir af henni og var þar niðurtalning um hvenær myndirnar áttu að birtast

Nú hefur komið í ljós að um gabb var að ræða.

Sé nú farið inn á síðuna þar sem myndirnar áttu að birtast, er sjálfkrafa farið inn á síðu fyrirtækis sem heitir Rantic Marketing. Þar sjást skilaboð til stjórnvalda í Bandaríkjunum og Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, þar sem þeir eru beðnir um að loka síðunni 4chan.

Þar segir að fyrirtækið hafi verið ráðið af frægu fólki til að vekja athygli á því hve viðbjóðslegt sé að ræna nektarmyndum af fólki og birta þær á netinu eins og gert hefur verið á 4chan síðustu mánuði.

Þar kemur einnig fram að síðan hafi verið heimsótt 48 milljón sinnum, hafi verið deilt sjö milljón sinnum á Facebook og nefnd á Twitter í þrjár milljónir skipta.

Buisness insider segir þó að fyrirtækið Rantic Marketing sé ekki til og að beiðnin um að loka 4chan sé einnig gabb. Hópur einstaklinga sem vinni við það að fá heimsóknir á heimasíður sínar, sem þeir tengja málefnum sem fara mikinn á internetinu, notast við gabb-fyrirtækið Rantic Marceting.

Áður var Rantic Marketing notað til að koma af stað ósönnum orðrómi um að hætt hefði verið við framleiðsu Grand Theft Auto 5.

Til þess að koma orðrómunum af stað notast þeir við síðuna FoxWeekly, sem tengist Fox stöðinni ekki á neinn hátt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×