Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2014 23:35 Emma Watson ásamt ónefndum túlki á ráðstefnunni um liðna helgi. visir/skjáskot „Konur eiga ekki að þurfa að heyja þessa baráttu einar. Það er lykilatriði fyrir samfélagið að karlar og konur taki á þessu mikilvæga málefni saman,“ sagði leikkonan Emma Watson í ræðu á ráðstefnu UN Women í New York á laugardag. Ræðan hefur vakið gríðarlega athygli og mestmegnis jákvæð viðbrögð en því miður hefur leikkonunni einnig verið hótað. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar víðsvegar um heiminn fjallað um nektarmyndir sem birtust á netinu af frægu fólki, þeirra á meðal bandarísku leikkonunni Jennifer Lawrence. Nú hafa stofnendur síðunnar 4Chan, sem birtu meðal annars nektarmyndirnar af Lawrence, gefið það út að Watson sé næst. Eigendur síðunnar hafa sett á laggirnar sérstaka vefsíðu sem ber nafnið „Emma you are next“ og er fyrirhugað að birta nektarmyndir af henni á síðunni eftir fjóra sólahringa. Talið er að 20 milljón manns skoði síðu 4Chan mánaðarlega. Ekkert sem birtist á síðunni er ritskoðað. Notendur hafa birt sprengjuhótanir á síðunni og skipst á barnaklámi. Heilbrigðisyfirvöld vestanhafs telja vefsíðuna geta verið skaðlega unglingum. Watson hélt ræðuna í tilefni stofnunar samtakanna HeForShe en tilgangur þeirra er að virkja karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í jafnréttisbaráttu kynjanna. Sjálf segist Emma hafa upplifað kynjamisrétti frá því hún var átta ára en hún fékk að heyra að hún væri stjórnsöm þegar hún sýndi áhuga á því að leikstýra skólaleikriti. Hér að neðan má sjá ræðuna í heild sinni. Tengdar fréttir „Jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna“ HeForShe-herferð UN Women var formlega kynnt um helgina í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Herferðin hefur það að markmiði að fjölga körlum sem taka þátt í jafnréttisbaráttunni. 22. september 2014 15:25 Feminismi snýst ekki um að hata karlmenn Emma Watson flutti tímamótaræðu um helgina 22. september 2014 18:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
„Konur eiga ekki að þurfa að heyja þessa baráttu einar. Það er lykilatriði fyrir samfélagið að karlar og konur taki á þessu mikilvæga málefni saman,“ sagði leikkonan Emma Watson í ræðu á ráðstefnu UN Women í New York á laugardag. Ræðan hefur vakið gríðarlega athygli og mestmegnis jákvæð viðbrögð en því miður hefur leikkonunni einnig verið hótað. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar víðsvegar um heiminn fjallað um nektarmyndir sem birtust á netinu af frægu fólki, þeirra á meðal bandarísku leikkonunni Jennifer Lawrence. Nú hafa stofnendur síðunnar 4Chan, sem birtu meðal annars nektarmyndirnar af Lawrence, gefið það út að Watson sé næst. Eigendur síðunnar hafa sett á laggirnar sérstaka vefsíðu sem ber nafnið „Emma you are next“ og er fyrirhugað að birta nektarmyndir af henni á síðunni eftir fjóra sólahringa. Talið er að 20 milljón manns skoði síðu 4Chan mánaðarlega. Ekkert sem birtist á síðunni er ritskoðað. Notendur hafa birt sprengjuhótanir á síðunni og skipst á barnaklámi. Heilbrigðisyfirvöld vestanhafs telja vefsíðuna geta verið skaðlega unglingum. Watson hélt ræðuna í tilefni stofnunar samtakanna HeForShe en tilgangur þeirra er að virkja karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í jafnréttisbaráttu kynjanna. Sjálf segist Emma hafa upplifað kynjamisrétti frá því hún var átta ára en hún fékk að heyra að hún væri stjórnsöm þegar hún sýndi áhuga á því að leikstýra skólaleikriti. Hér að neðan má sjá ræðuna í heild sinni.
Tengdar fréttir „Jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna“ HeForShe-herferð UN Women var formlega kynnt um helgina í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Herferðin hefur það að markmiði að fjölga körlum sem taka þátt í jafnréttisbaráttunni. 22. september 2014 15:25 Feminismi snýst ekki um að hata karlmenn Emma Watson flutti tímamótaræðu um helgina 22. september 2014 18:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
„Jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna“ HeForShe-herferð UN Women var formlega kynnt um helgina í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Herferðin hefur það að markmiði að fjölga körlum sem taka þátt í jafnréttisbaráttunni. 22. september 2014 15:25
Feminismi snýst ekki um að hata karlmenn Emma Watson flutti tímamótaræðu um helgina 22. september 2014 18:00